fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

Með þessari öndunartækni getur þú sofnað á einni mínútu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. október 2018 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með því að nota einfalda öndunartækni á að vera hægt að sofna á innan við einni mínútu. Þessi tækni, nefnd 4-7-8, slekkur á stressviðbrögðum líkamans og gerir fólki þannig auðveldara fyrir að sofna. Það eina sem þarf að gera er að anda og það gerum við nú hvort sem er.

Aðferðinni hefur verið mikið hampað af jóga- og hugleiðslukennurum og er sögð vera náttúruleg aðferð til að svæfa taugakerfið en ólíkt lyfjum, sem virka oft betur í fyrstu en þegar fram líða stundir, þá batni áhrifin af þessari aðferð með aukinni notkun hennar. Aðferðin hentar að sögn einnig vel til að slaka á.

Það er best að liggja þegar kemur að því að nota aðferðina. Fyrsta skrefið er að setja tungubroddinn upp í efri góminn, alveg upp við framtennurnar. Þar á tungan að vera allan tímann en það krefst ákveðinnar æfingar að halda henni kyrri þegar andað er.

Því næst eru eftirfarandi skref tekin í einni öndunarhringrás:

Opnaðu munninn. Gefðu snöggt hljóð frá þér og andaðu aðeins út um munninn.

Lokaðu munninum, dragðu andann hljóðlega að þér í gegnum nefið á meðan þú telur upp að fjórum í huganum.

Haltu andanum niðri í 10 sekúndur.

Gefðu aftur snöggt hljóð frá þér og andaðu út um munninn í átta sekúndur.

Þegar þú dregur andann aftur að þér hefst ný hringrás öndunar. Endurtaktu þetta fjórum sinnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída