Laugardagur 25.janúar 2020
Kynning

Nýja tæknihreinsunin: Umhverfisvænn kostur í gardínuþvotti

Kynning
Hildur Hlín Jónsdóttir
Föstudaginn 3. janúar 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íris Eiríksdóttir og eiginmaður hennar reka saman fyrirtækið Nýja tæknihreinsunin, en það fyrirtæki sérhæfir sig í gardínuþvotti.

Rótgróið fyrirtæki

Nýja tæknihreinsunin hefur verið starfrækt í yfir 20 ár, en það voru tengdaforeldrar Írisar sem stofnuðu fyrirtækið. Upphaflega var reksturinn á Selfossi en þegar þau hjónin tóku við rekstrinum færðu þau hann yfir í Kópavog. Síðan þá hefur reksturinn blómstrað og verkefnum fjölgað gífurlega.

Nýja tæknihreinsunin er með föst verkefni í gardínuþvotti fyrir Alþingi, Landspítalann, Össur og fleiri stóra aðila. Notast er við eina stóra vél fyrir verkin, sem er innflutt frá Bandaríkjunum, en vélin er sérhönnuð fyrir gardínuþvott og gerð úr sérsmíðuðu stáli. Í vélina er síðan sett sérstök náttúruvæn sápa sem hentar vel fyrir gardínur.

Nýja tæknihreinsunin hefur sérhæft sig í sótthreinsun á gardínum fyrir myglu og hefur unnið mörg verkefni því tengd fyrir stór fyrirtæki.

Hentar bæði einstaklingum og fyrirtækjum

Nýja tæknihreinsunin sinnir bæði gardínuþvotti fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Almenningur kemur gjarnan með gardínur í þvott fyrir jólin en verkefni fyrir fyrirtæki og stofnanir eru stærri og reglulegri. Gardínuþvottur getur sparað heilmikla peninga bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Íris segir að gott sé að þvo gardínur á að minnsta kosti tveggja ár fresti: „Sólin eyðileggur þetta svo mikið ef ekki er þvegið,“ segir hún að lokum.

 

Hægt er að hafa samband við Nýju tæknihreinsunina í síma 897-3634.

Nýja tæknihreinsunin

Askalind 4

200 Kópavogur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Súperbygg: Öflugt byggingarfyrirtæki á Selfossi

Súperbygg: Öflugt byggingarfyrirtæki á Selfossi
Kynning
Fyrir 1 viku

Nokkrir gullmolar á útsölu Tölvulistans

Nokkrir gullmolar á útsölu Tölvulistans
Kynning
Fyrir 2 vikum

Selfie.is: Myndar gleðina í þinni veislu!

Selfie.is: Myndar gleðina í þinni veislu!
Kynning
Fyrir 2 vikum

FRUMSÝNING Á PEUGEOT 208!

FRUMSÝNING Á PEUGEOT 208!
Kynning
Fyrir 3 vikum

Baðverk.is: Baðherbergið er heilsulind fjölskyldunnar

Baðverk.is: Baðherbergið er heilsulind fjölskyldunnar
Kynning
Fyrir 3 vikum

Vertu sterkari ÞÚ á nýjum áratug!

Vertu sterkari ÞÚ á nýjum áratug!
Kynning
Fyrir 4 vikum

Framtíðarbókhald Uniconta: Það hefur aldrei verið ódýrara að skipta um bókhaldskerfi!

Framtíðarbókhald Uniconta: Það hefur aldrei verið ódýrara að skipta um bókhaldskerfi!
Kynning
Fyrir 4 vikum

Dýrin um áramót

Dýrin um áramót