Viðskiptavinur IKEA að nafni Abeed Mohammad lenti í afar ógeðslegri lífsreynslu síðasta föstudag á veitingastað fyrirtækisins í Hyderabad í Indlandi. Í miðri máltíð tók hann eftir einhverju furðulegu í grænmetis og hrísgrjónaréttinum sínum. Eftir nánari skoðun kom í ljós að lirfa var í réttinum. Abeed tilkynnti atvikið til heilbrigðisyfirvalda í bænum og mættu þeir á staðinn. Eftir skoðun á eldhúsinu var veitingastaðurinn sektaður vegna óþrifnaðar þar. Hljómaði sektin upp á á rúmlega 15 þúsund krónur.
Forsvarsmenn IKEA sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sögðu það afar leitt að viðskiptavinur hefði þurft að upplifa þetta á einum af sínum veitingastöðum. IKEA sem opnaði fyrstu verslun sína í Indlandi í ágúst síðastliðnum, áætlar að fjárfesta um 150 milljörðum íslenskra króna í opnun verslana í Indlandi á næstu 10 árum.
Hér má sjá Twitter færsluna hans Abeed
#Ikeahyderbad Today I found caterpillar in my veg biryani. Very unfair of food @TV9Telugu @KTRTRS sir @hydcitypolice @THHyderabad @Abnandhrajyothi pic.twitter.com/jumiED25fs
— Abeed Mohammad (@abeedmohammed9) August 31, 2018