fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Kynning

Græna tunnan: Endurvinnsla framtíðarinnar

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 8. apríl 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur aldrei verið jafn auðvelt og skemmtilegt að endurvinna! Það er ekkert skemmtilegt við það að fara út með ruslið fjórum sinnum á dag af því það er troðfullt af plasti, pappír og plássfrekum áldósum. Lausnin er í sjónmáli.

Græna tunnan er fyrir pappa, pappír, plastumbúðir og litla málmhluti.
– Muna að skola plastumbúðir og niðursuðudósir vel!

Öll heimili og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og í kringum starfsstöðvar okkar um landið geta pantað Grænu tunnu Íslenska Gámafélagsins. Græna tunnan er hluti af „þriggja tunnu kerfinu“ en sú lausn hefur reynst afar vel, bæði fyrir sveitafélög og fyrirtæki.

Árið 2008 var þetta flokkunarkerfi innleitt í Stykkishólmi og með því varð það fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að taka ákvörðun um að allir íbúar ættu að flokka heimilissorp. Síðan þá hafa fjölmörg sveitarfélög bæst í hópinn og þannig náð að uppfylla kröfur sem gerðar eru til sveitarfélaga um að minnka urðun á sorpi.

 

Þriggja tunnu kerfið samanstendur af:

  • Grænni tunnu þar sem má setja allan pappír, bylgjupappa, plastumbúðir og minni málmhluti s.s. niðursuðudósir, málmlok o.fl.
  • Brúnni tunnu sem tekur við öllu lífrænum eldhúsúrgangi
  • Grárri tunnu sem tekur við óendurvinnanlegu sorpi.

 

Þetta er ótrúlega einfalt. Til að einfalda flokkunina má setja allt endurvinnsluefnið beint í Grænu tunnuna, þ.e. ekki þarf að setja allt í poka. Við sjáum svo um að flokka í viðeigandi endurvinnslugáma. Í grænu tunnuna mega fara:

  • Dagblöð og tímarit
  • Kvittanir
  • Bylgjupappi, td. pizzakassar
  • Skrifstofupappír og umslög
  • Umbúðir úr sléttum pappa, td. morgunkornskassar og fernur
  • Plastumbúðir, td. plastbakkar, skyrdollur og plastpokar
  • Plastfilma
  • Niðursuðudósir
  • Álpappír
  • Krukkulok
  • Kaffimál
  • Jólagjafapappír

Mikilvægt er að allt endurvinnsluhráefnið sem fer í Grænu tunnuna sé hreint og laust við matar- og efnaleifar.

Hvaða stærð viltu?

Hægt er að fá ýmsar stærðir af tunnum; 240 ltr er þessi hefðbundna stærð á ruslatunnum sem flestir þekkja. Einnig er hægt að fá stærri gerðir; 660 ltr og 1100 ltr kör en þær stærðir passa betur fyrir fyrirtæki og stærri húsfélög. Tunnan er losuð eftir þörfum hvers og eins en ef miðað er við eina losun í mánuði á 240 ltr tunnunni fyrir einstaklinga kostar það um 1400 kr. á mánuði.

 

Er Græna tunnan eitthvað fyrir þig?

Hafðu samband í síma 577-5757 eða pantaðu hana á www.igf.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EM: Noregur vann Sviss
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7