fbpx
Mánudagur 26.júlí 2021
Kynning

GSG: Málun á bílastæðum, malbiksviðgerðir, vélsópun og rafhleðslustöðvar

Kynning
Kynningardeild DV, Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 13. mars 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum verið að í ríflega 30 ár og erum með afar stóran og góðan kúnnahóp sem hefur verið hjá okkur í mörg ár,“ segir Þorvarður Kristjánsson, framkvæmdastjóri hjá GSG sem sinnir meðal annars bílastæðamálun, vélsópun, malbiksviðgerðum og lóðaþjónustu.

GSG er treyst fyrir mikilvægum verkefnum fyrir Vegagerðina, Reykjavíkurborg og ýmis stórfyrirtæki en GSG þjónar ekki síður smærri aðilum, til dæmis húsfélögum. GSG býr yfir fullkomnum tækjakosti sem auk þekkingar og reynslu starfsmanna stuðlar til dæmis að góðu viðhaldi á bílaplönum og lóðum í kringum fjölbýlishús.

Engin samskeyti eftir malbiksviðgerðir

Í malbiksviðgerðum býður GSG upp á samskeytalausar viðgerðir á holum og sprungum sem myndast í malbiki. Til þessara verkefna er notast við gashlemm sem gerir starfsmönnum kleift að hita upp malbik í kringum skemmdir. Með þessu mætir heitt malbik heitu malbiki og þannig næst að hindra að samskeyti verði sjáanleg.

Vélsópun og þvottur bílastæða

GSG býður upp á vélsópun á bílaplönum og gangstígum. Einnig er boðið upp á að þvo plön með vatni en það er oft nauðsynlegt, sérstaklega þegar plön hafa verið sandborin yfir veturinn. Nokkrar gerðir af sópum eru til staðar og notast er við þá sem henta best hverju verkefni.

Bílastæðamálun

GSG býður fyrirtækjum, bæjarfélögum, húsfélögum og öðrum upp á málun bílastæða og aðrar yfirborðsmerkingar, t.d. örvar, gangbrautir, blá stæði fyrir fatlaða, biðskylduþríhyrninga, gula kanta, gula krossa, miðlínur gatna, hraðatakmarkanir og fleira. Eingöngu er notast við fullkomnasta tækjakost sem völ er á hverju sinni og sérstaka gatnamálningu sem samþykkt er af Vegagerðinni.

Rafhleðslustöðvar til að mæta rafbílavæðingunni

Uppsetning rafhleðslustöðva er nýjasti þátturinn í starfsemi GSG. „Þetta er vinsæl þjónusta sem við bjóðum mikið upp á þessa dagana. Eftirspurnin fer sívaxandi enda líður vart sá dagur að ekki bætist við rafbílseigandi á landinu,“ segir Þorvarður, en fyrirtækið setur meðal annars upp rafhleðslustöðvar við fjölbýlishús og fyrirtæki. GSG útvegar hleðslustöð sem hentar hverju sinni, grefur fyrir undirstöðum og lögnum, gengur frá á eftir og málar græn stæði þar sem við á.

Nánari upplýsingar um þjónustu GSG er að finna á vefsíðunni gsg.is. Einnig er gott að hafa samband í síma 588-4800 eða í gegnum netfangið thorvardur@gsg.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
16.04.2021

ELKO greiddi viðskiptavinum 10 milljónir kr. fyrir notuð raftæki árið 2020 og gefur út sína fyrstu samfélagsskýrslu

ELKO greiddi viðskiptavinum 10 milljónir kr. fyrir notuð raftæki árið 2020 og gefur út sína fyrstu samfélagsskýrslu
Kynning
16.04.2021

MOJU heilsuskotin komin til Íslands

MOJU heilsuskotin komin til Íslands
Kynning
12.03.2021

Piknik býður upp á áður óséð verð á markaðnum

Piknik býður upp á áður óséð verð á markaðnum
Kynning
08.03.2021

Hleðslan – Nú eru góð ráð ekki dýr

Hleðslan – Nú eru góð ráð ekki dýr
Kynning
05.02.2021

Febrúartilboð á Grafín: 20% afsláttur af öllum grafín meðferðum í febrúar

Febrúartilboð á Grafín: 20% afsláttur af öllum grafín meðferðum í febrúar
Kynning
03.02.2021

Skattafróðleikur í beinu streymi núna

Skattafróðleikur í beinu streymi núna