Miðvikudagur 19.febrúar 2020
Kynning

ISR Matrix – Eru starfsmenn þínir öruggir?

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 10:00

©Sigurjón Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir starfa við krefjandi aðstæður þar sem oft geta komið upp erfið og jafnvel hættuleg mál. ISR Matrix er alþjóðlegt öryggisfyrirtæki og hefur verið í samstarfi við lögregludeildir, fangelsi og öryggisfyrirtæki víðs vegar um heiminn sl. 23 ár. ISR hefur einnig þjálfað fjölda lögreglumanna, öryggisvarða og dyravarða á Íslandi. ISR á Íslandi hefur einnig verið í samstarfi við Reykjavíkurborg, ríkisstofnanir og einkafyrirtæki.

ISR Matrix
Jón Viðar Arnþórsson ©Sóllilja Baltasarsdóttir

ISR á Íslandi býður upp á tvenns konar námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir sem tryggja aukið starfsöryggi starfsmanna fyrirtækja og stofnana.

 

ISR PM öryggiskerfi

ISR PM – er öryggiskerfi. Starfsmenn læra að yfirbuga einstaklinga sem eru hættulegir sjálfum sér og öðrum. Kerfið snýst um að aðgerðin fari fram á faglegan hátt. Starfsmenn læra að vinna saman og einnig er lögð mikil áhersla á að mótaðilinn slasist ekki. Kerfið er sem sagt fullkomlega öruggt fyrir þann sem beitir því og þann sem er beittur því.

ISR CLUTCH neyðarvarnarkerfi

ISR CLUTCH – er neyðarvarnarkerfi. Starfsmenn læra að koma sér úr aðstæðum þar sem lífi eða heilsu þeirra er ógnað af hættulegum einstaklingi eða einstaklingum. Starfsmenn læra því harðari tækni sem getur skipt sköpum í erfiðari aðstæðum.

ISR CAT neyðarvörn fyrir konur

ISR Matrix býður einnig upp námskeið fyrir einstaklinga og eru þau auglýst í hverjum mánuði inni á vefsíðu og Facebook-síðu ISR Matrix Iceland. Ásamt fyrrnefndu námskeiðunum ISR PM og CLUTCH býður ISR Matrix einnig upp á námskeið eins og ISR CAT – neyðarvörn fyrir konur. Hildur María Sævarsdóttir er ein þeirra sem hafa sótt ISR CAT námskeið og mælir eindregið með því:

ISR Matrix

 „Ég þekki enga konu sem ekki hefur einhvern tíma haft ástæðu til að óttast um öryggi sitt. Okkur er kennt að vera stilltar og prúðar sem börn og svo þegar við erum orðnar fullorðnar heyrum við að það sé mjög hættulegt að fara niður í miðbæ. Og við verðum smeykar. En við heyrum aldrei um mikilvægi þess að konur læri að verja sig. Úti á götu er enginn að fara að spila eftir einhverjum reglum. Veruleikinn getur verið grimmur og villtur og við þurfum að vera undirbúnar fyrir það.“

Lestu meira um ISR CAT HÉR.

ISR Matrix er staðsett á Stórhöfða 17 en einnig er boðið upp á að setja upp námskeið og æfingar inni á vinnustöðum. Þjálfarar telja það mikilvægt að kenna starfsfólki að bregðast við erfiðum aðstæðum í sínu rétta starfsumhverfi.

Frekari upplýsingar er að finna á isrmatrix.is

Einnig er hægt að senda fyrirspurnir í tölvupósti á isrmatrix@isrmatrix.is eða hringja í síma: 862-0808.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eftirför í miðborginni
Kynning
Fyrir 2 vikum

Hönnun og eftirlit: Ný eign er ekki sjálfkrafa gallalaus

Hönnun og eftirlit: Ný eign er ekki sjálfkrafa gallalaus
Kynning
Fyrir 2 vikum

Spennandi leiðir til þess að efla sig og styrkja hjá MSS

Spennandi leiðir til þess að efla sig og styrkja hjá MSS
Kynning
Fyrir 3 vikum

Hegas: Nýr sýningarsalur efst á Smiðjuveginum

Hegas: Nýr sýningarsalur efst á Smiðjuveginum
Kynning
Fyrir 3 vikum

Key of Marketing: Markaðssetning á netinu og grafísk hönnun

Key of Marketing: Markaðssetning á netinu og grafísk hönnun