fbpx
Miðvikudagur 21.október 2020
Kynning

Í ljósi aðstæðna býður AÞ-Þrif ehf. nú upp á sótthreinsun á vinnustöðum

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 20. mars 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tímum veirusmits og sóttvarna er mikilvægt að hafa í huga að hreinlæti er besta vörnin gegn smitsjúkdómum. Í ljósi aðstæðna og vegna fjölda fyrirspurna hefur AÞ-Þrif ákveðið að bjóða fyrirtækjum og stofnunum upp á sótthreinsun á vinnustöðum. Sú hreinsun felur í sér sótthreinsun á öllum helstu snertiflötum eins og hurðarhúnum, slökkvurum, handriðum og fleiru. „Við höfum töluverða reynslu af því að sótthreinsa vinnustaði og rými þar sem fjöldi fólks fer í gegn. Til að mynda höfum við sinnt ræstingum á starfsstöðvum Strætó á höfuðborgarsvæðinu í mörg ár. Einnig höfum við séð um daglega ræstingu í Smáralind og Egilshöll síðan í fyrravor. Við bjóðum upp á að sótthreinsun sé framkvæmd að degi til eða eftir lokun vinnustaða. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda okkur tölvupóst á ath-thrif@ath-thrif.is,“ segir Hrund Sigurðardóttir, einn af eigendum AÞ-Þrif ásamt Bjarka Þorsteinssyni og Arnari Þorsteinssyni.

Hrund Sigurðardóttir.

Almenn og sértæk verkefni

AÞ-Þrif ehf. er hreingerningafyrirtæki sem tók formlega til starfa í júlí 2006. Hjá AÞ-Þrif starfa nú um 130 manns og er fyrirtækið það þriðja stærsta á landinu á þessu sviði. „Við tökum að okkur allt sem viðkemur þrifum. Þá er sérsvið okkar iðnaðarþrif fyrir byggingaverktaka ásamt daglegri ræstingu fyrir fyrirtæki. Auk þess erum við með öfluga gluggaþvottadeild þar sem við þjónustum fyrirtæki, húsfélög og einstaklinga.

Við bjóðum svo upp á gólfþrif og mygluþrif. Við hikum ekki við að taka að okkur ýmis sérverkefni, við byggjum á áralangri reynslu og góðri þekkingu. Það er um að gera að hafa samband við okkur ef þú hefur verkefni í huga fyrir okkur. Við leggjum megináherslu á metnað, gæði og umfram allt framkvæmdagleði í öllum okkar störfum.“

AÞ-Þrif er stolt af því að hafa fengið viðurkenningu fyrir Framúrskarandi fyrirtæki þrjú ár í röð. „Einnig erum við Svansvottuð og notum við eingöngu umhverfisvæn efni við ræstingar. Svansvottunin er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og tekur ekki einungis til umhverfismála heldur gerir það einnig gæðakröfur, þar sem umhverfismál og gæðamál fara oft saman. Þetta þýðir að Svansvottunin er einnig gæðastimpill.“

Skeiðarás 12, 210 Garðabæ

Sími: 517-2215

Tölvupóstur: ath-thrif@ath-thrif.is

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu fyrirtækisins ath-thrif.is

Facebook: AÞ-Þrif ehf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
19.09.2020

Losti og leiktæki ástarlífsins

Losti og leiktæki ástarlífsins
Kynning
18.09.2020

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi
Kynning
24.08.2020

457 hestafla rafmagnaður tengiltvinn Explorer PHEV

457 hestafla rafmagnaður tengiltvinn Explorer PHEV
Kynning
21.08.2020

Tveir rafbílar frá Brimborg í heimsmeistarakeppninni í e-rallý

Tveir rafbílar frá Brimborg í heimsmeistarakeppninni í e-rallý
Kynning
24.07.2020

Sturlaðar nýjar Apple tölvur í Tölvulistanum!

Sturlaðar nýjar Apple tölvur í Tölvulistanum!
Kynning
17.07.2020

Allt að 70% afsláttur á útsölunni hjá Kúnígúnd

Allt að 70% afsláttur á útsölunni hjá Kúnígúnd
Kynning
25.06.2020

Tíunda kynslóð örgjörva er mætt á markaðinn: Ótrúleg afkastageta!

Tíunda kynslóð örgjörva er mætt á markaðinn: Ótrúleg afkastageta!
Kynning
16.06.2020

Samsung sumartilboð í Heimilistækjum: Allt að 30% afsláttur!

Samsung sumartilboð í Heimilistækjum: Allt að 30% afsláttur!