Laugardagur 27.febrúar 2021
Kynning

Frumsýning á glænýjum Citroën C5 Aircross PHEV tengiltvinn rafbíl

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 28. október 2020 14:14

Mynd/AGNIESZKA DOROSZEWICZ @ Continental Productions.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Citroën C5 Aircross PHEV er glænýr tengiltvinn rafbíll, langdrægur á rafmagni og einstaklega sparneytinn á bensíni sem hentar vel í langkeyrslur með alla fjölskylduna og fullt af farangri.

Mynd/AGNIESZKA DOROSZEWICZ @ Continental Productions.

Citroën C5 Aircross verður frumsýndur laugardaginn 31. október hjá Brimborg Reykjavík og Brimborg Akureyri. Lögð verður áhersla á sóttvarnir með 2 metra reglunni og hámark 20 manns í sýningarsölum samtímis.

Íslenskar aðstæður vefjast ekki fyrir nýja Citroën C5 Aircross PHEV en háfættur svífur hann 23 sentimetrum yfir ójöfnur íslenskra vega á byltingarkenndri fjöðrun. Hábyggt jeppalagið og há sætisstaða skapa þægilegt aðgengi og þegar inn er komið blasir við notendavænt, rúmgott innra rými með breiðum, mjúkum framsætum og þremur, stökum, jafnbreiðum aftursætum. Aftursætin eru á sleða og rúma auðveldlega þrjá barnastóla. Farangursrýmið er 460-600 lítrar, það stærsta í þessum flokki bíla og rúmar auðveldlega golfsettið eða barnavagn auk annars farangurs. Staðalbúnaður er ríkulegur og má þar nefna bakkmyndavél, GPS vegaleiðsögn og lyklalaust aðgengi.

Mynd/AGNIESZKA DOROSZEWICZ @ Continental Productions.

Brimborg býður Citroën C5 Aircross PHEV á einstaklega hagstæðu kynningarverði eða aðeins frá 5.490.000 kr. Brimborg býður bílaskipti úr eldri bíl upp í nýjan Citroën C5 Aircross PHEV sem gildir sem útborgun og með hagstæðri grænni fjármögnun á lægri vöxtum eða lægra lántökugjaldi er mánaðargreiðslan aðeins 49.977 kr. á mánuði. Mánaðargreiðslan í þessu dæmi miðast við uppítöku á eldri bíl á 2.000.000 kr. og 8 ára lán og er hlutfallstala kostnaðar í þessu dæmi 5,66%. Hleðslustöð er auðvelt að fjármagna með bílakaupunum og fæst virðisaukaskattur endurgreiddur bæði af hleðslustöðinni og uppsetningu hennar.

Örugg gæði Citroën C5 Aircross PHEV eru staðfest með víðtækri 5 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðunni. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi ferli framleiðanda hvað varðar þjónustuskoðanir.

Mynd/AGNIESZKA DOROSZEWICZ @ Continental Productions.

Nánari upplýsingar um tengiltvinn rafbílinn Citroën C5 Aircross PHEV er að finna á vef Citroën á Íslandi | Brimborg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.12.2020

Atvinnubílar frá Brimborg hrúga inn verðlaunum

Atvinnubílar frá Brimborg hrúga inn verðlaunum
Kynning
08.12.2020

Ný upplifun í náttúruparadís

Ný upplifun í náttúruparadís
Kynning
20.11.2020

Ást og alúð í hverjum skammti

Ást og alúð í hverjum skammti
Kynning
13.11.2020

Húðin eins og silki í allan vetur

Húðin eins og silki í allan vetur
Kynning
19.10.2020

Síðasti séns að næla sér í æsandi jóladagatöl

Síðasti séns að næla sér í æsandi jóladagatöl
Kynning
16.10.2020

Opið hús um helgina: Íbúðir til sölu á 14,9 milljónir á Suðurnesjum – Tilvalin fyrstu kaup

Opið hús um helgina: Íbúðir til sölu á 14,9 milljónir á Suðurnesjum – Tilvalin fyrstu kaup