fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Matur

Grænmetisborgarinn sem kjötætur elska

DV Matur
Föstudaginn 27. september 2019 14:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið erfitt fyrir grænmetisætur að bjóða kjötelskandi vinum sínum í matarboð því kjötæturnar eiga það til að vera afar dómharðar á grænmetisrétti.

Við á DV höfum fundið rétt sem er tilvalin fyrir bæði kjötætur og grænmetisætur. Um er að ræða svartbaunaborgara sem er hreint lostæti en hér fyrir neðan má sjá uppskriftina fyrir þennan geggjaða borgara.

Innkaupalistinn

  • Ein dós af svartbaunum
  • Hálf græn paprika
  • Hálfur laukur
  • 3-4 hvítlauksrif
  • 1 egg
  • 1 matskeið chili duft
  • 1 matskeið cumin
  • 1 teskeið af tælenskri chili sósu eða buffalo sósu
  • 65 grömm af brauðmylsnu

Ef það á að grilla borgarann þá skal byrja á því að kveikja á grillinu og setja það á háan hita. Ef þið viljið baka borgarann þá skal hita ofninn í 190 gráður.

Grænmetisborgarar eiga það stundum til að vera frekar slepjulegir. Ef þú vilt ekki slepjulegan borgara þá er tilvalið að skella baununum á bökunarpappír og skella þeim inn í ofninn þangað til þær hafa þornað. Um það bil 10-15 mínútur ættu að duga. Baununum er síðan skellt í skál og þær stappaðar saman.

Þá er grænmetið skorið niður og það allt sett saman í matvinnsluvél. Grænmetinu er síðan blandað við baunirnar.

Hrærið saman egg, kryddin og sósuna í lítilli skál. Blandið því síðan saman við baunirnar og grænmetið.

Því næst er brauðmylsnunni blandað saman út í þetta allt saman. Hrærið blönduna saman þangað til hún er orðin vel klístruð og helst almennilega saman. Þessu er síðan skipt niður í fjóra borgara.

Ef þið ætlið að grilla borgarana þá skal setja smá olíu á álpappír og grilla borgarana á álpappírnum í um það bil 8 mínútur á hvorri hlið.

Ef þið ætlið hins vegar að baka borgarana þá setjiði þá á bökunarpappír og inn í ofn og bakið í um það bil 10 mínútur á hvorri hlið.

Síðan setjiði bara ykkar uppáhalds álegg á borgarann og njótið!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“