fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Rústaðu keppinautinum með geggjuðum græjum frá Tölvulistanum!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 19. september 2019 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafíþróttirnar eru svo sannarlega komnar til að vera og hvert tölvuleikjamótið á fætur öðru festir sér sess í rafíþróttaflórunni. Eitt stærsta tölvuleikjamót ársins, Kubburinn 2019, verður haldið helgina 11. – 13. október og í tilefni þess höfum við í Tölvulistanum tekið saman nokkrar leikjavörur sem vert er að skoða, fyrir áhugafólk sem og lengra komna.

 

Skarpir skjáir

Það skiptir máli að skjárinn sé með góða uppfærslutíðni og ef á að spila lengi er gott að skjárinn dragi úr áreiti á augun. Fyrir fólk sem vill nota fleiri en einn skjá í einu bendum við á 24” bogadregin LED tölvuskjá frá AOC. Uppfærslutíðnin er 144Hz – eða tvöfalt meiri en á hefðbundnum skjá. Flicker-Free tækni dregur úr flökti á skjánum, sem bæði eykur myndgæðin og minnkar álag á augun – og því ekkert mál að spila langt fram á nótt!

Fyrir lengra komna bendum við á ROG Swift 24,5“ PG258Q LED skjáinn frá Asus, en hann er með 240Hz uppfærslutíðni sem er fjórfalt meira en í hefðbundnum skjám. Skjárinn hlaut European Hardware Awards árið 2017 sem besti leikjaskjárinn á markaðnum, enda er hann hannaður sérstaklega til þess að keppa í leikjum á borð við Counter-Strike, StarCraft, League of Legends, Dota 2 og fleira.

 

Með sigur í hendi

Rival 310 músin frá SteelSeries er sérstaklega hönnuð til að láta vel í lófa, bæði hvað varðar snerpu og þægindi, en TrueMove3 neminn er einstaklega næmur og gefur samkeppninni ekkert eftir. Mekanískir takkar eru hannaðir í samstarfi við Omron með það í huga að hámarka svartíma og þola allt að 50 milljón smelli. Og þetta er svo sannarlega ekki það eina sem þessi litla mús getur – þú finnur frekari upplýsingar um þessa öflugu mús á tl.is.

Svo má ekki gleyma M65 RGB ELITE frá Corsair músinni. Hún er byggð á hágæða álramma sem tryggir að hún endist leik eftir leik eftir leik. Að auki er hún með átta stillanlega takka svo þú fáir sem mest úr leiknum. Þar á meðal er einn sérstaklega nákvæmur takki fyrir skyttur. Og ekki nóg með það, heldur er líka hægt að stilla þyngdarpunkt músarinnar og létta músina úr 115 gr í 97 gr. Hún er ekki ELITE fyrir ekki neitt!

 

Lyklaborð eða leynivopn?

Ef þú, eins og margt rafíþróttafólk, hefur fengið skammir um miðjar nætur fyrir hávær takkahljóð á meðan æfingum stendur, þá ættir þú að skoða STRAFE RGB MK.2 mekanískt lyklaborð frá Corsair. Þetta lyklaborð er allt að 30% hljóðlátara en önnur lyklaborð, þökk sé 100% CHERRY MX mekanískra takka. Þá er STRAFE líka með 100% Anti-Ghosting tækni, sem tryggir að hver einasta aðgerð gerist í réttri röð, alveg sama hversu hratt þær eru framkvæmdar.

K95 RGB Platinum lyklaborðið frá Corsair eru svo fyrir fólkið sem vill allt. Álrammi, RGB baklýsing, hljóðlátu CHERRY MX mekanísku takkarnir, sérstillanlegir macro-takkar, 100% Anti-Ghosting tækni og armhvíla sem má taka af og snúa við. Það er svo ótrúlega margt sem hægt er að gera með þessu lyklaborði og þetta gæti vel verið leynivopnið sem færir þér sigurinn.

 

Kristaltær samskipti

Til að fullkomna leikinn þarf góð heyrnartól, til að skilja umheiminn eftir úti og fókusa á gott samspil. HS50 leikjaheyrnartólin frá Corsair henta vel fyrir langa leiki og eru ótrúlega öflug miðað við verð. Memory foam púðar tryggja þægindi fyrir lengri leiki. Heyrnartólin eru Discord vottuð, sem þýðir að hljóðið er kristaltært og ættu því allar skipanir að berast til réttra eyrna.

Fyrir lengra komna bendum við á ROG Strix Fusion 500 frá Asus. Settu ljósin á og taktu leikinn á næsta level. Þessi heyrnartól má stilla saman svo allt liðið geti rústað keppinautunum í fullkomnu samræmi. Heyrnartólin hlutu iF hönnunarverðlaunin 2018, enda fullkomin blanda af fallegri hönnun og tækni. Snertiflötur er á hliðum heyrnartólanna og því auðvelt að stjórna hljóðinu, en samsetning magnara og ASUS Essence keilu gera hljóðið ótrúlega raunverulegt og skírt.

 

Fleiri spennandi og gagnlegar rafíþróttavörur frá framleiðendum eins og Corsair, Razer, Asus, MSI, AOC, Acer, SteelSeries og CoolerMaster svo fátt eitt sé nefnt, má skoða í netverslun Tölvulistans á tl.is eða í næstu Tölvulistaverslun, sem eru á 7 stöðum um land allt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum