fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Matur

„Nicecream“ fyrir góðan nætursvefn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 8. nóvember 2020 15:00

Aðsend mynd/Mynd Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan Guðrún Sóley hefur verið vegan undanfarin fjögur ár. Hún segir að lykillinn að góðri máltíð sé sósan og það skipti mestu máli að njóta þegar kemur að því að prófa sig áfram í veganisma. Hún deildi nýlega með okkur því sem hún borðar á venjulegum degi:

Sjá einnig: Þetta borðar Guðrún Sóley á venjulegum degi

Hér deilir hún uppskrift að „nicecream“ sem hún fær sér helst öll kvöld.

„Það er bananaís sem tekur 20 sekúndur að útbúa, stútfullur af dásamlegum vítamínum og magnesíumi, sem margir vilja meina að tryggi góðan nætursvefn. Svo þessi ís er nokkurn veginn læknisráð sem best er að fylgja daglega,“ segir Guðrún Sóley.

Innihald:

Frosnir bananar í bitum.

Gott að nýta banana á síðasta séns í þetta, í hvert sinn sem banani sýnir ellimerki er gott að afhýða hann, skera í bita og stinga í poka í frysti. Ég á alltaf risabirgðir af frosnum banana það er mikilvægt fæðuöryggisatriði.

Aðferð:

  1. Takið banana úr frysti (fínt að miða við 1-2 banana á mann), leyfið að standa í stutta stund og setjið í matvinnsluvél eða blandara.
  2. Eftir 20 sekúndna þeyting er kominn þéttur, rjómakenndur ís.
  3. Á tyllidögum er hægt að bragðbæta t.d. með hnetueða möndlusmjöri, kaffidreitli, kakódufti, kanil eða þeim berjum sem ykkur finnast best. Klikkar ekki!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar