fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Pressan

Með þessari öndunartækni getur þú sofnað á einni mínútu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. október 2018 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með því að nota einfalda öndunartækni á að vera hægt að sofna á innan við einni mínútu. Þessi tækni, nefnd 4-7-8, slekkur á stressviðbrögðum líkamans og gerir fólki þannig auðveldara fyrir að sofna. Það eina sem þarf að gera er að anda og það gerum við nú hvort sem er.

Aðferðinni hefur verið mikið hampað af jóga- og hugleiðslukennurum og er sögð vera náttúruleg aðferð til að svæfa taugakerfið en ólíkt lyfjum, sem virka oft betur í fyrstu en þegar fram líða stundir, þá batni áhrifin af þessari aðferð með aukinni notkun hennar. Aðferðin hentar að sögn einnig vel til að slaka á.

Það er best að liggja þegar kemur að því að nota aðferðina. Fyrsta skrefið er að setja tungubroddinn upp í efri góminn, alveg upp við framtennurnar. Þar á tungan að vera allan tímann en það krefst ákveðinnar æfingar að halda henni kyrri þegar andað er.

Því næst eru eftirfarandi skref tekin í einni öndunarhringrás:

Opnaðu munninn. Gefðu snöggt hljóð frá þér og andaðu aðeins út um munninn.

Lokaðu munninum, dragðu andann hljóðlega að þér í gegnum nefið á meðan þú telur upp að fjórum í huganum.

Haltu andanum niðri í 10 sekúndur.

Gefðu aftur snöggt hljóð frá þér og andaðu út um munninn í átta sekúndur.

Þegar þú dregur andann aftur að þér hefst ný hringrás öndunar. Endurtaktu þetta fjórum sinnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“