fbpx
Miðvikudagur 03.júní 2020
Kynning

Spennandi baðherbergislausnir frá Innréttingar og tæki: Vertu með Adele í speglinum og mosagróinn vegg!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 21. febrúar 2020 15:00

Íris hjá Innréttingum og tækjum. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsemi sérvöruverslunarinnar Innréttingar og tæki hófst árið 1945 undir nafninu Jensen, Bjarnason & Co. og var þá aðallega umboðs- og heildsöluverslun. Árið 1993 var verslun Innréttingar og tæki opnuð og var þá hafin sala á innréttingum og hreinlætistækjum. „Amma og afi, Pétur Vilhelm Jensen og Svava Jensen, hófu starfsemina fyrir 75 árum og hefur fyrirtækið alltaf verið í eigu Jensenfjölskyldunnar,“ segir Íris Jensen sem tók við keflinu 2014 ásamt eiginmanni sínum, Grétari Þór Grétarssyni. „Frá 1993 höfum við sérhæft okkur í sérvörum, smáhlutum, innréttingum og hreinlætistækjum frá Spáni og Ítalíu fyrir baðherbergið og í dag er það sérstaða okkar. Við seljum mikið til einstaklinga og iðnaðarmanna sem og fyrirtækja og stofnana, enda er vöruúrvalið afar breitt og erum við með umboð fyrir ýmis spennandi merki.“

Undanfarin ár hafa dúkkað upp skemmtilegar nýjungar í hönnun baðherbergja og er verslunin Innréttingar og tæki ávallt með puttann á púlsinum þegar kemur að spennandi og fallegum baðherbergislausnum.

Náttúran inni á baðherbergi

Frá ítalska merkinu Benetti Home kemur virkilega töfrandi nýjung fyrir baðherbergi, hvort sem er á stofnunum, í fyrirtækjum eða í heimahúsum. „Ég er að tala um láréttan mosagarð á vegg. Mosagarðurinn kemur í nokkrum  útgáfum, til dæmis með laufum og hins vegar eins og dæmigerður íslenskur mosi. Þessi lausn hefur verið vinsæl í Skandinavíu og má t.d. sjá í Leifsstöð. Þá má hvort heldur sem er þekja heilan vegg eða setja mosann inn í ramma og hengja upp eins og listaverk. Mosinn er tilvalinn til þess að mýkja harðar línur í rými eins og baðherbergjum auk þess sem hann hefur dempandi áhrif á hljóð og bergmál. Það besta er að um er að ræða lífrænt efni sem þarf nær enga umsjón. Þetta vex ekki og þarf því ekki að klippa til. Ekki er æskilegt að hafa mosann í beinu sólarljósi eða inni í sturtuklefanum. Eina sem þarf að gera er að úða hann einstaka sinnum með sérstöku efni þegar maður finnur að hann er að þorna. Þetta er einföld og náttúruleg leið til þess að lífga upp á rými án mikillar fyrirhafnar.“

Tæknilegt klósett

Tæknin hefur rutt sér til rúms á öllum stöðum heimilisins og er baðherbergið engin undantekning. „Ein af nýjungunum okkar er smart klósett frá Spáni. Salernin eru með innbyggðri þurrku, skoli og ljósi sem og upphitaðri klósettsetu. Einnig erum við með speglalausnir með Bluetooth-hátalara. Þá er hægt að hlusta á tónlist, fréttir, sögur eða jafnvel frumskógarhljóð á meðan þú slappar af í baði eða í sturtu.“

Íslendingar elska liti

„Við höfum verið að sjá miklar breytingar hvað varðar litaval í hreinlætis- og blöndunartækjum. Þó svo hvíta postulínið og krómið haldi sér, þá er fólk orðið óhræddara við að velja aðra liti. Vinsældir svarta litarins í blöndunartækjum fara sívaxandi ásamt möttum gylltum lit. Einnig erum við að sjá mikla aukningu í skemmtilegum litum á hreinlætistækjum eins og baðkörum, vöskum og salernum. Bleikum, bláum og grænum er spáð miklum vinsældum á þessu ári.“ Innréttingar og tæki selur smekklega handklæðaofna sem sóma sér líkt og listaverk inni á baðherberginu, ásamt því að halda handklæðinu hlýju og notalegu á meðan þú ert í sturtu eða baði. „Ofnarnir koma í ýmsum stærðum, gerðum, formum og litum, en sá svarti hefur verið að koma sterkur inn. Það er þó minna um að fólk sé að fá sér handklæðaofna úr krómi.“

Vinsælustu sturtubotnarnir

„Íslendingar eru líka alveg vitlausir í þunnu sturtubotnana okkar frá spænska merkinu Gala. Um er að ræða sterkbyggða og endingargóða sturtubotna úr granít/stonex/resinefni. Botnarnir koma í 15 litum og eru sérstaklega gerðir fyrir opnar sturtur sem hægt er að ganga inn í. Sturtubotnarnir koma tilbúnir í einu stykki með innbyggðum halla sem auðveldar alla uppsetningu til muna. Þá er engin þörf fyrir fúgu sem einfaldar öll þrif til muna. Flísarnar eru bornar stamri gelkvoðu sem gerir botninn að stöðugu undirlagi fyrir fólk að ganga á og athafna sig í sturtunni.“


Nánari upplýsingar má nálgast á jensenbjarnason.is

Ármúli 31, 108 Reykjavík

Sími: 588-7332

Póstfang: i-t@i-t.is

Opið alla virka daga frá 9–18 og laugardaga 11–14.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 vikum

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar
Kynning
20.04.2020

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið
Kynning
06.04.2020

GeoSilica: Styrkir ónæmiskerfið og engin skaðleg aukaefni

GeoSilica: Styrkir ónæmiskerfið og engin skaðleg aukaefni
Kynning
03.04.2020

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu
Kynning
16.03.2020

GLÆNÝR PEUGEOT 2008 SUV FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG 19.-28. MARS Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI

GLÆNÝR PEUGEOT 2008 SUV FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG 19.-28. MARS Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI
Kynning
16.03.2020

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna