fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Kynning

Eitt bréf á dag – einfaldara getur það ekki verið!

Kynning
Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. september 2022 11:40

Íris Gunnardsóttirog dóttir hennar Díana Íris Guðmundsdóttir segja hentugleika vera lykilatriði þegar kemur að inntöku bætiefna. DV/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haustlægðirnar boða nýtt tímabil eftir sumarið og þá hrúgast bætiefnin í matarkörfurnar hjá mörgum. En það er eitt að kaupa bætiefni og annað að muna að taka þau inn. Númer eitt bætiefnaboxin eru einföld og þægileg lausn á þessu algenga vandamáli.

Bætiefnaboxin frá númer eitt eru kærkomin viðbót við bætiefnaflóruna hér á landi fyrir alla sem kunna að meta einfaldleika og þægindi. Bætiefnaboxin eru sex talsins og henta fólki með ólíkar þarfir. „Hvert box inniheldur 30 dagsskammta í handhægum umbúðum, innihaldið er sérvalið og samanstendur af bætiefnablöndu fyrir fólk með ólíkar þarfir. Nöfn bætiefnaboxanna gefa til kynna hvaða heilsufarsþætti einstaklingar kunna að glíma við og vilja bæta. Fimm hylki og töflur í einu bréfi fyrir hvern dag. Hver dagsskammtur inniheldur sérvaldar jurtir, vítamín, steinefni, fitusýrur, Q10 eða góðgerla. Samsetning bætiefnanna í hverjum dagsskammti eru valin með samvirkni í huga og hafa því ekki neikvæð áhrif á virkni hvors annars. Í staðinn stuðla þau að hámarksupptöku og nýtingu,“ segir Íris Gunnarsdóttir.

Einfaldleiki minnkar sóun

Írisi hefur alla tíð verið umhugað um inntöku á bætiefnum sér til heilsubótar. Hún hefur starfað við geirann um nokkurt skeið, bæði sem innkaupastjóri bætiefna hjá Heilsuhúsinu og sem markaðsstjóri Lyfju. „Það sem skiptir allra mestu máli þegar kemur að notkun bætiefna er að koma koma inntöku þeirra inn í rútínuna. Það getur reynst flókið ef fólk þarf að muna að kaupa inn margar tegundir og opna fjölda pilluboxa á hverjum degi. Enn fremur eru líklega til pillubox uppi í skáp hjá mörgum og enginn man hvaða áhrif þau áttu að hafa,“ segir Íris.

Díana Íris Guðmundsdóttir, dóttir Írisar, segir að Númer eitt bætiefnaboxin leysi þennan vanda á snjallan hátt með því að hópa hylkin og töflurnar saman í eitt bréf sem er opnað á hverjum degi. „Það er enginn vandi að muna eftir einu bréfi á hverjum degi. Hvert bætiefnabréf er svo líka sérsniðið fyrir hvern og einn notanda sem eykur líkurnar á að bætiefnin hafi þau áhrif sem fólk leitast eftir. Ef áhrifin eru til staðar er enn ólíklegra að fólk gleymi að taka bætiefnin inn. Með númer eitt þarft þú því aldrei að horfa á eftir stútfullu og útrunnu pilluglasi í ruslið,“ segir Díana.

Vörn eflir varnir, jafnvægi og orku

Nú er haustið rétt handan við hornið og vitum öll hvað það þýðir. Flensutíðin er að hefjast með tilheyrandi nefrennsli, hóstaköstum, hausverkjum og almennri vanlíðan og veikindadögum. „Númer eitt bætiefnalínan býður upp á Vörn, einstaka bætiefnablöndu af D-, B- og C-vítamíni, sínki og sólhatti. Þessi blanda er sérsniðin fyrir þau sem vilja efla varnir líkamans, styrkja ónæmiskerfið fyrir árstíðartengd flensutímabil og hjálpar þeim sem eru undir álagi.

Þessi sérsniðna vítamín-, jurta- og steinefnablanda er einstaklega öflug og getur minnkað líkur á því að fólk taki allar pestir vetrarins. Þetta er ein af grunnblöndunum okkar sem hentar fyrir flesta. Þess má geta að öll bætiefnin í boxinu eru vegan þar sem D-vítamínið er upprunnið úr jurtaríkinu,“ segir Íris.

Hvert bréf er einn dagsskammtur og hann inniheldur 5 hylki og töflur:

  • 1x C vítamín á náttúrulegu formi (Food state)
  • 1x sínk á náttúrulegu formi (Food state)
  • 1x sólhattur (ekstrakt)
  • 1x B vítamín blanda með C vítamíni á náttúrulegu formi (Food state)
  • 1 x D3 vítamín úr jurtaríkinu

Kjarni stuðlar að orku, jafnvægi og viðhaldi

Kjarni er líka ein af grunnblöndunum okkar og hentar mjög stórum hópi fólks. Þetta er fjölvítamín- og steinefnablanda með aukaskammti af magnesíum, omega 3 úr villtum laxi og vinveittum meltingargerlum. Þetta eru allt bætiefni sem algengt er að fólk fái ekki nóg af úr fæðunni einni saman.

Kjarni er hugsaður fyrir einstaklinga sem eru að prófa fyrir sér í inntöku bætiefna. Kjarni er fullkomin viðbót fyrir þá sem vilja aukna orku og baktryggja sig með góðri samsetningu bætiefna sem hafa almennt góð áhrif á alla kroppa.“

Hvert bréf er einn dagsskammtur og hann inniheldur 5 hylki og töflur:

  • 1x fjölvítamín- og steinefnablöndu á náttúrulegu formi (Food state).
  • 1x laxaolía úr villtum laxi – Omega 3.
  • 1x magnesíum sítrat.
  • 1x vinveittir meltingargerlar með prebiotic trefjum.
  • 1x D3 vítamín úr jurtaríkinu.

Gæði, sjálfbærni og umhverfisvernd

„Við lögðum strax ríka áherslu á að gæðin yrðu ofar öllu. Því leituðum við til virtra framleiðenda í Danmörku. Þeir uppfylla alla nauðsynlega gæðastaðla og vottanir sem og allar okkar kröfur um gæði, framleiðsluhætti, umhverfisvernd og sjálfbærni,“ segir Íris. Díana bætir við að framleiðendur Númer eitt geri miklar kröfur til birgja sinna um hráefni og fullunnar vörur og verja miklu fjármagni í að tryggja það.

Hvert einasta innihaldsefni í bætiefnaboxunum er valið af kostgæfni og næringarefnin eru fengin beint úr náttúrunni: úr jurtum, ávöxtum og grænmeti sem eru rík af þeim. Þannig stuðlum við að hámarksnýtingu og höldum okkur fjarri óþarfa aukefnum,“ segir hún.

„Allt hráefni í bætiefnaboxunum frá númer eitt er enn fremur framleitt á sjálfbæran hátt, bæði hvað varðar siðferði og umhverfi. Framleiðendur setja strangar reglur um ábyrga öflun hráefna, hvort sem er um söfnun villtra jurta að ræða eða ræktun þeirra,“ segir Íris.

„Við erum líka stolt að geta sagt að umbúðirnar eru að auki endurvinnanlegar, „Cradle to Cradle“, sem merkir að efnisnotkun, endurvinnsla og endurnýting er í algjörum forgrunni. Bætiefnaboxin eru endurvinnanleg og henta einnig í endurvinnslutunnu heimilisins með lífrænum úrgangi,“ segir Díana.

Öll bætiefnin koma saman í daglegu bréfi sem auðvelt er að muna eftir að taka á hverjum degi. Í hverju boxi eru 30 dagskammtar.

Hefur þú tekið bætiefnaprófið?

„Til að auðvelda einstaklingum val á bætiefnaboxi settum við saman bætiefnapróf sem tekur aðeins 2 – 3 mínútur að svara. Prófið felur í sér að einstaklingar svara nokkrum spurningum út frá líðan þeirra í dag. Tillögur að bætiefnaboxum sem hugsanlega myndu henta viðkomandi best, út frá svörum, birtast um leið og spurningunum hefur verið svarað.“ Upplýsingar og hentugt bætiefnapróf er að finna á vefsíðunni numereitt.is.

Sölustaðir eru Lyf og heilsa, Apótekarinn, Lyfja, Lyfjaver, Lyfjaval, Apótek Garðabæjar, Fræið Fjarðarkaup, Hagkaup, Heilsuhúsið, Heimkaup.

Glæsilegur gjafaleikur

Númer eitt og DV er með glæsilegan gjafaleik í boði. Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt er að skrá þig í pottinn hér að neðan. Dregið er úr vinningum mánudaginn 19. september. Þrír heppnir þátttakendur vinna tveggja mánaða skammt að eigin vali frá Númer eitt.

Skilmálar: Með því að taka þátt og senda inn gögn samþykkir þú notkun persónuupplýsinga. Skilyrði fyrir þátttöku er skráning með nafni og símanúmeri sem er einungis notaðar til þess að draga vinningshafa og verður eytt af leik loknum. Gefir þú upp netfang veitir þú Torg ehf leyfi til að senda þér tilkynningar um gjafaleiki auk annarra markpósta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum