fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
Kynning

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 27. maí 2020 15:27

Ljósin frá Spring Copenhagen eru falleg og stílhrein.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska hönnunarfyrirtækið Spring Copenhagen hefur unnið með sterkar skandinavískar hefðir allt frá stofnun fyrirtækisins 1930. Vöruúrval þeirra inniheldur meðal annars viðarstyttur, eldhúsvörur og ljós.

Einfaldleiki er í fyrirrúmi hjá hönnuðum Spring Copenhagen.

 

Einfaldleikinn er allsráðandi í hönnun Spring Copenhagen. Stefna þeirra er skýr og hún er að einfalda og betrumbæta hversdagsleikann. Vörurnar eru hannaðar með nýklassík í huga, eru fallegar og ætlaðar til hversdagsnota. Stórkostlegar sögur, gæði og handverk eru einkennismerki Spring Copenhagen og fá þau til liðs við sig hönnuði úr öllum áttum til þess að skapa nýjar vörur sem endast frá kynslóð til kynslóðar.

Ljósin frá Spring Copenhagen eru einstök, einföld og stílhrein. Má þar helst nefna sérstakar ferkantaðar perur sem hægt er að skrúfa beint í perustæði án þess að þurfi skerm.

Hans klaufi kemur úr samnefndu ævintýri H.C. Andersens.

Klaufalegur Hans klaufi

Spennandi vörur frá Spring Copenhagen eru meðal annars Hans klaufi, sem er hvort tveggja hitaplatti og leikfang. Rétt eins og Hans klaufi úr ævintýri Hans Christian Andersen er Hans klaufalegur en afar sjarmerandi. Hans klaufi er gerður úr pörtum sem má færa til og raða saman og snúa í ýmsar áttir svo skapa má úr honum margar mismunandi útfærslur.

Sparihundurinn er með augu á stærð við undirskálar.

Sparihundurinn – nýr besti vinur þinn

Spring Copenhagen kynnir einnig spennandi nýjung, Sparihundinn. Um er að ræða sparibauk í formi hunds sem er innblásin af sögunni Eldfærunum eftir Hans Christian Andersen. Sparihundurinn er tilvalin skírnar- eða afmælisgjöf, sem fyrsti sparibaukur barnsins og síðar sem fallegt stofustáss.

Viðurinn er mikið notaður í hönnun Spring Copenhagen.

Náttúruleg efni

Spring Copenhagen vörurnar eru flestar handgerðar úr náttúrulegu birki eða eik sem tekur á sig fallega áferð með tímanum. Vörurnar eru hannaðar með lífstíðareign í huga og endast lengi, sé vel hugsað um viðinn.

 

Spring Copenhagen vörurnar fást í Kúnígúnd og allt úrvalið má skoða á kunigund.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Kynning
21.05.2020

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu
Kynning
20.05.2020

Skapaðu þitt eigið listaverk með Föndurlist

Skapaðu þitt eigið listaverk með Föndurlist
Kynning
20.04.2020

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið
Kynning
09.04.2020

Ný alþjóðleg deild Kvikmyndaskóla Íslands í haust

Ný alþjóðleg deild Kvikmyndaskóla Íslands í haust
Kynning
20.03.2020

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum
Kynning
20.03.2020

Sterkara ónæmiskerfi með hollum og næringarríkum, heimsendum mat frá Preppup

Sterkara ónæmiskerfi með hollum og næringarríkum, heimsendum mat frá Preppup
Kynning
16.03.2020

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna
Kynning
15.03.2020

Garðaþjónusta Íslands: Rótgróið garðaþjónustufyrirtæki í Garðabænum

Garðaþjónusta Íslands: Rótgróið garðaþjónustufyrirtæki í Garðabænum