fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Kynning

Guðdómlegar vörur fyrir húð og andlega heilsu

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 20. nóvember 2020 16:00

Aromatica jólapakkinn andlithreinsi, tóner, serum, andlitskrem og augnkrem.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húðin er stærsta líffæri líkamans og við þurfum að huga að henni líkt og öllum öðrum líffærum. Umhverfisvænar og góðar húðvörur frá SANA eru því ein hugulsamasta jólagjöf sem hugsast getur.

Þegar kóvidkvíði og vetrarkuldi sækir að með tilheyrandi þurrkablettum og húðvandamálum er gott að leita á náðir góðra krema til að endurnæra húðina og veita raka. Það er ómetanleg tilfinning að líða vel í húðinni og góðar húðvörur með fyrsta flokks virkum innihaldsefnum skila sér í heilnæmari húð og ekki síður heilbrigðari sál.

Íslenska vefverslunin SANA – umhverfisvænar vörur er nýleg netverslun sem sérhæfir sig í húð- og hárvörum frá frá flottum asískum merkjum frá Japan og Suður-Kóreu. Það hefur varla farið fram hjá neinum sem fylgist með húðumhirðuiðnaðinum að vörur frá þessum menningarsvæðum vekja gríðarlega athygli. Því einmitt á þessu svæði er aldagömul hefð fyrir víðtækri húðumhirðu sem byggir bæði á nýjum uppfinningum og margreyndum fornum austurlenskum aðferðum. Á skömmum tíma hefur SANA borist fjöldi jákvæðra umsagna frá viðskiptavinum. Margir þekkja vörurnar eftir að hafa búið erlendis og eru ánægðir að komast í þær hér og aðrir eru fyrst að kynnast þessum frábæru vörum núna.

Heilandi fyrir huga og húð

Merkin sem eru í boði hjá SANA heita AROMATICA, SIORIS, COKON LAB og RUHAKU. Húðvörurnar frá SANA eru hágæða húðvörur. Öll innihaldsefni, allt ferli og umbúðir eru eins náttúrulegar, hreinar og umhverfisvænar og hægt er. Vörurnar frá SANA henta öllum kynjum og er hægt að finna vörur sem henta öllum húðgerðum, hvort heldur er þurri, feitri, viðkvæmri, blandaðri, ungri sem aldinni húð.

Geggjaðir jólapakkar á afslætti

Sana vefverslun, www.sana.is, ætlar að gefa 15% afslátt af öllum fjórum jólapökkunum inni á vefsíðu SANA ef notaður er afsláttarkóðinn: Sana.

SIORIS jólapakki með andlitshreinsi, serumi, dagkremi, næturkremi, rakaspreyi og ampoule.

SIORIS jólapakkinn inniheldur andlitshreinsi, serum, dagkrem, næturkrem, rakasprey og ampoule. Einföld hönnun og hrein innihaldsefni sem henta viðkvæmum húðgerðum. Einkennandi fersk sítruslykt vekur skynfærin á dimmum vetrarmorgnum.

  • Cleanse Me Softly Milk andlitshreinsir: Mildur og góður og hentar öllum húðgerðum.
  • Bring the Light serum: Mjög endurnærandi og tilvalið fyrir þreytta húð. Þetta ofur-serum er algjör næringabomba.
  • Stay With Me dagkrem: Djúpnærandi og róandi rakakrem. Gott fyrir allar húðgerðir en sérstaklega þurra og viðkvæma húð.
  • You Look So Young næturkremið: endurstillir og endurnærir húðina. Kremið inniheldur tamanu-olíu og hjálpa innihaldsefni kremsins við að styrkja húðina, auka framleiðslu á kollageni, rétta af litarefni og jafna húðlit.
  • Time Is Running Out rakasprey: Olíu-rakasprey sem virkar sem andlitsvatn. Nærandi uppskrift vörunnar samanstendur af 78% lífrænu rakagefandi ávaxtavatni.
  • A Calming Day ampúlan: Tilvalin fyrir viðkvæma húð. Bólgueyðandi omijaávaxta extrakt og bólgueyðandi Calendula- og Centella Asiatica þykkni (5%) sem er stútfullt af andoxunarefni. Varan er gerð til að róa húðina.
RUHUKU jólapakki með andlitshreinsiolíu, andlitsolíu og dagkremi.

RUHAKU jólapakkinn inniheldur andlitshreinsiolíu, andlitsolíu og dagkrem. Ruhaku býr að framúrskarandi náttúrulegum efnum frá japönsku eyjunni Okinawa. Vörurnar innihalda virk efni eins og retinol sem er algert undraefni fyrir þreytta húð. Ilmkjarnaolíur úr gettou-laufi og jarðbundinn ilmur hefur róandi og heilandi áhrif á hugann.

  • Andlitshreinsiolía: Náttúruleg uppspretta AHA úr fimm extröktum gerir húðina geislandi og silkimjúka.
  • Andlitsolía: Rík af E-vítamíni og arganolíu. Kemur í veg fyrir oxun húðarinnar.
  • Andlitskremið: Róar húð og huga með tveimur ilmum. Andoxunaráhrif gettaulaufsins stuðla að heilbrigðri húð.
Í COKON LAB jólapakkanum er hand- og líkamssápu og líkamskrem.

COKON LAB jólapakkinn inniheldur hand- og líkamssápu og líkamskrem. Chokon Lab leggur einnig áherslu á að nota hrein og flott innihaldsefni sem henta viðkvæmri húð. Framleiðendur gefa mýktinni sérstakan gaum en vörurnar eru unnar úr silki. Þá er ilmurinn afar heilandi og róandi.

  • Sápa og líkamskrem: Koma í tveimur ilmum. Annar er léttur og sætur ilmur ávaxtatrjáa og heitir Woody Citrus. Hinn er unninn úr náttúrulegum ilmkjarnaolíum og gefur hugarró með ferskum ilmi og kallast Floral Woody Nat. Blanc Plume og Reve Blanc. 480 ml.

AROMATICA jólapakkinn Inniheldur andlitshreinsi, tóner, serum, andlitskrem og augnkrem. Aromatica er þekkt fyrir hreint framleiðsluferli og framúrskarandi innhaldsefni sem henta viðkvæmri húð. Heilandi fyrir huga og húð með heillandi ilm.

  • Reviving Rose Infusion: Rjómakenndur andlitshreinsir er rakagefandi og hreinsar án þess að þurrka húðina. Rósavatn, damask, aloe og marigold næra húðina og vernda.
  • Reviving Rose Infusion Treatment tóner: Alkóhólfrítt andlitsvatn fyrir viðkvæma húð. 99% náttúrulegt og hefur tvöfalda virkni til að læsa rakann inni í húðinni. 200 ml.
  • Rose Infusion serum: Unnið úr blöndu af lífrænu rósavatni og rósar-ilmkjarnaolíu. Mjög rakagefandi og vinnur að þéttingu og raka húðarinnar.
  • Reviving Rose Infusion andlitsrakakrem: Ríkt af andoxunarefnum eins og rósar-ilmkjarnaolíu og djúpnærir húðina. Stuðlar að náttúrulegri mýkt og hjálpar til við að lyfta og slétta andlitslínur. 50 ml.
  • Rose Absolute augnkrem: Lýsir upp dökka bletti. Lífrænt shea-smjör gefur viðkvæmri húð raka og kemur í veg fyrir fínar línur. 20g.jólapakkinn Inniheldur andlitshreinsi, tóner, serum, andlitskrem og augnkrem. Aromatica er þekkt fyrir hreint framleiðsluferli og framúrskarandi innhaldsefni sem henta viðkvæmri húð. Heilandi fyrir huga og húð með heillandi ilm.

Umhverfisvænar, hreinar og náttúrulegar vörur

Öll merkin státa sig af hreinu og umhverfisvænu framleiðsluferli þar sem sóun er haldið í lágmarki. Innihaldsefni eru valin af kostgæfni og eru flestar vörurnar gæðavottaðar af EWG. Einnig eru flestar vörurnar vegan og COSMO/ECOCERT vottaðar sem kemur í veg fyrir notkun nanóefna, ásamt notkun á erfðabreyttum lífverum, gammageisla og röntgengeislað innihaldsefni, svo og prófanir á dýrum. Þá eru flestar vörurnar einnig lífrænt vottaðar.

Svo skemmir ekki fyrir hvað þær koma í fallegum umbúðum og kjósa margir að hafa þær til sýnis á baðherberginu í stað þess að fela þær inni í skáp. Pakkningarnar eru umhverfisvænar, 100% endurvinnanlegar og koma vörurnar í gleri, eða umbúðum PP, PET plastumbúðum.

Ný og spennandi vörumerki sem standast kröfur SANA munu bætast við fljótlega í vefverslunina sana.is og áhugasamir eru hvattir til þess að fylgjast með SANA á Instagram: Sana_vefverslun og á Facebook: SANA vefverslun. Nánari upplýsingar á www.sana.is

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7