fbpx
Föstudagur 02.desember 2022
Kynning

Kombucha, kaffi, kokteilar og kræsingar á Barr

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 13. september 2021 12:00

Kaffihúsið Barr í menningarhúsinu Hof á Akureyri er hinn fullkomni staður til að setjast niður, fá sér smá drykk og snarl, og halda svo á einhverja af þeim fjölmörgu góðu sýningum sem eru í boði í húsinu. Silja mælir sérstaklega með kombucha frá Kombucha Iceland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silja Björk Björnsdóttir rekur nýtt og glæsilegt kaffihús í menningarsetrinu Hofi á Akureyri. „Kaffihúsið heitir Barr og leggjum við áherslu á gæðakaffi, lífræn vín, náttúruvín, kokteila, kombucha og léttar veitingar. Það er gaman að geta boðið upp á íslensk hráefni úr nágrenninu en kaffið okkar er frá íslenskri kaffibrennslu og svo seljum við frískandi kombucha frá Kombucha Iceland,“ segir Silja Björk, rekstrarstjóri Barr kaffihúss.

Í Hofi hafa ýmsir veitingastaðir verið reknir en að sögn Silju var það hugmynd menningarfélagsins að breyta aðeins til í þetta sinn og hafa þar kaffihús og bar. „Barr opnaði í Hofi núna í júní og hefur sumarið gengið vonum framar. Veðrið á Akureyri hefur verið stórkostlegt í sumar og ég myndi segja að útsýnið hérna hjá okkur – yfir pollinn og inn Eyjafjörðinn, sé það besta á landinu. Hér hefur verið fullsetið alla sólardagana og fólk að gæða sér á dýrindis kaffi, lífrænum vínum og auðvitað geggjuðu kombucha,“ segir Silja.

Unir sér best í faðmi norðlenskra fjalla

Silja er fædd og uppalin á Akureyri bjó þar til 21 árs aldurs. „Þá flutti ég suður til að fara í háskóla og gera eitthvað nýtt,“ segir Silja sem hefur starfað sem þjónn, kaffibarþjónn og við síðustu ár samhliða því að ala upp barn. „Ég skrifaði bókina Vatnið, gríman og geltið og gaf hana út í fyrra. Bókin fjallar um reynslu mína af þunglyndi og sjálfsvígstilraun, en ég hef verið framarlega í baráttunni gegn fordómum í garð geðsjúkra á Íslandi. Þá nýtti ég tímann í atvinnuleysi heimsfaraldursins í fyrra og skrifaði Lífsbiblíuna með Öldu Karen vinkonu minni og urðum við metsöluhöfundar á svipstundu.

Eftir átta ár á mölinni sneri Silja aftur norður og opnaði kaffihúsið Barr. „Ég hef sjálf verið í veitinga- og þjónustugeiranum nánast alla mína starfsævi og tók því fagnandi eftir árs atvinnuleysi í heimsfaraldrinum að opna þetta glæsilega kaffihús í mínum heimabæ. Þá ákváðum við maðurinn minn að flytja til Akureyrar og einmitt, prófa eitthvað nýtt. Við alveg hreint elskum að vera hérna, nálægt fjölskyldunni minni og í faðmi fjallanna í Eyjafirðinum. Ekki skemmir svo fyrir að geta sest hérna út á fallega veröndina fyrir utan Barr með eitt ískalt kombucha frá Kombucha Iceland í hönd,“ segir Silja.

Spennandi mat- og drykkjaseðill í þróun

„Við erum alltaf að prófa okkur áfram með allskonar nýjungar á mat- og drykkjarseðlinum. Við bjóðum upp gæðakaffi og -te. Þá erum við í góðu og gjöfulu samstarfi við aðra veitingastaði og rekstraraðila hér í bænum og verslum við þá dýrindis súrdeigsbrauð, samlokur og kökur og konfekt. Við viljum gera norðlensku samstarfi hátt undir höfði.“

Silja hlakkar til að takast á við haustið sem vonandi ber með sér fjölbreytta starfsemi Menningarfélagsins. „Það er vonandi að við getum farið að opna húsið og starfsemi Menningarfélagsins alveg upp á gátt. Hof er þekkt fyrir að halda allskonar tónleika, leiksýningar og stærri viðburði og það er tilvalið að fólk mæti í drekkutíma á Barr í góðra vina hópi fyrir sýningar. Hér bjóðum við upp á dýrindis barsnakk, kaffi, náttúruvín og kombucha.“

Silja Björk býður upp á spennandi matar- og drykkjarseðil á kaffihúsinu Barr, sem gerir staðinn að áfangastað í sjálfu sér. Þá leggur hún mikið upp úr kombucha frá Kombucha Iceland.

Út fyrir kokteilakassann

Í allt sumar hafa þau hjá Barr verið í drykkjaþróun og segir Silja að ásamt kombucha hafi ítalskur Affogato með rjómaís frá Holtseli klárlega verið sumardrykkurinn síðasta sumar. „Ég vil meina að við séum með besta kaffið á Akureyri. Ég vann lengi hjá Te & Kaffi og vel þaðan baunirnar sem við notum. Lífið er einfaldlega of stutt fyrir vont kaffi. Núna erum við að plana hvað okkur langar að bjóða upp á í haust.“

Barr er með afar spennandi kokteilaseðil sem er í stöðugri þróun. Meðal annars er metnaður lagður í kaffikokteila. „Upphaflega lögðum við upp með að vera bara með sígilda kokteila, en upp á síðkastið er ég farin að hugsa aðeins út fyrir kassann. Erlendis er orðið vinsælt að leika sér með kombucha og áfengi saman í kokteilum. Þá hjálpar auðvitað að kombucha er kolsýrt og bragðbætt, þannig þetta er bara eins og að nota gos eða tónik í kokteila. Ég hef smakkað nokkrar skemmtilegar útfærslur af kombuchakokteilum eins og ginkokteil með basil og jarðarberja kombucha og rommkokteil með engifer kombucha.

Þegar kemur að því að hanna nýja kokteila er um að gera að vera bara óhrædd að prófa sig áfram og vinna með brögð sem vitað er að passi vel saman annarsstaðar. Það mætti halda að kokteilgerð sé æðislega flókin en þetta er bara spurning um hlutföll og uppskriftir eins og að elda. Kokteill þarf að innihalda áfengi, smá sætu og smá sýru svo bragðið sé í góðu jafnvægi og þá skemmir ekki fyrir að geta prófað sig áfram með gott kombucha.

Ávaxtabrögð eru auðvitað alltaf vinsælust í kokteila þannig ætli ég byrji ekki á krækiberja kombucha og góðum vodka. Kannski tökum við einhverjar tropical pælingu með melónu og myntubragðinu. Það er aldrei að vita en ég vil heldur ekki gefa upp of mikið, fólk verður bara að koma og smakka þegar þetta verður komið á seðil. Þá er náttúrulega geggjað að vera með svona gæðavöru frá Kombucha Iceland í höndunum sem hægt er að leika sér með. Það er aldrei að vita hvaða skemmtilegu nýjungar eru væntanlegar með haustinu.“

Kombucha Iceland slær í gegn hjá Barr

Silja Björk segir kombuchað frá Kombucha Iceland sérlega vinsælt á drykkjaseðlinum. „Við eigum nokkra fastagesti sem elska að koma í kombucha en ég hef líka verið dugleg að auglýsa kombuchað á samfélagsmiðlum Barr. Það er klárlega mikil vitundarvakning þegar kemur að kombucha drykkju og fólk er mjög forvitið um þennan dularfulla og dásamlega drykk.

Mér finnst við oft vera að fjarlægjast náttúrunni um of og erum mörg hver farin að reiða okkur á allskonar gerviefni, orkudrykki og sætuefni sem eru ekki endilega holl fyrir okkur. Kombucha er 100% náttúrulegur svaladrykkur sem er líka ótrúlega hollur og góður fyrir okkur.

Hér innanhúss á Barr eru nokkrir dyggir kombucha aðdáendur og þar á meðal ég og fannst mér nauðsynlegt að selja gæðakombucha á Barr. Þegar við vorum að velja kombucha kom ekkert annað en Kombucha Iceland til greina. Ekkert annað kombucha sem ég hef smakkað kemst með tærnar þar sem Kombucha Iceland er með hælana. Þetta er einfaldlega langbesta kombuchað á markaðnum að mínu mati. Það besta við kombuchað frá Kombucha Iceland er að það er íslensk framleiðsla og algerlega náttúrulegt.

Sjálf elska ég kombucha og drekk helst eina flösku á dag. Það er bæði gott fyrir magaflóruna mína og svo bragðast það vel. Góðgerlarnir gera maganum svo gott og mér finnst kombucha hjálpa til með meltingu og þynnku. Mér finnst kombucha líka frábær leið til að brjóta upp daginn ef mann langar ekki í áfengi eða dísætt gos. Þá finnst mér geggjað að splæsa í gott kombucha í stórt glas með klaka og líður þá eins og algjörri drottningu. Mig langar svo að fleiri fari að drekka kombucha og njóti góðs af.“

Hvernig kynntistu þessum dularfulla drykk?

„Fyrir þremur árum, þegar ég var ólétt af stráknum mínum var ég mikið að leita í andlega vitundarvakningu og heildræna heilun. Ég las mikið um gerjun og jákvæð heilsuáhrif frá plöntum, sveppum og fjallagösum. Í lestri mínum rakst ég meðal annars á kombucha. Mér fannst þetta svo áhugavert, einhver slímsveppur sem býr til einhvern töfradrykk – þetta varð ég að prófa, því mig langaði að sjá hvort kombucha myndi ekki hjálpa mér að líða betur.

Þarna smakkaði ég kombucha í fyrsta skipti og ég get sagt að drykkurinn hefur svo sannarlega hjálpað mér. Eftir fyrsta sopann varð ekki aftur snúið og nú er ég sjálf komin með krúttlegan slímsvepp í sérstaka brugggræju heima hjá mér og dásama kombucha við hvern sem nennir og nennir ekki að hlusta.

Þegar ég er ekki að drekka mitt eigið kombucha þá er Glóaldin kombucha frá Kombucha Iceland í algeru uppáhaldi. Ég er örugglega búin að drekka hundrað lítra af því. Ég er líka mjög hrifin af Engiferbragðinu og svo kom Palo Santo bragðið mér mikið á óvart. Ég nota mikið Palo Santo reykelsi heima við og í rútínunni minni, svo ég var mjög spennt að prófa það og varð ekki fyrir vonbrigðum. En Glóaldin og Engiferið verða klárlega alltaf í uppáhaldi hjá mér. Annars er ég líka mjög spennt að smakka myntubragðið sem er byrjaði í sölu aftur eftir smá hlé.“

Fiðrildi með mörg járn í eldinum

Silja segist alltaf vera með mörg járn í eldinum. „Ég er mikið fiðrildi, langar að prófa allskonar hluti og gera allskonar skemmtilegt. Ég kynntist andlegum málefnum og spíritisma á meðgöngunni og hef verið að prófa mig áfram með heildrænar lækningar og betri lífstíl fyrir mig, barnið mitt og náttúruna. Þar kemur kombucha sterkt inn, sem góður og heilsusamlegur drykkur sem bragðast vel og gerir góða hluti fyrir magaflóruna og sálina. Fólk getur fylgst með mér á instagram/siljabjorkk þar sem ég tala um allt og allskonar, aðallega málefni tengd geðbaráttu, jákvæðri líkamsmynd og femínisma og á instagram/barrkaffihus ef fólk langar að læra meira um gott kaffi, te og gæða kombucha.“

Kombucha Iceland fæst á eftirfarandi sölustöðum á Akureyri:

Barr kaffihús, Fisk Kompaní, Nettó og Hagkaup.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
20.09.2022

Mazda CX-60 PHEV: Frumsýning laugardaginn 24. september í Reykjavík

Mazda CX-60 PHEV: Frumsýning laugardaginn 24. september í Reykjavík
Kynning
19.09.2022

Íslensk steinefni sem slegið hafa í gegn!

Íslensk steinefni sem slegið hafa í gegn!
Kynning
16.08.2022

Allt fyrir skólann á Boozt

Allt fyrir skólann á Boozt
Kynning
02.06.2022

Brimborg stærst í rafbílum í maí og stærst fyrstu fimm mánuði ársins

Brimborg stærst í rafbílum í maí og stærst fyrstu fimm mánuði ársins
Kynning
14.02.2022

Skutlast fyrir fólk og fyrirtæki

Skutlast fyrir fólk og fyrirtæki
Kynning
11.02.2022

Rómantíkin er í Reykjavíkurblómum

Rómantíkin er í Reykjavíkurblómum