fbpx
Fimmtudagur 01.október 2020
Kynning

Umhverfisvænar auglýsinga- og gjafavörur í miklu úrvali hjá Margt smátt

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 17. september 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margt smátt sérhæfir sig í auglýsinga- og gjafavörum fyrir fyrirtæki og félagasamtök. Vægi umhverfisvænna lausna í vöruframboði fyrirtækisins hefur vaxið mikið undanfarin ár og býður Margt smátt nú upp á mikið úrval gæða umhverfisvænna vara „Við tökum starf okkar alvarlega og gerum okkur grein fyrir mikilvægi þjónustu okkar og kappkostum við að fullnægja þörfum viðskiptavina okkar eftir fremsta megni. Markmið okkar hefur alltaf verið að vera leiðandi fyrirtæki á íslenskum markaði í sölu á auglýsinga- og gjafavörum. Í 30 ára sögu fyrirtækisins hefur aldrei verið kvikað frá þessu markmiði.

Einkunnarorð okkar er heiðarleiki og við leggjum mikla áherslu á persónulega þjónustu, gæði, hagstætt verð og stuttan afgreiðslutíma. Við erum afar vel tækjum búin til að merkja auglýsinga- og gjafavörur hér heima. Einnig erum við í góðu samstarfi við framleiðendur um víða veröld sem geta sérframleitt og merkt vörur fyrir viðskiptavini okkar allt eftir þeirra óskum og þörfum,“ segir Árni Esra Einarsson markaðsstjóri Margt smátt.

Umhverfisstefna Margt smátt

Fyrirtæki leitast sífellt í meira mæli eftir því að kaupa vandaðri auglýsingavörur sem eru betri fyrir umhverfið. „Það er afar jákvætt að fólk spáir meira í notagildi og líftíma vörunnar. Margt smátt býður uppá gott úrval af umhverfisvænum vörum þar sem megináhersla er lögð á að framleiðsla þeirra hafi sem minnst áhrif á umhverfið.

Umhverfisvænar auglýsingavörur má flokka nokkurn veginn í tvo hópa. Annars vegar er um að ræða veglegar vörur sem eru eigulegar, fjölnota, nytsamlegar og hafa langan líftíma. Hins vegar er um vörur sem vegna eðlis síns, hafa styttri líftíma, eins og kúlupennar úr pappa, umhverfisvænir einnota bollar og fleira. Vörurnar gegna hlutverki sínu í stuttan tíma og ólíkt plasti brotna þær hratt niður í náttúrunni ef þær lenda þar. Allar þessar vörur eru framleiddar úr náttúrulegum efnum eða úr efnum sem hægt er að endurnýta.“

Umhverfisvæn framleiðsla

Margt smátt er mjög framanlega þegar kemur að notkun véla sem allar eru eru allar drifnar áfram með rafmagni og lofti og menga því ekki. „Við erum eingöngu með prentliti frá viðurkenndum birgjum þar sem umhverfismál eru í fyrirrúmi. Öllum úrgangi (litum og spilliefnum) er safnað saman í þartilgerðan tank sem Efnamóttakan sækir til okkar og eyðir á faglegan og öruggan hátt.“

Nánari upplýsingar og vefverslun má nálgast á margtsmatt.is

Guðríðarstígur 6-8, 113 Reykjavík

Sími: 585-3500

Vefpóstur: office@margtsmatt.is

Fylgstu með á Facebook: Margt smátt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
21.08.2020

Tveir rafbílar frá Brimborg í heimsmeistarakeppninni í e-rallý

Tveir rafbílar frá Brimborg í heimsmeistarakeppninni í e-rallý
Kynning
21.08.2020

Metnaðarfullur dansskóli á fimm stöðum

Metnaðarfullur dansskóli á fimm stöðum
Kynning
06.08.2020

Tryggðu þér nýtt sjónvarp á frábæru tilboði!

Tryggðu þér nýtt sjónvarp á frábæru tilboði!
Kynning
24.07.2020

Sturlaðar nýjar Apple tölvur í Tölvulistanum!

Sturlaðar nýjar Apple tölvur í Tölvulistanum!
Kynning
27.05.2020

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð
Kynning
27.05.2020

Svissnesk gæðagrill fyrir íslenska sumarið

Svissnesk gæðagrill fyrir íslenska sumarið