Fimmtudagur 14.nóvember 2019
Kynning

Jógakennaranám í fyrsta skipti á Suðurnesjum!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 28. ágúst 2019 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meginhlutverk Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum (MSS) er að efla sí- og endurmenntun Suðurnesjamanna, auka menntun og lífsgæði íbúa svæðisins og efla þannig einstaklinga og atvinnulíf. Miðstöðin hefur lengi lagt metnað í að koma til móts við þarfir Suðurnesjabúa til hvers konar endurmenntunar og sjálfseflingar. Á komandi hausti verða eru enn fleiri og spennandi leiðir færar til þess að efla sig og styrkja hjá MSS.

Særún Rósa Ástþórsdóttir, verkefnastjóri Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum.

Mikil eftirspurn eftir jógakennaranámi!

Miðstöðin hefur sett á laggirnar nýtt jógakennaranám í samstarfi við Maríu Olsen, jógakennara. Námið er alls 200 klukkustundir og hefst 28. september næstkomandi. Námið er viðurkennt af jógakennarafélagi Íslands og Yoga Allience. „Það hefur verið töluverð eftirspurn eftir jógakennaranámi hér hjá MSS og þetta er í fyrsta skipti sem nám af þessu tagi er í boði á svæðinu. Hér er því um að ræða algjörlega nýtt tækifæri fyrir áhugasama að sækja sér jógamenntun í heimabyggð. Það var líka kjörið tækifæri að setja á fót samstarf af þessu tagi en námsframboð MSS er margvíslegt og miðar oftar en ekki út frá eftirspurn og þörfum í samfélaginu,“ segir Særún Rósa Ástþórsdóttir, verkefnastjóri Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum.

„Það hefur verið draumur minn lengi að vera með kennaranám í Yoga. Að geta miðlað þekkingu minni og reynslu áfram til nemenda minna. Í fyrstu var driffjöðrin einnig að vera með þetta nám á Suðurnesjum og í samvinnu við MSS þá rættist sá draumur,“ segir María.

María Olsen, jógakennari.

Góður undirbúningur undir starf jógakennarans

Í náminu er áhersla lögð á verklega kennslu og að þátttakendur fái góðan undirbúning til þess að takast sjálfir á við starf jógakennarans að loknu námi, þó svo margir sæki námið helst til þess að efla eigin færni og dýpka þekkingu sína í jógafræðunum. Námsþættir í náminu eru meðal annars lífstíll jógans, anatómía, kennslutækni, orkustöðvar, jóga Nidra og aðrar slökunaræfingar, siðareglur jógakennara, viðskipti, skattur og fleira, heimspeki og æfingakennsla.

Nánari upplýsingar um námsframboð MSS má nálgast á vef miðstöðvarinnar mss.is

Fylgstu með á Facebook: MSS (Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum).

Krossmóar 4, 260 Reykjanesbæ.
Sími: 421-7500
Vefpóstur: mss@mss.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

FORSALAN HAFIN: GLÆNÝR PEUGEOT 208 BENSÍN og e-208 RAFBÍLL MEÐ 340 KM DRÆGNI

FORSALAN HAFIN: GLÆNÝR PEUGEOT 208 BENSÍN og e-208 RAFBÍLL MEÐ 340 KM DRÆGNI
Kynning
Fyrir 1 viku

Rúmföt.is – Hágæða lúxusrúmföt

Rúmföt.is – Hágæða lúxusrúmföt
Kynning
Fyrir 2 vikum

Atómstöðin – endurlit, frumsýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins föstudaginn 1. nóvember 

Atómstöðin – endurlit, frumsýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins föstudaginn 1. nóvember 
Kynning
Fyrir 2 vikum

Girðing.is skapar öryggi

Girðing.is skapar öryggi
Kynning
Fyrir 2 vikum

Uniconta – bókhaldskerfið sem allir eru að tala um

Uniconta – bókhaldskerfið sem allir eru að tala um
Kynning
Fyrir 3 vikum

Ný íþrótt á Íslandi!

Ný íþrótt á Íslandi!
Kynning
Fyrir 3 vikum

Tennis er skemmtileg hreyfing!

Tennis er skemmtileg hreyfing!