fbpx
Laugardagur 24.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Kynning

Caruso: Himneskt sjávarréttarisottó og nýr hádegisseðill

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 9. júní 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingastaðurinn Caruso hefur fyrir löngu sannað sig sem einn ástsælasti veitingastaður Reykvíkinga. Notalegt andrúmsloft, ljúffengir drykkir, góð stemning og síðast en ekki síst, alltaf góður matur. Caruso hefur verið rekinn af hjónunum José Garcia og Þrúði Sjöfn Sigurðardóttur í tuttugu ár og hafa þau ætíð lagt mikið upp úr góðu og fersku hráefni og ljúffengum mat með Miðjarðarhafsívafi.

Sögufrægur veitingastaður í sögufrægum húsum

„Caruso við Austurstræti er staðsettur í sögufrægu húsi í Austurstræti 22. Húsið var upphaflega reist úr innfluttum norskum við yfir stiftamtmann í kringum 1800 og hýsti síðar landsyfirrétt. Einnig var húsið miðpunktur atburðarrásarinnar sumarið 1809 þegar ævintýramaðurinn Jörundur Hundadagakonungur tók hér völdin. Skemmtistaðurinn Pravda var þar svo til húsa þegar húsið brann árið 2007. Húsið var endurbyggt í upprunalegri mynd og farið var eftir stokkaleifum sem varðveittust, efnið var höggvið til á sama hátt, samsetningar voru gerðar eins og húsamosi tíndur á heiðum og settur til þéttingar milli stokkanna, skarsúðin var sett upp að nýju handhefluð og er sýnileg að innan. Eldstæðið var að sama skapi endurgert, en tilfinningin í þessu nýja gamla húsi er ólík öðru sem við höfum kynnst.

Einnig er Caruso við höfnina staðsett í sögufrægu húsi við Ægisgarð 2, en um er að ræða gamalt saltfiskvinnsluhús að nafni Sólfell. Það var upphaflega reist á Kirkjusandi árið 1921 af Th. Thorsteinssyni fiskverkanda. Það var þá stærsta og á sinn hátt tæknivæddasta salthúsið í Reykjavík,“ segir Þrúður.

 

Komdu út að borða

Báðir veitingastaðir Caruso eru með heillandi útisvæði. „Hjá Caruso við höfnina er höfnin svo að segja í bakgarðinum. Þegar veður leyfir er dásamlegt að sitja úti og horfa yfir höfnina og njóta matar og drykkjar. Stemningin er skemmtilega alþjóðleg þegar ferðamenn og Íslendingar hittast saman úti að borða. Einnig er notalegur bakgarður hjá Caruso í Austurstræti þar sem margir byrja með fordrykk þegar veður er gott. Öll föstudags- og laugardagskvöld eru svo tileinkuð honum Símoni Ívarsyni, klassískum gítarleikara sem myndar alveg hreint einstaka stemningu hjá okkur á Caruso í Austurstræti.“

Lambakóróna.

Himneskt sjávarréttarisottó

Caruso býður upp á stóran og fjölbreyttan matseðil þar sem allir ættu að finna
sinn uppáhaldsrétt. „Lambakórónan er alltaf vinsæl og einnig fiskurinn og svo hefur sjávarréttarisottóið okkar heldur betur slegið í gegn, enda er það algerlega himneskt. Svo erum við að taka inn nýja hádegisseðla á næstunni og erum spennt fyrir að sýna hann viðskiptavinum okkar,“ segir Þrúður.

Sjávarréttarisotto.

Caruso, Austurstræti 22, 101 Reykjavík
Sími: 562-7335
Tölvupóstur: caruso@caruso.is

Caruso Harbor, Ægisgarði 2, 101 Reykjavík
Sími: 512-8181
Tölvupóstur: carusoharbor@caruso.is
Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu staðarins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 dögum

Ræstingar.is: Alhliða þjónusta á ræstingum og garðaumsjón fyrir húsfélög

Ræstingar.is: Alhliða þjónusta á ræstingum og garðaumsjón fyrir húsfélög
Kynning
Fyrir 3 dögum

Góð lýsing er lykillinn að fallegu heimili

Góð lýsing er lykillinn að fallegu heimili
Kynning
Fyrir 1 viku

Nutrilenk Gold: Stunda fjallgöngur og hjóla án verkja

Nutrilenk Gold: Stunda fjallgöngur og hjóla án verkja
Kynning
Fyrir 1 viku

Jógakennaranám í fyrsta skipti á Suðurnesjum

Jógakennaranám í fyrsta skipti á Suðurnesjum
Kynning
Fyrir 3 vikum

Vallarbraut: Öflugar gæðavörur fyrir landbúnaðinn

Vallarbraut: Öflugar gæðavörur fyrir landbúnaðinn
Bleikt
Fyrir 3 vikum

Krúttlegar kisulórur: Sjáðu myndirnar

Krúttlegar kisulórur: Sjáðu myndirnar