fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Leiðir til að minnka plast: Áður elskaðir bangsar, tannkremstöflur og heimabakað brauð

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 7. september 2019 12:00

Sævar Þór Halldórsson, Erla Dóra Vogler og Askur Bragi Sævarsson Vogler.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Þór Halldórsson, 34 ára landfræðingur hjá Þjóðskrá Íslands, tekur nú þátt í Plastlausum september þriðja árið í röð. Hann býr með konu sinni og þriggja ára syni á Akureyri þar sem þau vinna markvisst að því að minnka plastnotkun á heimilinu. „Ég hef alltaf verið tengdur náttúruverndarsamtökum og unnið á friðlýstum svæðum. Það er skemmtileg áskorun að lifa plastlausum lífsstíl í heilan mánuð. Þetta var smá átak fyrsta árið en úrvalið á plastlausum vörum er orðið töluvert betra í dag,“ segir Sævar.

Það hlýst margt gott af því að taka þátt í svona átaki. „Maður kynnist nýjum plastlausum lausnum sem hjálpa manni að minnka plastnotkun alla hina mánuðina. Þú lærir líka fljótt hvað það er ótrúlega margt sem kemur í óþörfu einnota plasti. Plastið er frábært efni þegar það er nauðsynlegt, en það er allt of mikið notað í tilgangsleysi.“

 

Lyktin venst furðufljótt

Sævar bendir á að til séu fjölmargar stórsniðugar plastlausar lausnir: „Bambustannburstar og plastlaust tannkrem virka til dæmis mjög vel. Bambusinn endist jafn lengi og plastið og tannkremstöflur eru frábær lausn á plasttúpunum sem tannkremið kemur vanalega í. Við notuðum svo nær eingöngu fjölnota taubleyjur fyrir soninn. Þetta var miklu minna mál en ég hélt, því þetta er bara ein auka vél á þriggja daga fresti. Lyktin við að skola kúkableyjur venst furðufljótt og á milli véla liggja bleyjurnar í edikvatni sem drepur alveg lyktina.

Við erum heppin að eiga góða að þegar kemur að plastlausum lífsstíl. Tengdaforeldrarnir rækta gúrkur, tómata og annað grænmeti í gróðurhúsinu sínu. Systir konunnar saumar barnaföt. Svo smalaði frúin fyrir vinafólk og fékk að launum heilan kindaskrokk sem við eigum nú í frystinum. Skrokkurinn kom í strigapoka sem við nýtum undir garðúrgang. Við erum með lítinn matjurtagarð þar sem við ræktum til dæmis kryddjurtir og rótargrænmeti. Og hverfisfiskibúðin selur fisk í umhverfisvænum umbúðum eða maður getum komið með eigin umbúðir, sem við og gerum.“

Sævar lumar á fleiri ráðum þegar kemur að því að minnka plast á heimilinu. „Eitt sem ég hvet alla foreldra til að prófa er að þegar kemur að barnaafmælum, að biðja fólk um að gefa notaðar gjafir. Það er ótrúlegt magn af leikföngum á flóamörkuðum. Fólk á líka sjálft oft fullt af dóti og fötum sem þeirra börn eru hætt að nota. Hvers vegna ekki að gefa þessum hlutum framhaldslíf? Börnin eru hæstánægð með bangsa sem búið er að elska áður, Lego-kubba sem aðrir hafa leikið sér með og snjógalla sem hefur farið ótal salíbunur niður sleðabrekkuna. Sama gildir um fullorðna. Flóamarkaðirnir eru stútfullir af fallegum bókum og munum sem gaman er að gefa og þiggja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum