Miðvikudagur 19.febrúar 2020
Kynning

Litlaprent: Alhliða prentlausnir fyrir fyrirtæki og stofnanir

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 24. janúar 2020 18:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Litlaprent er fullkomin alhliða prentþjónusta sem býður upp á afar fjölbreyttar prentlausnir fyrir einstaklinga, stofnanir og fyrirtæki. Fyrirtækið er rekið af þeim Georg Guðjónssyni og sonum hans, Birgi Má og Helga Val. „Prentsmiðjan býr yfir afar vönduðum og fullkomnum tækjabúnaði sem gerir okkur kleift að prenta allt alhliða prentefni svo sem kiljur, dagatöl, bæklinga, reikninga, bréfsefni, nafnspjöld, umslög og margt fleira,“ segir Helgi Valur Georgsson, framkvæmdastjóri Litlaprents.

Mynd: Eyþór Árnason

Hjá Litlaprenti starfa reyndir prentarar með mikla fagmenntun og þekkingu til margra ára. Prentstofan tekur að sér hvers kyns forvinnslu fyrir uppsetningu á nafnspjöldum, bæklingum, reikningum sem og umbrot á blöðum og bókum. Einnig er tekið á móti tilbúnum gögnum og þau undirbúin fyrir prentun. Litlaprent býður upp á fjölbreytt úrval á frágangi prentverks, hvort sem um er að ræða brot, vírheftingu, fræsingu, gormun, kjallímingu, gyllingu, lamineringu, stönsun, upphleypingu eða annað.

 

Aukin umsvif

Árið 2012 keypti Litlaprent starfsemi og tækjakost Miðaprents, sem varð til þess að fyrirtækið jók þjónustu sína enn frekar með prentun límmiða á rúllu. „Í dag prentum við jafnframt út hefðbundið prentefni fyrir fjölda fyrirtækja og þjónustum þau einnig með límmiðaprentun, þá að miklu leyti fyrir matvælaiðnaðinn og fleira. Starfsemi okkar nær því yfir afar breitt svið alhliða prentunar.“

Mynd: Eyþór Árnason

Fjöldi farsælla viðskipta

„Af okkar tvö þúsund reglulegum viðskiptavinum má nefna til dæmis Mylluna, Málningu og BYKO, sem er jafnframt einn elsti viðskiptavinur okkar og við höfum átt afar farsælt samstarf við í áratugi. Einnig erum við stolt af samstarfi okkar við N1, sem staðið hefur yfir í meira en áratug. Við tókum meðal annars þátt í nafnbreytingunni hjá fyrirtækinu, en yfir því öllu vakti mikil leynd þar til breytingin var loks formlega kynnt. Svo breytingin gengi smurt fyrir sig höfðum við prentað út öll nauðsynleg gögn eins og reikninga og fleira með nýja nafninu, áður en breytingin varð. Við vissum því af þessu áður en nokkur annar og náðum að halda þessu algerlega innanhúss, uns N1 tilkynnti nýja nafnið með pomp og prakt.“

Mynd: Eyþór Árnason

Alls ekki svo lítil lengur

Litlaprent er 60 ára gamalt fyrirtæki og hefur alla tíð verið í eigu og rekstri sömu fjölskyldu og á einni kennitölu. „Afi minn, Guðjón Long, stofnaði fyrirtækið upphaflega árið 1967 og var starfsemin staðsett í sumarbústað á Digraneshæð. Þá var Litlaprent að sönnu lítil prentsmiðja.“ Árin liðu og sonur Guðjóns, Georg, tók við árið 1973. Umskipti urðu í rekstrinum upp úr níunda áratugnum. Fyrirtækið flutti enn og aftur, synir Georgs, Birgir Már og Helgi Valur, hófu störf hjá prentsmiðjunni og fjárfest var í nýjum prentvélum. „Í dag er Litlaprent ásamt Miðaprenti staðsett í um 2.000 fermetra húsnæði og státar af einum fullkomnasta og fjölbreyttasta tækjakosti allra prentsmiðja á landinu.“

Mynd: Eyþór Árnason

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni litlaprent.is

Skemmuvegur 4, Blá gata, 200 Kópavogi

Sími: 540-1800

Netpóstur: litlaprent@litlaprent.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 vikum

Hönnun og eftirlit: Ný eign er ekki sjálfkrafa gallalaus

Hönnun og eftirlit: Ný eign er ekki sjálfkrafa gallalaus
Kynning
Fyrir 2 vikum

Spennandi leiðir til þess að efla sig og styrkja hjá MSS

Spennandi leiðir til þess að efla sig og styrkja hjá MSS
Kynning
Fyrir 3 vikum

Hegas: Nýr sýningarsalur efst á Smiðjuveginum

Hegas: Nýr sýningarsalur efst á Smiðjuveginum
Kynning
Fyrir 3 vikum

Key of Marketing: Markaðssetning á netinu og grafísk hönnun

Key of Marketing: Markaðssetning á netinu og grafísk hönnun