fbpx
Sunnudagur 17.janúar 2021
Kynning

Glæsilegar nýjar útsýnisíbúðir í sölu við Hafnarbraut 13-15 á Kársnesi

Kynning
Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. júlí 2020 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný og glæsileg byggð rís nú við sjávarsíðuna yst á Kársnesi í Kópavogi í næsta nágrenni við smábátahöfnina, fjölbreytta þjónustu, útivist af ýmsu tagi og ólgandi hafið.

Kársnesið býður upp á fjölbreytta útivist.

Uppbyggingin á svæðinu er vel á veg komin en alls er gert ráð fyrir um 700 nýjum íbúðum á vestanverðu Kársnesinu sem er í samræmi við núgildandi aðalskipulag. Þar er gert ráð fyrir að iðnaður muni að stórum hluta víkja fyrir nýjum íbúðum, verslun og þjónustu á næstu þremur til fjórum árum. Fyrirhuguð brú yfir Fossvoginn mun styrkja almenningssamgöngur og tengingar fyrir gangandi og hjólandi við háskólasvæðið og miðbæinn og eflaust hafa mikil áhrif á ferðavenjur Kársnesbúa „Það er hvort tveggja spennandi og gaman að taka þátt í þessari uppbyggingu og hefur sala íbúða verið góð á fyrstu fjölbýlishúsunum,“ segir Einar Steindórsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá Íslenskri fjárfestingu ehf, sem fer með uppbyggingu á nokkrum lóðum á Kársnesinu.

Einar Steindórsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá Íslenskri fjárfestingu ehf, sem fer með uppbyggingu á nokkrum lóðum á Kársnesinu.

„Kársnesið er fallegt og gróið hverfi. Smábátahöfnin og hafið gefa svæðinu ómótstæðilegan blæ og sömuleiðis bjóða göngu-, hjóla- og hlaupastígarnir umhverfis Kársnes upp á skemmtileg tækifæri til útivistar. Tækifærin verða enn fleiri þegar ný brú yfir Fossvoginn rís,“ segir Einar.

„Kópavogsbær og lóðarhafar leggja mikinn metnað í þetta svæði, bæði hvað varðar skipulag á lóðum sem við og aðrir erum að byggja upp, sem og að fjölga opnum svæðum og aðlaga götur og stíga að stækkun hverfisins. Heildarmyndin er að skýrast og verið er að skipuleggja síðustu lóðirnar á svæðinu. Stutt er í nýjan Kársnesskóla og fyrirhugað er að fjölga leikskólum. Þá er einnig ráðgert að opna nýtt baðlón, Sky Lagoon, næsta sumar á Kársnesinu sem verður frábær viðbót fyrir hverfið.“

Hafnarbraut 13-15

Meðal nýrra húsa á svæðinu er Hafnarbraut 13-15, sem er fallegt 54 íbúða fjölbýlishús á frábærum stað í þessu spennandi hverfi, vestast við sjávarsíðuna á Kársnesi. Við húsið er skjólríkur og sólríkur garður. Einnig vísa svalir í suður og vestur og glæsilegt útsýni er í báðar áttir. Íbúðirnar í húsinu eru stúdíó til fjögurra/fimm herbergja, frá 59,3 fm til 172,4 fm að stærð. Verð er frá 33,9 m.kr.

Vel var vandað til byggingar hússins og mikil áhersla lögð á að lágmarka viðhaldsþörf þess í framtíðinni. Lokað bílageymsluhús er í kjallara og fylgir rafmagnstengill hverju stæði. Íbúðirnar eru rúmgóðar, fjölskylduvænar og afar vel hannaðar. Nýting rýma er góð og fjöldi herbergja tryggir aukið notagildi. Innréttingar eru frá danska innréttingaframleiðandanum HTH og tæki eru frá Ormsson. Þá er innbyggður ísskápur og uppþvottavél í innréttingu. Flestar íbúðir eru svo með sér þvottahús.

Staðsetning Hafnarbrautar 13-15 er yst á Kársnesinu, rétt við smábátahöfnina.

„Nú þegar er þriðjungur íbúða seldur og eru fyrstu íbúar nýfluttir inn í húsið. Þetta er annað húsið sem við setjum í sölu en allar íbúðir í Hafnarbraut 9 eru þegar seldar og því gaman að komið sé nýtt hús í sölu.“

Hægt er að kynna sér betur íbúðir hjá Miklaborg fasteignasölu í síma 569-7000.
og á netfanginu miklaborg@miklaborg.is.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
26.11.2020

Afsláttagleði alla helgina í vefverslun SANA

Afsláttagleði alla helgina í vefverslun SANA
Kynning
20.11.2020

Guðdómlegar vörur fyrir húð og andlega heilsu

Guðdómlegar vörur fyrir húð og andlega heilsu
Kynning
05.11.2020

Heimilstæki 58 ára – 58 NETAFMÆLISTILBOÐ

Heimilstæki 58 ára – 58 NETAFMÆLISTILBOÐ
Kynning
04.11.2020

28 frábær netafmælistilboð í Tölvulistanum

28 frábær netafmælistilboð í Tölvulistanum
Kynning
06.10.2020

Ekki láta gluggaskiptin sitja á hakanum lengur

Ekki láta gluggaskiptin sitja á hakanum lengur
Kynning
05.10.2020

Skapaðu þín eigin listaverk

Skapaðu þín eigin listaverk
Kynning
23.09.2020

Forsýning í Brimborg: Nýi Mazda MX-30 rafbíllinn

Forsýning í Brimborg: Nýi Mazda MX-30 rafbíllinn
Kynning
23.09.2020

Ný og glæsileg heyrnartól frá JBL – gæði sem sæma fagfólki

Ný og glæsileg heyrnartól frá JBL – gæði sem sæma fagfólki