fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Henni var nauðgað árið 2012 – Nú hefur dómstóll úrskurðað að hún fái 100 milljarða í bætur

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 24. maí 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hope Cheston var aðeins fjórtán ára gömul þegar rúmlega tvítugur karlmaður nauðgaði henni á hrottalegan hátt árið 2012. Maðurinn, Brandon Zachary, starfaði sem öryggisvörður þegar hann réðist á Hope fyrir utan heimili í Jonesboro í Georgíu-ríki.

Hope var stödd í gleðskap þegar hún brá sér af bæ og varð hún í kjölfarið fyrir árásinni. Eins og gefur að skilja voru afleiðingar árásarinnar miklar; Cheston hefur átt erfitt uppdráttar eftir árásina og glímt við andlega erfiðleika.

Á dögunum var kveðinn upp dómur í stefnu Hope gegn öryggisfyrirtækinu sem Brandon starfaði fyrir, Crime Prevention Agency. Ákvarðaði kviðdómur að fyrirtækið skildi greiða Hope einn milljarð Bandaríkjadala í bætur vegna árásarinnar, en það er upphæð sem nemur rúmum hundrað milljörðum króna.

Árásarmaðurinn, Brandon Zachary, nú 28 ára, var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir árásina og hóf hann afplánun dómsins árið 2016.

Lögmaður Hope fagnaði dómnum og sagði að hann sýndi að ekki væri hægt að setja þak á bætur í kynferðisbrotamálum. Óvíst er þó hversu mikið Hope fær því öryggisfyrirtækið sem um ræðir er ekki metið á svo háa upphæð, milljarð dala. New York Times greinir frá því að um sé að ræða hæstu bætur sem dæmdar hafa verið í kynferðisbrotamáli í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“