fbpx
Fimmtudagur 21.október 2021
Kynning

KS Protect fyrstir á Íslandi með lakkvörn framtíðarinnar

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 12. mars 2021 13:32

"Okkar reynsla er einfaldlega sú að við höfum nær alfarið hætt notkun ceramic efna þar sem grafínið hefur algjöra yfirburði."

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KS Protect er fyrsta fyrirtækið á Íslandi til þess að bjóða upp á grafín lakkvörn. „Grafín lakkvörn er það allra nýjasta og mest þróaða þegar kemur að fljótandi lakkvarnarefnum sem bjóðast í dag,“ segir Sigurjón Larsen Þórisson, eigandi KS Protect.

Af hverju að lakkverja bílinn?

„Þegar bíllinn kemur nýr úr verksmiðjunni er lakkið á bílnum útsett agnarsmáum holum. Grafínhúð notar nanótækni til að búa til fínt hlífðarlag ofan á málningu bílsins. Lykilávinningur þessa lags er hvernig það tengist yfirborði ökutækisins. Nanóagnirnar leyfa grafín húðinni að sameinast efnasambandi lakksins á sameindarstigi og tryggja þannig og þétta allar agnarsmáar holur í málningu bílsins. Með því býr hún til vatnsfráhrindingu og minnkar viðloðun óhreininda. Lakkvörnin verndar yfirborðið svo að lakkið rispast minna og heldur mun betur lit og gljáa. Fyrir vikið er mun auðveldara að þrífa bílinn þar sem óhreinindin festast síður á lakkinu. Það má fullyrða að grafínhúðun eykur endursöluverð bílsins þar sem hann lítur mun betur út eftir ákveðinn fjölda ára en sambærilegur bíll sem ekki hefur verið lakkvarinn með grafíni,“ segir Sigurjón.

Ceramic vs. Grafín

Grafínið byggir á sömu tækni og ceramic, þ.e. nanótækni sem felst í því að efnið binst efnasambandi lakksins á bílnum á sameindastigi. „Að öðru leyti er þetta alls ekki sama efnið og það er himinn og haf á milli endingar og eiginleika efnanna tveggja. Til að mynda, ef þú setur ceramichúð á bílinn, er það staðreynd að það eru miklar líkur á því einhverntíma á endingartímanum að þú fáir vatnsbletti í lakkið sem fara ekki nema þú massir þá burt. Vatnsblettir koma vegna þess að í íslenska vatninu eru steinefni sem sitja eftir þegar vatsdropar þorna á yfirborði. Þegar sólin skín á blettina bakar hún þá gegnum lakkvörnina og að lokum í glæruna á bílnum sem getur valdið skemmdum út frá sér. Með því að velja ranga vörn gætir þú verið að skemma glæruna á bílnum. En ef þú velur grafínhúðun á bílinn eru mjög litlar líkur á því að þessir hvimleiðu vatnsblettir myndist og festist á húðinni. Okkar reynsla er einfaldlega sú að við höfum nær alfarið hætt notkun ceramic efna þar sem grafínið hefur algjöra yfirburði. Við bjóðum þó að sjálfsögðu upp á á ceramic meðferð ef fólk kýs hana frekar.“

Leigubílstjóri finnur afgerandi mun

„Við byrjuðum að bjóða upp á grafín lakkhúðun í febrúar 2020 og einn af okkar fyrstu viðskiptavinum í þessa meðferð var Sverrir Þór Kristjánsson leigubílstjóri. Hann mætti með glænýjan Benz GLE. Nú rúmu ári síðar hefur hann keyrt bílinn um 70.000 km. og það er eins og bíllinn hafi verið stífbónaður í gær. Þessi leigubílstjóri átti eins Benz áður en hann fékk sér þennan og fór með hann á sínum tíma í ceramic húðun. Hann segist sjá og finna afgerandi mun á gæðum grafín húðar og ceramic húðar enda hrindir grafínið frá sér vatni og óhreinindum mun betur en ceramic húðin. Hann segist ekki finna fyrir vatnsblettamyndun en það var viðvarandi vandamál á gamla bílnum.

Staðreyndin er sú að eftir 2-3 ár munum við líklega ekki sjá marga auglýsa ceramichúðun, einfaldlega vegna þess að grafínið er svo miklu endingarbetra. Við erum fyrstir á Íslandi til þess að bjóða upp á þessa meðferð og úti í heimi keppast framleiðendur við að finna efnafræðiformúluna fyrir grafín. Þetta er einfaldlega lakkvörn framtíðarinnar.“

Ótrúleg ending og fimm ára ábyrgð

Að sögn Sigurjóns er grafín upphaflega grafít. „Í einföldu máli er hægt að lýsa grafíni sem einu lagi af grafíti. Grafít fyrir umbreytingu í grafín er mjúkt, sveigjanlegt og afar hitaþolið steinefni. Vegna uppbyggingar grafíns og efnafræðilegra eiginleika hefur grafín mjög mikið vatnssnúningshorn miðað við flest ceramic efni sem nú eru á markaðnum. Þetta þýðir að allur raki í hvaða magni sem er, mun renna burt mun betur og veldur minni hættu á að vatn gufi upp á yfirborðinu sem gæti valdið vatnsblettum. Vegna eiginleika raf- og hitaleiðni nær grafín að hrekja burt ryk og aðrar öragnir. Þetta dregur úr rykmyndun sem sumir virðast kvarta yfir þegar kemur að því að halda bílnum sínum hreinum.“

Með réttri meðhöndlun og viðhaldi getur endingartími grafín lakkvarnar náð allt að tíu árum. Það má engin nota grafín lakkvarnarefni frá Waxedshine nema hann eða hún hafi hlotið til þess viðeigandi þjálfun í grafín lakkhúðun. „Allt okkar starfsfólk hefur fengið viðeigandi þjálfun hjá framleiðanda og við förum reglulega erlendis í þjálfun til að viðhalda þekkingu okkar, færni og að kynnast nýjum efnum frá framleiðandanum. Leyfinu fylgir svo bakábyrgð frá framleiðanda sem þýðir að meðferðinni fylgir fimm ára ábyrgð. Ef eitthvað kemur upp á ábyrgðartíma þá borgar framleiðandi bæði efniskostnað og vinnu við lagfæringar.“

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu KS Protect, www.ksprotect.is. Sími: Sími: 844-4456.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
04.06.2021

Blue Lagoon Challenge haldið í 25. skiptið þann 12.júní 2021

Blue Lagoon Challenge haldið í 25. skiptið þann 12.júní 2021
Kynning
04.06.2021

Rafmögnuð sumarferð Heklu og heimsendur reynsluakstursbíll!

Rafmögnuð sumarferð Heklu og heimsendur reynsluakstursbíll!
Kynning
21.04.2021

Meltingaróþægindi úr sögunni

Meltingaróþægindi úr sögunni
Kynning
16.04.2021

ELKO greiddi viðskiptavinum 10 milljónir kr. fyrir notuð raftæki árið 2020 og gefur út sína fyrstu samfélagsskýrslu

ELKO greiddi viðskiptavinum 10 milljónir kr. fyrir notuð raftæki árið 2020 og gefur út sína fyrstu samfélagsskýrslu
Kynning
19.03.2021

Tryggingaréttur tryggir þinn rétt

Tryggingaréttur tryggir þinn rétt
Kynning
17.03.2021

Baseparking býður upp á fría bílastæðaþjónustu vegna Covid-19: Er þetta besta lausnin fyrir komufarþega á Leifsstöð?

Baseparking býður upp á fría bílastæðaþjónustu vegna Covid-19: Er þetta besta lausnin fyrir komufarþega á Leifsstöð?