fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Kynning

Lagðar línur, litríkir skúlptúrar og nýtt kaffihús í Listasafninu á Akureyri

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 6. mars 2020 18:00

Verk eftir Elín Pjet. Myndir: Daníel Starrason. danielstarrason.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listasafnið á Akureyri er eitt af metnaðarfyllstu listasöfnum á landinu og býður upp á fjölbreyttar listasýningar sem heilla jafnt unga sem aldna áhorfendur. „Við erum með afar ólíkar sýningar í gangi núna og fjöldann allan af ólíkum listamönnum sem taka þátt. Það verður opið hjá okkur alla páskana ef fólk er að leita sér að einhverju skemmtilegu til þess að gera í páskafríinu. Nýverið opnaði Auður B. Ólafsdóttir kaffihúsið Kaffi & list í anddyri safnsins þar sem fæst ýmislegt heimagert góðgæti, pönnukökur og gæðakaffi frá Te & kaffi,“ segir Hlynur Hallsson safnstjóri.

Sýningin Línur er stærsta sýningin á safninu um þessar mundir og stendur til 3. maí. „Þetta er fjölþjóðleg samsýning átta listamanna frá sex löndum og fjórum heimsálfum. Það er virkilega gaman að fá hingað svona alþjóðlega sýningu með listamönnum sem ekki margir á Íslandi þekkja. Listamennirnir eru þau Almuth Baumfalk (Þýskaland), Armando Gomez (Mexíkó), Hiro Egami (Japan), Rym Karoui (Túnis), Miyuki Kido (Japan), Kristine Schnappenburg (Þýskaland), Saulius Valius (Litháen) og Lap Yip (Hong Kong). Sýningarstjóri er Mireya Samper.

Línur.

Sýningin er fjölbreytt, hrífandi og björt. Verkin eru unnin í ólíka miðla. Titillinn Línur vísar til tenginga milli landa, listforma, listamanna og við samfélagið. Línur eru dregnar bæði í huglægri og bókstaflegri merkingu. Efnistökin eru frumleg, s.s. skúlptúrverk eftir Saulius Valius sem er flugvélarvængur gerður úr rauðum þráðum sem teygir sig yfir sýningasalinn og í verki Hiro Egami svífa steinar um rýmið og skapa dáleiðandi áhrif.

„Sjö af þeim átta listamönnum sem taka þátt komu hingað og dvöldu í gestavinnustofum Listasafnsins á Akureyri í hátt í tvær vikur, settu upp verkin sín og skoðuðu náttúru Norðurlands. Gestavinnustofurnar erum við með til umráða fyrir listamenn sem sýna hjá okkar, en við leigjum einnig út til listamanna sem vilja dvelja hér í lengri eða skemmri tíma.“

Sýning Hrafnhildar Arnardóttur – Shoplifter var opnuð í ágúst 2019 og stendur fram til 9. ágúst. „Við erum afar lukkuleg að hafa sýninguna hennar Hrafnhildar hjá okkur í heilt ár, en hún hefur heldur betur slegið í gegn. Sýningin nefnist Faðmar og samanstendur af litríkum loðnum verkum. Það er ekki oft sem gestir fá að snerta verk á söfnum, en hér eru gestir jafnvel hvattir til að knúsa verkin.“

Faðmar.

Sjöunda sýningin undir heitinu Sköpun bernskunnar verður opnuð laugardaginn 7. mars og stendur til 5. maí. „Þetta er árleg sýning og í ár vinna fimm ára leikskólabörn listaverk undir leiðsögn tveggja starfandi myndlistarkvenna, þeirra Jonnu – Jónborgar Sigurðardóttur – og Gunnhildar Helgadóttur, sem á jafnframt verk á sýningunni. Aðrir þátttakendur eru Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður, Brekkuskóli, Lundarskóli og Naustaskóli og leikskólinn Hólmasól. Einnig verða til sýnis verk eftir kanadísku listamennina Natalie Lavoie og Steve Nicoll. Þema sýningarinnar að þessu sinni er hús, heimili, skjól með áherslu á hamfarahlýnun af mannavöldum og áhrif hennar á búsetuskilyrði.“

Eiríkur Arnar Magnússon er þekktur fyrir bókverk sín og hér leitast hann við að upphefja gamalt handbragð og gefa því nýjan tilgang. „Turnar, eftir Eirík fær að standa á svölunum á Listasafninu á Akureyri fram til 9. ágúst. Um er að ræða tvo bókaturna sem eru klæddir timbri úr gömlum húsum. Timbrið ver viðkvæma bókaskúlptúrana gegn veðri og vindum. Á kvöldin er verkið upplýst að innan með gulum nostalgískum ljósbjarma sem sést m.a. frá Akureyrarkirkju.“

Turnar.

Elín Pjet Bjarnason er ein af huldukonum íslenskrar myndlistarsögu. „Þegar hún lést árið 2009 gáfu systursynir hennar Listasafni ASÍ 550 verk eftir hana. Við sýnum brot af þeim verkum hjá okkur á sýningunni Handanbirta / Andansbirta sem Aðalsteinn Ingólfsson setti saman. Verkin á sýningunni eru portrettmyndir og abstraktmyndir og er raðað þannig að andlitin, sem sum hver eru ógnvekjandi og annars-heims, eru á einum vegg, á meðan abstraktverkin eru á veggnum beint á móti og sýna e.t.v. eitthvað sem finna má í hugskotum þeirra sem á portrettmyndunum eru.“ Sýningunni lýkur 17. maí 2020.

Verk eftir Elínu Pjet.

Sýningarnar Frá Kaupfélagsgili til Listagils, Úrval og Vídeovinda eru yfirstandandi fram eftir árinu eða lengur. Sú fyrstnefnda er unnin í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri. „Ljósmyndir og textar kynna fyrir áhorfendum fortíð Gilsins áður en hér var Listagil, en Gilið á mikilvægan þátt í atvinnusögu Akureyrar. Fólk hefur gaman af því að sjá hvernig húsin litu út hér áður fyrr og fræðast um starfsemina sem þar var í gangi.“

Frá Kaupfélagsgili til Listagils.

Úrval er sýning á völdum verkum úr safneign Listasafnsins á Akureyri. „Listamennirnir eiga flestir rætur að rekja til Akureyrar eða Eyjafjarðar. Listasafnið á yfir 700 verk en við val á verkunum á þessa sýningu var fjölbreytni og kynjajöfnun höfð að leiðarljósi.“

Úrval.

Vídeóvinda er vídeóverk úr smiðju Haraldar Karlssonar. Verkið er byggt á vídeóverkinu Warp eftir íslensku listakonuna og frumkvöðulinn Steinu Vasulka. „Verkið sýnir áhorfandann í spéspegli, líkt og í speglasal í tívolí. Börn jafnt og fullorðnir skemmta sér vel við að skoða þetta verk, sem breytist eftir hreyfingum áhorfenda og því hvaða sýning er í gangi hverju sinni. Verkin frá Hrafnhildi Arnardóttur / Shoplifter búa til litríkan bakgrunn fyrir gesti safnsins til að spegla sig í.

Að lokum vil ég segja að ég er virkilega spenntur fyrir sumarsýningunum okkar sem eru fjórar einkasýningar, þeirra Snorra Ásmundssonar, Brynju Baldursdóttur, Heimis Björgúlfssonar og Jónu Hlífar Halldórsdóttur, auk norrænar textílsýningar sem Anna Gunnarsdóttir setur saman. Á Akureyrarvöku í lok ágúst verður svo opnuð yfirlitssýning á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar. Það verður opið hjá okkur yfir alla páskana og ég hvet fólk til að koma og kynna sér fjölbreytileikann  í 12 sýningarýmum.“

 

Listasafnið á Akureyri
Kaupvangsstræti 8–12, 600 Akureyri.

Sími: 461-2610.

Tölvupóstur: listak@listak.is

www.listak.is

Opnunartími: Alla daga kl. 12–17

Opnunartími: Kaffi og list: Alla daga kl. 11.30–18. Frá 1. maí–30.september alla daga kl. 10–20

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum