fbpx
Miðvikudagur 28.febrúar 2024
Kynning

Í fyrsta sinn frá Íslandi: Einstök upplifun í Egyptalandi

Kynning
Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. nóvember 2022 09:00

Strandbæinn Sharm El Sheikh sækja milljónir ferðamanna á ári hverju enda heillar margan gífurleg náttúrufegurð, tært hafið og gestrisni heimamanna. Myndir/aðsendar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við kristaltært hafið, inn á meðal kletta og með víðfeðma eyðimörkina í bakgrunni, stendur hinn heillandi strandbær, Sharm El Sheikh. Ár hvert sækja milljónir Evrópu- og mið Austurlandabúa þennan fallega strandbæ sem staðsettur er við Rauðahafið á Sinai skaganum fyrir neðan samnefndan eyðimerkurfjallgarð í Egyptalandi.

Heimsferðir býður í fyrsta sinn á Íslandi, upp á glæsilega níu nátta ferð frá 24. febrúar til 5. mars 2023 til Sharm El Sheikh í Egyptalandi. „Þetta er í fyrsta sinn sem flogið er til Sharm El Sheikh í beinu flugi og er þetta einstakt tækifæri fyrir ævintýraþyrsta ferðalanga að komast í gullfallegt umhverfi, fullkomna veðursæld og svo skemmir ekki að Egyptaland er sögufrægt land sem státar af einni elstu siðmenningu heims,“ segir  Hafsteinn M. Másson, markaðsstjóri Heimsferða.

Verðlagið í Egyptalandi er einstaklega hagstætt og gjaldmiðillinn er egypsk pund. „Hér er því hægt að fá nokkuð mikið fyrir krónuna. Hægt er að skipta bæði dollurum og evrum á flestum hótelum og auðvelt er að nálgast hraðbanka. Mörg hótel eru með hraðbanka í hótelafgreiðslunni,“ segir Hafsteinn.

Flugið er um 7 klukkustundir og 30 mínútur og dagarnir í ferðinni nýtast vel að sögn Hafsteins. „Við förum snemma af stað frá Íslandi og lendum um hálf fimm í Sharm El Sheikh. Svo fljúgum við aftur heim hálf sex og lendum stuttu fyrir miðnætti á Íslandi.“

Strendur Rauðahafsins eru fullkominn áfangastaður fyrir kafara og snorklara. Hlýr sjórinn geymir kóralrif og fjölbreytt dýralíf.

Vinsæll áfangastaður

Það á engan að undra, sem hefur komið til Sharm El Sheikh, hvers vegna þessi strandbær er svona vinsæll áfangastaður. „Fyrst má nefna loftslagið. Hér er rosalega þægilegur hiti, en í febrúar og mars má búast við 25°C meðalhita, sem svipar til Tenerife. Hér er svo einstök náttúrufegurð og eitt fallegasta og tærasta haf sem þú finnur. Vegna þess er snorkl og köfun einstaklega vinsæl dægurstytting og er margt í boði fyrir ferðamanninn þar. Flest hótelin bjóða upp á einhvers konar köfunarferðir og sum eru með köfunarnámskeið. Vinsælast er að kafa við kóralrifin við Tiran og Ras Mohammed sem þykja með betri köfunarsvæðum í veröldinni. Þar mætast Aqaba hafið og Suez hafið og er dýralífið afar fjölbreytt,“ segir Hafsteinn.

Heillandi svæði með ólíkum áherslum

Byggðin í Sharm El Sheikh er nokkuð dreifð og skiptist í nokkur strandsvæði sem hótelin tilheyra. „Gamli bærinn í Naama Bay svæðinu er nokkuð vinsæll á kvöldin en þar eru elstu hótelin jafnframt staðsett. Bærinn er líflegur með fjölda veitinga- og kaffihúsa ásamt verslunum. Annað vinsælt svæði er Soho Square an sá bæjarhluti er afar líflegur og mikið skreyttur ljósum og gosbrunnum. Þar er að finna fjölda verslana, kaffi- og veitingahús, skemmtistaði og jafnvel skautahöll. Það er því hægt að komast í ýmiss konar ólíka þjónustu, hvort sem um er að ræða verslun, skemmtanalíf eða annað. Þá er auðvelt að taka leigubíl frá hótelunum á milli hinna ólíku hluta Sharm El Sheikh.

Soho Square er afar líflegur hluti bæjarins og mikið skreyttur ljósum og gosbrunnum.

Ferðamenn eru Egyptum afar mikilvægir og þjónustustigið er hátt. Mikið er lagt upp úr öryggi og að ferðamönnum líði vel meðan á dvöl stendur. Á svæðinu búa um hundrað þúsund manns og 90 prósent þeirra starfa við ferðaþjónustu. Hótelin eru flest öll mjög vel búin og starfsmenn afar hjálplegir við gesti sína.“

Naama Bay er líflegur með fjölda veitinga- og kaffihúsa ásamt verslunum.

Vandaðar fimm stjörnu gistingar

„Eins og er bjóðum við upp á fjórar afar vandaðar gistingar, allar á fimm stjörnu hótelum víðs vegar í bænum á breiðu verðbili. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Öll hótelin eru með einkastrendur sem eru eingöngu aðgengilegar fyrir gesti hótelsins. Einnig eru öll hótelin með inniföldum drykkjum og fæði í verðinu og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir fjölskyldur, börn og fullorðna. Gestir geta því gætt sér á morgunmat, hádegismat og kvöldverði og snarli á milli máltíða án þess að taka upp veskið. Innifaldir eru innlendir drykkir en flest hótel bjóða innflutta drykki gegn aukagjaldi.

Eitt af hótelunum sem við erum með samning við, Steigenberger Alcazar, er með allt fæði og drykki innifalið í verðinu og að auki fimm à la carte veitingastaði sem bjóða upp á fjölbreytta matarmenningu. Þar er japanskur veitingastaðir, ítalskur, líbanskur, sjávarréttastaður og matsölustaður sem leggur áherslu á mat frá Miðjarðarhafinu,“ segir Hafsteinn.

Pýramídarnir eru svo toppurinn á kransakökunni og Heimsferðir mun bjóða upp á ferðir að þeim.

Fjölbreyttar og spennandi skoðanaferðir og afþreying

Egyptaland er söguríkt land og býr að einstökum fornminjum og fallegum svæðum sem gaman er að kynnast. „Það allra þekktasta eru auðvitað pýramídarnir. En hér er margt annað í boði eins og Ras Mohammed þjóðgarðurinn, spennandi safaríferðir og margt fleira.“

Með í för verða vanir fararstjórar á vegum Heimsferða. „Þau hafa farið með okkur um allan heim og verða gestum okkar til halds og trausts alla ferðina. Við erum að undirbúa spennandi skoðunarferðir sem fólki býðst að taka með Heimsferðum.

Ein lengri dagsferð með rútu verður í boði að pýramídunum, sem eru eitt af undrum gamla og líka nýja heimsins. Við stefnum einnig á að skipuleggja hálfa dagsferð þangað með flugi. Einnig munum við bjóða upp á styttri ferðir í snorkl og köfun sem og stórskemmtilegar safariferðir inn í eyðimörkina. Á strandsvæðinu er stór og mikill vatnsrennibrautagarður,“ segir Hafsteinn að lokum.

Bókaðu ferðalagið með heimsferðum á heimsferdir.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
24.10.2023

Bjóða upp á ferðir til ítölsku vetrarparadísarinnar sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við

Bjóða upp á ferðir til ítölsku vetrarparadísarinnar sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við
Kynning
18.10.2023

Fyrirtækjaþjónusta ELKO aðstoðar fyrirtæki með jólagjafir til starfsfólks 

Fyrirtækjaþjónusta ELKO aðstoðar fyrirtæki með jólagjafir til starfsfólks 
Kynning
28.03.2023

Vistvænni salernisferðir í bígerð

Vistvænni salernisferðir í bígerð
Kynning
28.03.2023

Góðar stundir í saunu og potti

Góðar stundir í saunu og potti