fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Af hverju höfum við ekki farið aftur til tunglsins? Er eitthvað þar sem við óttumst?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. ágúst 2018 19:10

Hér sést Neil Armstrong á tunglinu. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 1969 til 1972 voru farnar sex mannaðar geimferðir til tunglsins. En af hverju var tunglferðunum hætt? Nú ætti að vera auðveldara að senda menn til tunglsins en fyrir um hálfri öld þar sem tæknin er miklu betri. Getur hugsast að á tunglinu sé eitthvað sem menn óttast?

Samsæriskenningasmiðir hafa lengi fjallað um tunglið og tunglferðirnar eru í miklu uppáhaldi hjá mörgum þeirra. Því hefur meðal annars verið haldið fram að menn hafi aldrei farið til tunglsins, að tunglferðirnar hafi allar verið sviðsettar og allt saman tekið upp í kvikmyndaverum hér á jörðinni.

Undanfarin misseri hefur kenningu um að menn hafi ekki lent á tunglinu áratugum saman sé vegna þess að á bakhlið þess, hliðinni sem snýr frá jörðu, sé bækistöð geimvera sem hafi bannað okkur að koma aftur þangað vaxið ásmeginn og sífellt fleiri aðhyllast hana, að minnsta kosti þeir sem velta sér upp úr samsæriskenningum. Í þessu sambandi er talað um að á bakhlið tunglsins haldi háþróaðar geimverur til og vilji ekkert hafa með okkur mennina að gera og lái þeim hver sem vill ef þetta er rétt.

Á samsæriskenningavefsíðunni Ancient Code eru lesendur spurðir hvort þeir hafi velt fyrir sér af hverju menn hafi ekki farið til tunglsins nýlega?

„Samkvæmt því sem margir rannsakendur og sérfræðingar í málefnum fljúgandi furðuhluta segja þá er bandaríska geimferðastofnunin að fela ískyggilegt leyndarmál fyrir mannkyni. Við vitum ekki enn um allt sem hefur gerst á yfirborði tunglsins og er enn að gerast þar.“

Segir meðal annars á vefsíðunni. Þá er því einnig haldið fram þar að margir telji að næg gögn séu til staðar um að geimverur séu með bækistöð á tunglinu.

Samkvæmt fyrrnefndri kenningu þá hittu geimfarar NASA geimverur á tunglinu sem sögðu að menn ættu ekki að koma aftur þangað. Á Ancient Code segir að það að það séu bækistöðvar geimvera á tunglinu skýri af hverju menn hættu svo skyndilega að fara þangað. En kenningin teygir sig enn lengra og segir að geimverur séu að notfæra sér náttúruauðlindir tunglsins og þar haldi fljúgandi furðuhlutir til og þeir komi öðru hvoru til jarðarinnar.

En ætli það sé ekki rétt að taka þessu öllu saman með fyrirvara?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig