fbpx
Þriðjudagur 07.apríl 2020
Kynning

Rokkstjarna á leið til landsins: Hefur þú áhuga á að verða rokkstjarna í þjónustuupplifun?

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 21. febrúar 2020 13:09

James Dodkins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Dodkins, alþjóðlegur fyrirlesari og stjórnandi þáttarins „This week in CX“ á Amazon Prime, er á leið til landsins til þess að halda námskeið í þjónustuupplifun 2. – 4. mars.

Áður var James rokkstjarna og gítarleikari í hljóm­sveit­inni Speed Theory, en ferðast nú um heiminn og leiðbeinir mörgum af stærstu fyrirtækjum heims um hvernig megi bæta og breyta þjónustuupplifun viðskiptavina sinna með róttækum hætti.

James er í dag þekktastur fyrir vörumerki sitt Rockstar Customer Experience, þar sem hann blandar saman nálgun viðskiptalífsins og rokkheiminum. Hann hefur ástríðu fyrir að ferðast um heiminn og aðstoða fyrirtæki við að endurhugsa og umbylta hugsjón sinni til að bæta þjónustuupplifun viðskiptavina. Hann hefur starfað með mörgum af stærstu fyrirtækjum heims s.s. Adobe, Citibank, Nike, GE, HSBC, IMB, Mercedez, Disney, TNT, Wells Fargo, Xeroz, Verizon o.fl.

James mun halda námskeiðið „Sérfræðingur í þjónustuupplifun viðskiptavina“ eða ACXS – Accredited Customer Experience Specialist þann 2.-4. mars. Eftir námskeiðið hljóta þátttakendur alþjóðlega vottun sem sérfræðingar í þjónustuupplifun viðskiptavinarins.

Námskeiðið hefur fengið virkilega góða dóma erlendis og er nú haldið í fyrsta sinn á Íslandi í samstarfi við Guðmund Inga Þorsteinsson hjá Lean ráðgjöf.

„Ég varð gjörsamlega heillaður af eldmóði James og leiðum hans við að leiðbeina fólki að hugsa með nýjum hætti. Hann gjörbreytti hugafari mínu um þjónustu,“ segir Guðmundur.

Guðmundur Ingi Þorsteinsson hjá Lean ráðgjöf.

„Nálgun James á því hvernig fyrirtæki geta á kerfisbundinn máta, umbylt nálgun sinni á viðskiptavini, vörur og þjónustu, er einstök.“

„Fyrirtæki skapa sér ekki samkeppnisforskot með því að gera eins og allir aðrir, heldur þurfa þau að finna nýja leiðir sem trufla markaðinn svo eftir þeim sé tekið.“

 

Í framhaldi af námskeiðinu sendi Guðmundur James skilaboð og þakkaði honum fyrir að opna hugann sinn. „Ég var sannfærður um að ég þyrfti að nýta þessa uppljómun. Í kjölfarið stofnaði ég minn eigin rekstur og hef í um tvö ár rekið fyrirtækið Lean ráðgjöf þar sem ég aðstoða fyrirtæki við að skara fram úr og bæta ferla. Rétt eins og James trúi ég því að það skipti sköpum fyrir fyrirtæki að skara fram úr með ánægða viðskiptavini í fararbroddi. Til þess nota ég aðferðafræði lean og James um þjónustuupplifun. Í dag starfa ég með um 30-40 fyrirtækjum af öllum stærðargráðum.“

 

Hvað felst í því að vera vottaður sérfræðingur í þjónustuupplifun?

Þátttakendur fá þjálfun í að breyta þjónustustýringu fyrirtækja byggðri á upplifun og ferðalagi viðskiptavinarins og ljúka námskeiðinu sem vottaðir sérfræðingar í upplifun viðskiptavinarins af BP Group.

Námskeiðið er 3 dagar og byggir á umgjörð sem er sérhönnuð fyrir fólk sem vinnur við eða koma að þjónustustýringu. Markmiðið er að þátttakendur öðlist öflug en einföld verkfæri til að bæta þá þjónustu og upplifun viðskiptavina sem fyrirtæki bjóða upp á.

Lærðu og prófaðu

Námskeiðið er hannað með það fyrir augum að hver dagur skili markvissum lærdómi sem leggur grunn að þeim næsta. Í gegnum námskeiðið eru þátttakendur leiddir í gegnum raunveruleg dæmi og hlutverkaleiki þar sem þú verður hluti af starfsliði þjónustustýringardeild Amazon. Þar lærir þú aðferðir sem hjálpa til við að leysa þjónustuvandamál og fullnýta falin tækifæri í upplifun viðskiptavina.

Fyrirkomulag námskeiðsins byggir þannig á lærðu-prófaðu aðferðafræðinni.

Markmiðið er að öðlast betri skilning á hverjir viðskiptavinir þínir eru og hvernig þú getur átt í dýpri og betri samskiptum við þá. Horfðu inn á við á viðskiptamódelið hjá þínu fyrirtæki  og lærðu að skilja raunverulegar þarfir viðskiptavina þinna á öllum sviðum.

Framúrskarandi þjónusta veitir fyrirtækjum samkeppnisforskot.

 

Nánari upplýsingar og miðasala:

Tix.is og leanradgjof.is

Guðmundur Ingi Þorsteinsson: gudmundur@leanradgjof.is,

Sími: 686 9501
James Dodkins, jd@rockstar.dk

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 vikum

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali
Kynning
Fyrir 3 vikum

Þökk sé Heitum gólfum heyra kaldar tær sögunni til

Þökk sé Heitum gólfum heyra kaldar tær sögunni til
Kynning
Fyrir 3 vikum

Bílmálning: Glæsilegt réttingar- og sprautuverkstæði

Bílmálning: Glæsilegt réttingar- og sprautuverkstæði
Kynning
Fyrir 3 vikum

GSG: Málun á bílastæðum, malbiksviðgerðir, vélsópun og rafhleðslustöðvar

GSG: Málun á bílastæðum, malbiksviðgerðir, vélsópun og rafhleðslustöðvar
Kynning
07.03.2020

Út við himinbláu sundin: Tímaferðalag í gegnum tónlist í Salnum 14. mars

Út við himinbláu sundin: Tímaferðalag í gegnum tónlist í Salnum 14. mars
Kynning
07.03.2020

Iðunn og eplin og ævintýrið um Dimmalimm: Stórskemmtilegar leiksýningar á vegum Kómedíuleikhússins

Iðunn og eplin og ævintýrið um Dimmalimm: Stórskemmtilegar leiksýningar á vegum Kómedíuleikhússins