fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Hágæða raftæki á frábæru verði í fermingargjöf: Öflugasti sími í heimi væntanlegur í vefverslun Tunglskin.is á einstöku verði

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 28. febrúar 2020 12:00

Harpa Dögg Magnússdóttir og Victor Manuel Carreira Lagoa. Mynd: Eyþór Árnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau Harpa Dögg Magnússdóttir og Victor Manuel Carreira Lagoa opnuðu vefverslunina Tunglskin í nóvember síðastliðinn og viðtökurnar hafa farið fram úr þeirra björtustu tunglskinsvonum. „Við seljum nær eingöngu vörur frá raftækjaframleiðandanum Xiaomi, eða Mi eins og merkið er betur þekkt sem. Merkið er heimsþekkt fyrir framleiðslu á hágæða raftækjum á enn betra verði,“ segir Harpa.

 

„Maðurinn minn, Victor, er hugmyndasmiðurinn og heilinn bak við Tunglskin og starfsemi okkar. Hann vinnur við þetta dag og nótt og ég aðstoða hann við praktíska hluti. Hann starfaði m.a. á Spáni við innflutning á raftækjum og öðrum vörum. Þar kynntist hann meðal annars vörunum frá Xiaomi sem er enn tiltölulega óþekkt vörumerki á Íslandi miðað við erlendis. Á Íslandi sá Victor möguleikann á að geta flutt inn og boðið upp á Xiaomi-vörurnar á verði sem hefur vart sést á íslenskum raftækjamarkaði. Hugmyndafræði Xiaomi er Gæðavörur á góðu verði og til þess að heiðra einkunnarorð þeirra gætum við þess að halda álagningu alveg í lágmarki. Það skilar sér einfaldlega í því að hvergi á Íslandi getur þú fengið hágæða raftæki á jafngóðu verði og hjá okkur.“

 

Besti sími heims 100.000 kr. ódýrari en næstu þrír á topplistanum

„Hugmyndafræði Xiaomi sést hvað best í því að nýjasti snjallsíminn frá þeim, Mi 10 Pro, fær toppeinkunn fyrir myndavél, upptökubúnað og hljóð á DXO Mark, sem er vefsíða sem gerir samanburð á snjallsímum og myndavélum.

Xiaomi er því að bjóða upp á öflugasta símann á markaðnum í dag og ekki nóg með það, heldur er hann hátt í 100.000 krónum ódýrari en sambærilegir símar, sem eru þó sumir ekki í jafnmiklum gæðum. Að sjálfsögðu ætlum við að selja Mi 10 Pro og erum að bíða eftir fyrstu sendingunni. Það er um að gera að fylgjast með okkur á Facebook því við látum vita þar hvenær von er á nýjum vörum. Þess má geta að við erum nú þegar með Mi Note 10 Pro til sölu hjá okkur, en sá sími er í fjórða sæti á DXO Mark-listanum og er ein af vinsælustu vörunum okkar í dag.“

Fermingar- og útskriftargjafir

Nú eru fermingar og útskriftir á næsta leiti og Tunglskin er með frábærar gjafir handa bæði fermingarbörnum og útskriftarnemum. Nýlega opnaði Tunglskin sýningarrými að Skútuvogi 11 þar sem fólk getur komið að skoða og prófað Xiaomi-vörurnar. „Þá má prófa t.d. símana, rafhlaupahjólin og flest það sem er í boði á síðunni. Þetta hefur komið sér vel fyrir marga af okkar viðskipavinum.“

Mi Note 10 Pro-snjallsíminn frá Xiaomi er ótrúlega fjölhæfur og einstakur sími sem hefur 5 myndavélar á bakhlið, hvern með sína einstöku eiginleika. Síminn er einnig frábær í sjálfumyndatökur. Þessi klikkar ekki í fermingarpakkann eða í útskriftargjöf.

81.990 kr.


Heimabíó sem vegur ekki nema 1,3 kíló!

Mi Smart Projector Mini er einstakur og fallegur skjávarpi sem varpar allt að 200 tomma mynd. Þessi er afar fyrirferðarlítill, nettur og léttur. MIUI TV gefur að auki endalausa möguleika á því að horfa á allt það myndefni sem í boði er í gegnum vefsíður og snjallforrit.

69.990 kr.

Xiaomi M365-rafhlaupahjólið vegur ekki nema 12,5 kíló og er framleitt úr aircraft-grade flugvélaáli. Hjólið er samanbrjótanlegt og inniheldur öflugan 250W rafmagnsmótor sem tekur aðeins 5,5 klukkustundir að hlaða. Úrval aukahluta eins og flottir hjálmar, öryggislásar, sæti, símahaldarar og fleira. Einnig hægt uppfæra hlaupahjólið með innbyggðu mælaborði til að sjá hraða, rafhlöðuhleðslu, lengd ferða, o.fl. Tunglskin er  í samstarfi við OSS sem er eina sérhæfða viðgerðarþjónustan á Íslandi fyrir rafhlaupahjól og rafhjól frá Xiaomi.

47.990 kr.

Mi AirDots Pro 2 þráðlausu heyrnartólin eru ótrúlega létt og nett. Nýstárleg tækni gefur tæran hljóm með HD gæðum og AAC codec. Einfalt að tengja við síma eða tölvu við fyrstu notkun, og eftir það tengjast þau sjálfkrafa þegar kveikt er á þeim. Minnkun umhverfishljóða er í fyrirrúmi sem skiptir miklu máli þegar um þráðlaus heyrnartól er að ræða.

10.990 kr.

Mi Smart Band 4 er nett, fallegt og vatnshelt snjallúr með fullt af nytsamlegum og skemmtilegum möguleikum. Hægt að tengja við Mi Fit Appið þar sem má fylgjast með og greina alla þá hreyfingu sem þú ert að stunda. Einnig hægt að tengja við símann, símtöl, skilaboð, tónlist o.fl. Úrið er með litaskjá og sterku gleri, kemur í svörtu en hægt er að kaupa aukaólar í nokkrum litum.

5.490 kr.

 

Skoðaðu úrvalið á tunglskin.is eða komdu í heimsókn í sýningarrýmið að Skútuvogi 11.

Facebook: Tunglskin

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum