fbpx
Þriðjudagur 09.ágúst 2022
Kynning

Hopp: Framtíðin er björt og deilanleg

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 30. júlí 2021 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hopp opnaði fyrir umhverfisvænan ferðamáta í lok september 2019 með 60 hágæða rafskútum. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu voru ekki lengi að taka við sér og jókst fjöldi þeirra snarlega upp í 300 talsins.

„Í dag eru um 1500 rafskútur á vegum Hopp út um land allt, af þeim eru 1200 á höfðuborgarsvæðinu. Við erum nýlega búin að stækka þjónustusvæði á höfuðborgarsvæðinu og tengja við Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð. Einnig hafa heimamenn í Hveragerði, Selfossi, Akranesi, Reykjanesbæ, Akureyri, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum opnað útibú með rafskútum og því er þessi hentugi ferðamáti í boði víðast hvar á landinu,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík.

Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík, segir að rafskúturnar séu bæði umhverfsvænn og hentugur samgöngukostur sem margir hafi tekið ástfóstri við.

„Okkar markmið er að halda áfram að stækka þjónustusvæðið. Með því að greina gögnin sem koma úr appinu, getum við fundið út hvar eftirspurnin eftir rafskútum er til staðar og stækkað þjónustusvæðið eftir því. Til að mynda vorum við að tengja Molduhraun við þjónustusvæðið bara í dag. Þannig er orðið við óskum fyrirtækja á svæðinu eins og Marel og Vegargerðinni sem hvetja starfsmenn sína eindregið til að nýta sér umhverfisvæna ferðamáta til og frá vinnu.“

Hentugur og umhverfisvænn ferðamáti

Hopp er íslenskt fyrirtæki og er allur hugbúnaðurinn hannaður og þróaður af hugbúnaðarfyrirtækinu Aranja. „Það eru nú komnir yfir 100.000 notendur í appið okkar og sýnir greining að fólk er að nota rafskúturnar mjög reglulega. Þetta er allt í senn skemmtilegur, umhverfisvænn og hentugur ferðamáti, en ég hef heyrt að það taki um 27 mínútur að komast frá miðbæ Hafnarfjarðar niður í miðborg Reykjavíkur. Þá má bæta við að á veturna neglum við rafskúturnar sem eykur notkunartímabil þeirra allan ársins hring.“

Það tekur ekki nema um 27 mínútur að komast frá miðbæ Hafnarfjarðar niður í miðborg Reykjavíkur á rafskútu frá Hopp.

Hoppum til Færeyja

Gaman er frá því að segja að Hopp opnar fyrir rafskútuleigu í Færeyjum um helgina. „Það verður spennandi að sjá hvernig Þórshöfn tekur við sér. Þá er einnig hægt að leigja Hopp á Spáni og samningar eru komnir við fleiri staði eins og Miami og Kosovo svo eitthvað sé nefnt. Appið virkar svo ennfremur jafnt á alla þessa staði og því þarf ekki að hlaða niður mörgum snjallforritum í símana til að nýta sér Hopp leigurnar,“ segir Sæunn.

Það verða aldrei of margar skútur

Hröð aukning rafskútanna hefur mörgum orðið áhyggjuefni en að sögn Sæunnar vinnur fyrirtækið náið með Reykjavíkurborg og sveitarfélögunum þegar kemur að því að ákveða fjölda rafskúta á hverjum stað fyrir sig. „Þetta hefur farið úr böndunum í mörgum borgum víða um heim en ég vil hrósa Reykjavíkurborg sem heldur vel utan um fjölda rafskúta í höfuðborginni. Okkur eru settir kvótar og við skilum gögnum til borgarinnar þar sem við sýnum fram á að hver rafskúta fari minnst tvær ferðir á dag. Við munum því ekki lenda í því eins og margar aðrar borgir, að það séu of margar rafskútur miðað við fjöldann sem notar þær.“

Björt framtíð

Sæunn segir að það séu spennandi tímar framundan hjá Hopp og deilihagkerfinu almennt sem tengjast Samgöngusáttmálanum en innviðafjárfestingar ríkis- og sveitafélaga eru upp á 120 milljarða. „Ríki og sveitafélög eru að leggjast í afar metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu núna til næstu 15 ára. Þá erum við að tala um almenningssamgöngur, vegi, göngustíga og hjólastíga sem munu meðal annars nýtast undir rafskúturnar. Þetta mun klárlega skila sér í betri ferðahegðun almennings og létta á bílaumferðinni sem hefur verið mörgum til mikils ama í áraraðir.“

Rafskúturnar eru að breyta ferðahegðun Íslendinga og létta á bílaumferðinni í borginni til muna.

Að deila er framtíðin

„Við trúum einlæglega á deilihagkerfi sé framtíðin í samgöngum. Staðreyndin er sú að það þurfa ekki allir að eiga sitt persónulega reiðhjól og rafskútu og bíl. Nútímatækni gerir okkur það kleyft að deila þessum tækjum þannig að allir njóti góðs af. Næsta markmið okkar er einmitt umhverfisvænir deilibílar og með því er vel hægt að fækka í bílaflotanum, minnka bílaumferð og hámarka notkun hvers tækis fyrir sig.

Rafskúturnar eru vissulega framtíðin í almenningssamgöngum en þær má segja að séu nýsköpun í samgöngum og munu auðvitað þróast með tímanum. Þetta snýst um að fjölga möguleikunum svo að almenningssamgöngur þjóni sem flestum og að sem flestir geti nýtt sér þær. Það hefur líka komið á daginn að margir sem væru annars akandi á bíl, eru að nota rafskúturnar til að koma sér til og frá vinnu daglega. Við erum að breyta ferðahegðun fólks í rauntíma og það er að eiga sér stað vitundarvakning um mikilvægi almenningssamgangna þegar kemur að loftslagsmálum, sem er ótrúlega jákvætt og við erum stolt að taka þátt í því.“

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu fyrirtækisins hopp.bike.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
17.11.2021

Meltingarflóran er ALLT

Meltingarflóran er ALLT
Kynning
09.11.2021

Járn er lífsnauðsynlegt steinefni fyrir mannslíkamann

Járn er lífsnauðsynlegt steinefni fyrir mannslíkamann
Kynning
04.10.2021

Æsandi gaman í hverjum glugga í desember

Æsandi gaman í hverjum glugga í desember
Kynning
22.09.2021

Innleiðing Siðferðisgáttar hjá BYKO

Innleiðing Siðferðisgáttar hjá BYKO
Kynning
13.07.2021

Lúsmý virðist herja á fólk um land allt með tilheyrandi óþægindum

Lúsmý virðist herja á fólk um land allt með tilheyrandi óþægindum
Kynning
02.07.2021

Bitz á 20% afslætti í Vogue: Matarstell sem þolir allt – líka bakarofninn

Bitz á 20% afslætti í Vogue: Matarstell sem þolir allt – líka bakarofninn
Kynning
11.06.2021

Boðhlaup BYKO

Boðhlaup BYKO
Kynning
10.06.2021

Rafmögnuð hátíð – loksins!

Rafmögnuð hátíð – loksins!