fbpx
Fimmtudagur 02.apríl 2020
Kynning

Netbókhald.is: Brautryðjendur á íslenskum fyrirtækjamarkaði

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 25. janúar 2020 16:00

Elvar Níelsson, framkvæmdastjóri og eigandi Netbókhald.is. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netbókhald.is er miðlægt bókhaldskerfi í skýinu fyrir rekstraraðila sem vilja öðlast skýra yfirsýn yfir reksturinn. Fyrirtækið var stofnað árið 2002 og á stuttum tíma gjörbylti það íslenskum fyrirtækjarekstri. „Við vorum brautryðjendur í að bjóða upp á miðlæga bókhaldsþjónustu eftir aldamótin og fundum strax að þessi lausn var kærkomin viðbót við þá þjónustu sem stóð þá rekstraraðilum af ýmsum stærðargráðum til boða fyrir. Við höfum alltaf staðið sterk á markaðnum, ekki eingöngu vegna þess að bókhaldskerfið okkar er hágæða kerfi, bæði einfalt og auðvelt í notkun, heldur er það ekki síður þjónustan og viðmótið sem hefur verið okkar helsti kostur og haldið nafni okkar á lofti,“ segir Elvar Níelsson, framkvæmdastjóri og eigandi Netbókhald.is.

„Kerfið er fullkomið fyrir litla og meðalstóra rekstraraðila, hvort sem um einstaklinga er að ræða eða fyrirtæki með starfsmenn á launaskrá. Við erum með nærri allan skalann,; iðnaðarmenn, lögfræðinga og stærri fyrirtæki sem jafnvel velta háum fjárhæðum og eru með fjölmarga starfsmenn. Netbókhald.is býður upp á einfaldar og þægilegar lausnir fyrir alla helstu þætti sem snúa að rekstri fyrirtækja.“

 

Skilvirkari rekstur

Netbókhald.is býður upp á heildrænar lausnir fyrir rekstraraðila fyrir bókhald, launagreiðslur, útgáfu reikninga, gagnaskil til ríkisskattsjóðs og margt fleira. „Netbókhald.is býr yfir afar öflugum skýrslum sem eru auðveldar og notendavænar. Þá er einfalt að finna öll gögn í kerfinu sem og að hlaða þeim niður í Excel og sambærileg forrit. Fyrirtækjarekstur getur verið misflókinn en með hjálp Netbókhald.is verður reksturinn bæði skilvirkari og einfaldari sem gefur viðskiptavinum okkar meiri tíma, hvort heldur er fyrir heimilislífið eða til að sinna betur öðrum rekstri innan fyrirtækisins.“

 

Góð þjónusta er lykilatriði

„Netbókhald.is er notendavænt kerfi sem allir geta lært á með lítilli fyrirhöfn. Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á fría kennslu þar sem farið er yfir hvert kerfi fyrir sig og vinnugangur æfður með verkefnum. Einnig kappkostum við að bjóða upp á hágæða notendaþjónustu hvort sem viðskiptavinir kjósa að hafa samband við okkur símleiðis eða í tölvupósti. Við viljum tryggja að kúnnar okkar fái það út úr kerfinu og þjónustu okkar, sem þeir þurfa til þess að halda skilvirkum rekstri og viðskiptavinir hafa margsinnis hrósað okkur fyrir þægilegt viðmót og þolinmæði.“

 

Hvað um gögnin?

Netbókhald.is hýsir öll gögn viðskiptavina sinna og tekur reglulega afrit af þeim. Viðskiptavinir Netbókhalds.is eru eigendur allra gagna sem eru sett inn. „Menn hafa oft spurt okkur hvað verði um gögnin ef fyrirtæki hættir í þjónustu hjá okkur. Ef svo verður, þá hýsum við gögnin samt áfram og rekstraraðili getur ávallt sótt þau. Við erum að vinna í því að færa kerfið úr því viðmóti sem það er í í dag, þ.e. forrit sem þarf að hlaða niður í hverja tölvu fyrir sig, og inn á veraldarvefinn. Að geta opnað kerfið í vafra mun gera viðmótið enn þægilegra fyrir notendur, sem geta þá komist í gögn sín í hvaða tölvu sem er.“

 

Engar hindranir með Netbókhald.is

„Mörg fyrirtæki eru starfrækt á þann hátt að eigandi, framkvæmdastjóri og bókari búa hver á sínum staðnum, jafnvel hver í sinni heimsálfunni. Með tölvupóstsamskiptum og símtölum má auðvelda slíkan rekstur, en þó eru ávallt einhverjar hindranir eins og tímamismunur eða ólíkir helgidagar. Með áskriftarsamningi við Netbókhald.is eru engar hindranir. Öll gögn er að finna á sama stað, þ.e. inni í netbókhaldskerfinu. Auk þess er innifalinn í netbókhaldskerfinu ótakmarkaður fjöldi færslna og notenda. Eigandi fyrirtækisins og/eða framkvæmdastjóri getur einnig stýrt aðgangi allra þeirra sem hafa aðgang að kerfinu, eftir hlutverki og starfi hvers og eins. Sölumaður hefur þá aðgang að sölukerfi, bókari að fjárhagskerfi og skýrslum og endurskoðandi hefur aðgang að öllu.“

Elvar Níelsson, framkvæmdastjóri og eigandi Netbókhald.is. Mynd: Eyþór Árnason

Netbókhald.is býður upp á fjórar vörur  í áskrift fyrir rekstraraðila: Fjárhagskerfi, sölukerfi, launakerfi og bankatengingu. „Hver vara fyrir sig er sérsniðin að ákveðnum þörfum rekstrar, sem einfaldar viðskiptavinum okkar valið. Við veitum að sjálfsögðu ítarlegar upplýsingar um áskriftarsamninga og ef tilvonandi kúnnar hafa einhverjar spurningar þá má endilega hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst netbokhald@netbokhald.is, í gegnum síma 533-2090 eða með því að senda fyrirspurn á vefsíðuna okkar: netbokhald.is.

Skemmuvegur 4, Blá gata, 200 Kópavogi

Sími: 540-1800

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 vikum

Súperbygg: Öflugt byggingarfyrirtæki á Selfossi

Súperbygg: Öflugt byggingarfyrirtæki á Selfossi
Kynning
Fyrir 2 vikum

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð
Kynning
Fyrir 3 vikum

Reistur frá dauðum með ofurkrafta – Bíómiðar í boði á hasarmyndina Bloodshot

Reistur frá dauðum með ofurkrafta – Bíómiðar í boði á hasarmyndina Bloodshot
Kynning
Fyrir 3 vikum

Ritsmiðja, listasýning og notaleg stemning á Bókasafni Árborgar: „Við erum alltaf með heitt á könnunni“

Ritsmiðja, listasýning og notaleg stemning á Bókasafni Árborgar: „Við erum alltaf með heitt á könnunni“
Kynning
Fyrir 3 vikum

LED húsnúmer geta bjargað lífum!

LED húsnúmer geta bjargað lífum!
Kynning
Fyrir 3 vikum

Lagðar línur, litríkir skúlptúrar og nýtt kaffihús í Listasafninu á Akureyri

Lagðar línur, litríkir skúlptúrar og nýtt kaffihús í Listasafninu á Akureyri
Kynning
Fyrir 3 vikum

Komdu í áskrift hjá Hydra Flot Spa: Nýtt í ár! Hljóðrituð hugleiðsla, Cryo-air andlitsmeðferðir og vinnustaðarnámskeið

Komdu í áskrift hjá Hydra Flot Spa: Nýtt í ár! Hljóðrituð hugleiðsla, Cryo-air andlitsmeðferðir og vinnustaðarnámskeið