fbpx
Þriðjudagur 22.september 2020
Kynning

Unaðslegar jólagjafir frá Scarlet

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 4. desember 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru allir að tala um Scarlet, nýju vefverslunina sem fór í loftið þann 1. júní síðastliðinn. Scarlet er alger sérfræðingur þegar kemur að hjálpartækjum ástarlífsins og með hennar hjálp getið þið líka haldið ótrauð áfram á slóðir unaðarins.

 

Unaður fyrir alla – konur og kalla

Því verður seint neitað að kynlíf og allt sem tengist því er stórskemmtilegt fyrir einstaklinga, pör eða jafnvel fleiri, hvort sem er með eða án hjálpartækja. En það er líka æskilegt að allir aðilar upplifi sama unað og fullnægingu í kynlífinu. Rannsóknir sýna fram á að stór hluti kvenna eiga erfitt með að fá fullnægingu í kynlífi án hjálpartækja og hjá Scarlet geta allir fundið kynlífstæki sem henta fyrir sínar þarfir og svo miklu meira en það.

 

Bara það besta

Það er til gríðarlegt úrval af kynlífstækjum á markaðnum og Scarlet vill einblína á að bjóða viðskiptavinum sínum upp á falleg og vönduð hágæða tæki á breiðu verðbili sem virka frábærlega, fyrir alla þá sem langar að kynna sér unaðsheim hjálpartækja ástarlífsins. Þá erum við með trausta aðila, einstaklinga sem og pör, gagnkynhneigð og hinsegin, víða um land, sem prófa kynlífstækin áður en þau fara í sölu á vefsíðunni. Við treystum þeim fullkomlega til þess að bera skynbragð á gæði tækjanna. Það hefur nefnilega komið fyrir að við fáum send til okkar tæki sem virka alls ekki vel, og þá höfum við vit á að setja þau ekki í sölu. Við viljum eingöngu bjóða viðskiptavinum okkar upp á unaðstæki sem virka óaðfinnanlega og endast.

 

Unaðsleikur Scarlet

Scarlet ætlar að vera með sitt eigið jóladagatal í desember. Um er að ræða samélagsmiðlaleik á Facebook og Instagram og er heildarverðmæti vinninga um 850.000 kr. Við drögum út vinning á hverjum degi og stærsti vinningurinn, að verðmæti 100.000 kr, verður dreginn út á aðfangadag. Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt í leiknum er að

~Elta Scarlet.is á Facebook OG á Instagram
~Setja like við myndirnar (1-24. des)
~Deila
~Tagga vinkonu/vin. Taggaðu eins oft og eins marga og þú vilt – Líkurnar á vinningi aukast við hverja töggun. Þú gætir átt von á 100.000 kr. unaðsvinningi á aðfangadag!

 

Veittu elskunni þinni unað í jólagjöf!

Scarlet mælir með nokkrum skemmtilegum kynlífstækjum sem eru frábær í jólapakkann handa þér og þínum.

Sogtækin eru sívinsæl gjöf fyrir hana. Scarlet er með nokkrar mismunandi týpur sem hún veit að munu veita konunni í þínu lífi guðdómlegan unað.

Cosmopolitan Luminous Rabbit er kraftmikill titrari með tvískiptum mótor sem örvar bæði sníp og G-blettinn. Þessi er frábær bæði fyrir hana eina eða fyrir par að nota saman.

Múffurnar eru alltaf vinsælar handa karlinum og Scarlet veit upp á hár hvaða múffur eru bestar.

Je Joue – Mio Typpahringurinn veitir sterkari, lengri og öflugri fullnægingar fyrir báða aðila. Hringurinn heldur honum lengur í leiknum og gefur henni þar að auki ytri örvun á meðan á leiknum stendur.

Vinsælasta paratækið hjá Scarlet er fyrir bæði einstaklinga sem og gagnkynhneigð eða hinsegin pör. Þessi nýja vara frá Satisfyer kallast Multifun 3 og er þessi elskhugi líklega sá allra fjölhæfasti á markaðnum. Á umbúðunum má sjá 33 mismunandi leiðir til þess að nota tækið, en fyrir einstaklinga eða pör með frjótt ímyndunarafl eru möguleikarnir óseðjandi.

Scarlet.is

Frá Cosmopolitan kemur svo hið goðsagnakennda unaðstæki, Bendable Love, fyrir pörin. Það eru ekki allir með jafnstór, jafnbogin eða jafnlöng leggöng og því hefur Cosmopolitan hannað þetta einstaka beygjanlega unaðstæki, sem passar fullkomlega fyrir þá sem notar það. Einnig má leika sér með að breyta sveigjunni fyrir aukna fjölbreytni.

Stórskemmtileg kynlífsspil fyrir ástarlífið eða vinkonuhópinn

Luck and Love er svo miklu meira en bara Yatzee en hentar alveg jafnvel í rómantíska sumarbústaðsferð fyrir pör af öllum kynhneigðum. Sex Roulette er tilvalið líka í forleikinn til þess að æsa upp báða aðila.

Er Sexpert í þínum vinahóp? Spurningaspil um kynlíf. Frábær viðbót í sumarbústaðaferð vinkonuhópsins. Og hver veit nema þú munir læra eitthvað nýtt sem mun koma sér vel í svefnherberginu?

Cosmo rýkur út á heimakynningum

Scarlet er umboðsaðili fyrir Cosmopolitan kynlífstækin sem koma frá sömu aðilum og gefa út Cosmopolitan lífstílsblaðið. Þessi tæki eru hreint út sagt 120% hágæða tæki, enda fer ekkert frá markaðsteyminu þeirra nema það hafi staðist allar prófanir og meira en það. Scarlet býður upp á heimakynningar sem eru tilvaldar í saumaklúbbinn, vinkonuhittinginn, gæsa- og steggjapartý eða hvar sem er. Þá erum við bæði staðsett í Reykjavík og á Akureyri. Því bjóðum við uppá heimakynningar á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni sem og á Akureyri og nágrenni. Í heimakynningunum er áberandi hvað fólk er ánægt með tækin frá Cosmopolitan enda kemur það strax í ljós hversu frábærar þessar vörur eru og einstakar.

 

Jólapakkarnir á afslætti! Hermína, Melkorka, Baldvin og Kormákur

Við verðum með litlu og stóru jólapakkana fyrir hana, hann og pörin á 20% afslætti út desember. Þessir eru tilvaldir í jólagjafir, hvort sem er handa henni eða honum eða ef maður vill deila með sér. Allar vörurnar í pakkanum koma í upprunalegum pakkningum og henta því fullkomlega í jólagjafir.

Skoðaðu úrvalið á scarlet.is

email: scarlet@scarlet.is
sími: 774-8008

Facebook: Scarlet

Instagram: @is.scarlet.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Kynning
12.08.2020

Útsalan í Tölvulistanum er í fullum gangi

Útsalan í Tölvulistanum er í fullum gangi
Kynning
11.08.2020

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi
Kynning
14.07.2020

Brot af því besta á útsölu Byggt og búið: Allt að 75% afsláttur

Brot af því besta á útsölu Byggt og búið: Allt að 75% afsláttur
Kynning
10.07.2020

Glæsilegar nýjar útsýnisíbúðir í sölu við Hafnarbraut 13-15 á Kársnesi

Glæsilegar nýjar útsýnisíbúðir í sölu við Hafnarbraut 13-15 á Kársnesi
Kynning
23.05.2020

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið
Kynning
22.05.2020

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn