Laugardagur 25.janúar 2020
Kynning

Selfie.is: Myndar gleðina í þinni veislu!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 10. janúar 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósmyndabox eru sífellt algengari sjón við hvers kyns tilefni. Afmæli, fermingarveislur, brúðkaupsveislur, skólaböll, árshátíðir og margt fleira. „Fólk er að átta sig á hvað þetta er sniðug viðbót í veisluna. Ekki skemmir fyrir að kostnaðurinn kemur skemmtilega á óvart, því þetta er alls ekki dýrt, en afraksturinn er aftur á móti ómetanlegur. Það myndast skemmtileg stemning og eftirvænting í kringum kassana sem erfitt er að toppa. Þegar mynd er tekin, er í boði fyrir þá sem eru á myndunum, að láta senda sér í sms, tölvupósti, nota QR kóða eða fá myndina útprentaða þegar leigður er prentari með myndaboxinu. Leigutakinn fær allar myndirnar og Selfie geymir myndirnar í tvö ár. Í lok viðburðar er því til fullt af skemmtilegum myndum sem gaman er að fletta í gegnum og minnast góðra stunda,“ segir Ægir, annar eigenda Selfie.is.

Í Reykjavík, Akureyri og á Ísafirði!

Selfie.is byrjaði árið 2018 að leigja út myndabox í veislur. „Upphaflega vorum við staðsett í Reykjavík, með þrjú myndabox og nokkra bakgrunna, en þetta hefur stækkað hratt. Í dag erum við með fimmtán myndabox, yfir áttatíu bakgrunna og erum staðsett í Reykjavík, Akureyri og á Ísafirði. Því getum við þjónustað stóran hluta af landinu. Þá bjóðum við fólki einnig upp á að sækja til okkar gráa myndaboxið og setja sjálft upp, t.d. ef um er að ræða veislur úti á landi. Gráa boxið er með ljósmyndavél og stúdíóljósi eins og stærri myndaboxin okkar, en er leigt í helgarleigu, frá föstudegi til sunnudags (eða eftir samkomulagi) og því á sama verði.“

 

Myndabox í kynningarskyni

Myndaboxin eru stórsniðug og skemmtileg lausn fyrir fyrirtæki til að nota í kynningarskyni. „Þá er vinsælt að halda viðburði og vörukynningar á vegum fyrirtækisins og leigja myndabox. Hægt er að setja lógó fyrirtækisins á myndirnar sem koma úr boxinu, starfsmenn og gestir deila myndunum á Facebook og Instagram og fyrirtækið verður sýnilegra á samfélagsmiðlum. Einnig hafa fyrirtæki verið að nýta sér myndaboxin í starfsmannamyndatökur, en þetta er mjög hentug lausn þar sem hægt er að velja úr myndum og myndirnar koma strax,“ segir Ægir.

Frábært úrval

Selfie.is býður upp á fjölbreytt úrval af myndaboxum með mismunandi útlit sem passa í margs konar veislur. „Við leggjum mikla áherslu á gæði myndanna, þ.e. að myndaboxin séu með alvöru ljósmyndavél sem skila skýrum og flottum myndum. Við bjóðum einnig upp á myndabox þar sem ipPad tekur myndirnar eins og t.d. Selfie hringurinn.“

 

Gestabókin hefur aldrei verið svona flott

Stærri myndaboxin hafa það fram yfir þau minni að þau hafa möguleika á tengingu við ljósmyndaprentara sem prentar út allt að 700 myndir á staðnum. Selfie.is býður þá upp á gestabækur sem er afar sniðug viðbót í veisluna ef leigður er prentari. Gestabókin er með plastvasa sem myndirnar passa í og þarf því ekki að líma myndirnar í bókina. Þá þarf einungis að smella myndinni í og skrifa skemmtilega kveðju við myndina.

Brons, silfur og gull!

Selfie.is hefur sankað að sér yfir áttatíu mismunandi bakgrunnum og skemmtilegum leikmunum til þess að hressa upp á myndirnar. „Flottur bakgrunnur gerir myndirnar skemmtilegri og eftirminnilegri. Safnið okkar er sístækkandi og bakgrunnar okkar henta við hvaða tilefni sem er. Við erum með brons-, silfur- og gullpakka ásamt því að sérsníða pakka fyrir viðskiptavini.“

  • Bronspakkinn inniheldur myndabox, uppsetningu og frágang.
  • Silfurpakkinn, sem er vinsælastur hjá okkur, inniheldur myndabox, bakgrunn og leikmuni.
  • Gullpakkinn inniheldur myndabox, bakgrunn, leikmuni, prentara og 100 myndir. Þá er hægt að fjölga myndunum í 700 með litlum viðbótarkostnaði.

Á meðan myndaboxin eru í leigu erum við alltaf á vaktinni og hægt að hringja í okkur. Öll myndaboxin eru til sýnis á heimasíðunni selfie.is með stjörnugjöf sem segir til um gæði myndaboxanna.

20% afsláttur á nýju ári

„Við byrjum nýtt ár með að bjóða upp á 20% afslátt sem endar 15. febrúar næstkomandi. Nota þarf kóðann selfie20 við pöntun. Heimasíðan okkar er einföld í notkun og hægt er að panta allt á henni. Við bjóðum fólki upp á að greiða með greiðslukorti, Netgíró, Pei, millifærslu eða að fá innheimtukröfu í bankann.

Það er um að gera að nýta sér afsláttinn sem fyrst og tryggja myndabox í veisluna í tæka tíð því á seinasta ári voru margar helgar fullbókaðar. Við höfum fengið að taka þátt í að skapa minningar með fjölda fólks og erum komnir með fasta viðskiptavini sem leigja aftur og aftur myndabox hjá okkur. Við leggjum okkur fram við að þjónusta okkar viðskiptavini sem best.“

Selfie.is – myndaðu gleðina með okkur

Sími: 519-3636

Tölvupóstur: selfie@selfie.is

Facebook: Selfie.is Myndabox

Instagram: Selfie.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Súperbygg: Öflugt byggingarfyrirtæki á Selfossi

Súperbygg: Öflugt byggingarfyrirtæki á Selfossi
Kynning
Fyrir 1 viku

Nokkrir gullmolar á útsölu Tölvulistans

Nokkrir gullmolar á útsölu Tölvulistans
Kynning
Fyrir 2 vikum

FRUMSÝNING Á PEUGEOT 208!

FRUMSÝNING Á PEUGEOT 208!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Hleypur í gegnum hindranir eftir Dale Carnegie

Hleypur í gegnum hindranir eftir Dale Carnegie
Kynning
Fyrir 3 vikum

Vertu sterkari ÞÚ á nýjum áratug!

Vertu sterkari ÞÚ á nýjum áratug!
Kynning
Fyrir 3 vikum

Suðulist: Stál er okkar fag

Suðulist: Stál er okkar fag
Kynning
Fyrir 4 vikum

Framtíðarbókhald Uniconta: Það hefur aldrei verið ódýrara að skipta um bókhaldskerfi!

Framtíðarbókhald Uniconta: Það hefur aldrei verið ódýrara að skipta um bókhaldskerfi!
Kynning
Fyrir 4 vikum

Dýrin um áramót

Dýrin um áramót