fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

Krydduð jól og rífandi stemning á KRYDD Veitingahúsi

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 28. september 2019 12:00

Sjáumst á KRYDD Veitingahús

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KRYDD Veitingahús er einn nafntogaðasti veitingastaður í Hafnarfirði og ekki að ástæðulausu. „Hugmyndin að staðnum er sprottin upp úr orðaleiknum „fun dining“ í stað „fine dining“. Maturinn er samt sem áður auðvitað „fine dining“ en þetta ekki bara veitingastaður, heldur upplifa gestir skemmtilega kvöldstund ásamt því að snæða gómsætan mat,“ segir Hilmar Þór Harðarson, einn af eigendum staðarins.

Jólin á KRYDD

Jólamatseðillinn á KRYDD er vægast sagt girnilegur í ár. „Jólin byrja hjá okkur fimmtudaginn 14. nóvember og standa til 14. desember. Við erum strax byrjuð að taka niður pantanir, en jólamatseðillinn verður í boði á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum. Við höfum ákveðið að vera ekki með hefðbundið jólahlaðborð heldur hafa formið svipað og í fyrra, enda sló þetta rækilega í gegn hjá okkur þá. Jólamatseðillinn í ár er tólf rétta og er hver réttur gómsætari en sá á undan. Þetta byrjar allt á sex litlum forréttum sem hver og einn fær á borðið fyrir framan sig.

Á listanum er confitkalkúnn, andabringa, grafið hreindýr og margt fleira sem kemur bragðlaukunum í rétta stuðið fyrir næsta þátt. Þá er val á milli tveggja aðalrétta, annaðhvort saltfiskur með sultuðum lauk, ólífum og öðru ljúffengu meðlæti eða nautalund með gráfíkjum og framandi sveppum. Í lokin eru bornir fram fimm syndsamlegir og gómsætir eftirréttir fyrir hvern og einn, sem hitta mann bent í jólahjartað. Stemningin sem myndast við hvert borð er ótrúlega skemmtileg þar sem allir borða sama matinn og geta talað saman um hann, pælt í bragði og fleira. Okkur finnst þetta form sniðugra en hefðbundið hlaðborð. Hér úir og grúir ekki á sama diskinum fínlegir forréttir, löðrandi sósur, aðalréttir, eplasalat, laxapaté og fleira sem passar engan veginn saman.“

Jólakokteilar

Hjá KRYDD Veitingahúsi starfa svo einhverjir bestu barþjónar landsins. „Barþjónarnir hafa varið löngum stundum í að setja saman vínpörun með jólamatseðlinum þar sem hvert vín passar sérstaklega vel með matnum sem er á borðinu. Einnig verðum við með sérhannaða jólakokteila sem barþjónarnir okkar töfra fram með hátíðlegu ívafi.“

Jólakvöldverðartónar

Jólastemningin verður svo ekki fullkomnuð nema með skemmtiatriði í hæsta gæðaflokki. „Hún Guðrún Árný, sem hefur séð um hin sívinsælu „sing along“-kvöld hjá okkur, verður með okkur á föstudögum og laugardögum og skemmtir matargestum með þægilegum jólakvöldverðartónum. Þegar síga fer á kvöldið setur hún svo í fjörgírinn sem kemur öllum matargestum í rétta skapið.

Eins og áður sagði erum við byrjuð að taka niður pantanir fyrir jólamatseðilinn og er ekki seinna vænna að panta sem fyrst áður en jólakvöldin verða öll upppöntuð.“

Jólaseðillinn er í boði frá fimmtudeginum 14. nóv–14. des. Guðrún Árný syngur og leikur á píanó á föstudögum og laugardögum, eftirfarandi daga:

  • helgina 15. og 16. nóv.
  • helgina 22. og 23. nóv.
  • helgina 28. og 29. nóv.
  • helgina 06. og 07. des.
  • helgina 13. og 14. des.

Pantaðu borð á vefsíðunni kryddveitingahus.is, í síma 558-2222 eða í gegnum krydd@kryddveitingahus.is.

KRYDD Veitingahús er staðsett að Strandgötu 34, Hafnarfirði.
Nánari upplýsingar má nálgast á kryddveitingahus.is
Facebook: KRYDD Veitingahús
Instagram: kryddveitingahus

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum