fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Morð á 14 ára þýskri stúlku veldur miklum pólitískum titringi – Hælisleitandi grunaður – Getur reynst Angelu Merkel erfitt

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. júní 2018 22:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt 23. maí var hin 14 ára Susanna Feldmann myrt eftir að henni hafði verið nauðgað. Þetta gerðist í Wiesbaden. Ódæðismaðurinn kom líki hennar fyrir í skurði við járnbrautarteina. Hinn grunaði í málin, Ali Bashar, er tvítugur hælisleitandi frá Írak. Hann flúði frá Þýskalandi að kvöldi 2. júní ásamt foreldrum sínum og fimm systkinum. Þau fóru til Tyrklands og þaðan til Erbil í Sýrlandi. Þar handtók kúrdíska lögreglan hann. Bashar játaði við yfirheyrslur að hafa myrt Feldmann og kúrdísk yfirvöld afhentu þýskum yfirvöldum hann á laugardaginn.

Málið hefur vakið mikla reiði í Þýskalandi og margir setja spurningamerki við Angelu Merkel, kanslara, og stefnu hennar í flóttamannamálum en eins og frægt er orðið sagði hún 2015, þegar flóttamannastraumurinn var sem allra mestur, að Þjóðverjar gætu tekist á við hann.

Þessi ummæli hennar hafa oft verið rifjuð upp í tengslum við mál sem tengjast hælisleitendum og innflytjendum en þau ná allt frá minniháttar ránsmálum upp í morð, nauðganir og hryðjuverk.

Í tengslum við mál Feldmann hefur einnig verið spurt hvernig stendur á því að tvítugur hælisleitandi, sem er grunaður um mörg afbrot, hafi fengið að búa í flóttamannamiðstöð með fjölskyldu sinni. Hann var meðal annars grunaður um að hafa nauðgað 11 ára stúlku og ofbeldisbrot þar sem hann réðst á fólk á götu úti. Einnig hefur komið fram að hann hafi oft verið ofbeldisfullur í framkomu við þá sem voru með mál hans til meðferðar í hælisumsóknarkerfinu.

Þá hefur verið spurt af hverju hann og fjölskylda hans hafi ekki verið flutt úr landi fyrst búið var að hafna umsókn þeirra um hæli.

Í gær sögðu flokksfélagar Merkel að herða þurfi reglur um hælisleitendur. Þá hefur verið boðað að tillaga verði lögð fram á þýska sambandsþinginu um að rannsóknarnefnd verði sett á laggirnar til að fara yfir þessi mál allt frá því að flóttamannastraumurinn skall á Evrópu af miklum þunga 2015. Slík rannsóknarnefnd gæti valdið Merkel pólitískum vanda og skaðað ímynd hennar sem má varla við slíku þessa dagana en pólitísk staða hennar og ímynd er frekar brothætt þessa dagana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig