Mánudagur 18.nóvember 2019
Kynning

Góð lýsing er lykillinn að fallegu heimili

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar kemur að hönnun rýmis skiptir miklu máli að velja rétta lýsingu, þar sem lýsing getur gert mjög mikið til að skapa rétta stemmningu. Lýsing & Hönnun er lítið fjölskyldufyrirtæki sem kappkostar að veita persónulega og góða þjónustu varðandi allt sem viðkemur lýsingu, fyrir allar tegundir bygginga. „Starfsmenn okkar eru sannkallaðir reynsluboltar í faginu en Heimir Jónasson, rafmagnsiðnfræðingur og eigandi fyrirtækisins, hefur mjög mikla reynslu í raflagna- og lýsingarhönnun. Ég er búin að vinna lengi við lýsingarhönnun og Karlotta Guðlaugsdóttir er menntaður hönnuður,“ segir Erla Heimisdóttir viðskiptafræðingur, en hún stofnaði Lýsingu & Hönnun árið 2007 ásamt eiginmanni sínum, Heimi.

Ýmiskonar verkefni

„Við höfum verið afar lánsöm að fá að taka þátt í ýmsum skemmtilegum verkefnum. Bæði höfum við unnið með húseigendum að endurbótum og nýbyggingu á einbýlishúsum, sem og arkitektum og innanhússarkitektum í fjölbreyttum og spennandi verkefnum, bæði stórum og smáum. Hvort sem um er að ræða eina íbúð, einbýlishús, hótel, skrifstofuhúsnæði, íbúðablokkir, veitingastaði eða íþróttamannvirki, þá sjáum við um þetta allt, enda kunnum við vel til verka,“ segir Erla.

Allt á einum stað

„Við vitum að það er í mörg horn að líta þegar verið er að byggja og þá hjálpar að geta fengið allt sem snýr að rafmagnshlutanum á einum stað. Hugmyndin að fyrirtækinu var því upphaflega sú að aðstoða húsbyggjendur við allt sem sneri að rafmagni í húsum, svo sem raflagnateikningar, lýsingarhönnun, rafbúnað og allt það val sem viðkomandi stendur frammi fyrir. Það er alveg greinilegt að mikil þörf hefur verið á markaðnum fyrir þjónustuna sem við bjóðum upp á, enda hefur verið mikið að gera hjá okkur undanfarið,“ segir Erla.

Líkt og nafnið gefur til kynna þá er starfsemi Lýsingar & Hönnunar tvíþætt. Annars vegar er um að ræða verkfræðiþjónustu í raflagnateikningum og lýsingarhönnun. Hins vegar er Lýsing & Hönnun einnig verslun þar sem aðaláherslan er á allar gerðir ljósa fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. „Í versluninni erum við með gríðarlegt úrval af fallegum ljósum og ljósakrónum sem prýða hvers kyns rými,“ segir Erla. Einnig býður fyrirtækið upp á sérfræðiráðgjöf í lýsingarhönnun fyrir einstaklinga og fyrirtæki, þar sem starfsmenn á vegum fyrirtækisins mæta á staðinn, taka út húsnæðið og ráðleggja varðandi raflagnir og val á lýsingu.

 

HDL hita- og ljósastýrikerfi

„Mikill meirihluti húsbyggjenda, sem leita til okkar, velur HDL hita- og ljósastýrikerfi en það kerfi býður upp á endalausa möguleika sem uppfylla mjög mismunandi kröfur. Verðið kemur líka skemmtilega á óvart, en HDL kerfið er alls ekki mikið dýrara en að vera með hefðbundna ljósdeyfa og hitanema,“ segir Erla.

HDL hita- og ljósastýrikerfi.

Með HDL kerfinu er meðal annars hægt að stjórna ljósum og hita með spjaldtölvum. Þannig má breyta stemmningu í rýminu á afar einfaldan og þægilegan hátt. Einnig er hægt að stýra hita og ljósum með einum rofa sem myndar heildstætt kerfi. Nýlega kom HDL fram með byltingarkennda nýjung sem auðveldar eigendum eldri húsa að vera með HDL kerfi, þrátt fyrir að raflögn hússins sé ekki sérstaklega löguð að kerfinu. Um er að ræða þráðlausa rofa sem hægt er að setja nánast hvar sem er og því talsvert einfaldari í uppsetningu en hefðbundið HDL kerfi.

Fallegt veggfóður setur punktinn yfir i-ið í glæsilegum rýmum.

Veggfóður fyrir falleg rými

Þó að lýsing sé í kastljósinu hjá Lýsingu & Hönnun þá er þar einnig hægt að fá dásamleg veggfóður frá hollenska fyrirtækinu NLXL. Um er að ræða gífurlega fallegt og endingargott veggfóður sem setur punktinn yfir i-ið í glæsilegum rýmum.

Lýsing & Hönnun er staðsett að Skipholti 35, 105 Reykjavík.
Opið er mánudaga til föstudaga frá klukkan 10–17,  miðvikudaga frá klukkan 10–18.

Sími: 588-0506.
Netfang: lysingoghonnun@lysingoghonnun.is.

Allar vörur má sjá í vefverslun Lýsingar og hönnun inná lysingoghonnun.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Svona búa Samherjar

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Falinn gimsteinn í Kolaportinu: Skartgripir úr smiðju Sigal Har-Meshi eiga aðdáendur allan heim

Falinn gimsteinn í Kolaportinu: Skartgripir úr smiðju Sigal Har-Meshi eiga aðdáendur allan heim
Kynning
Fyrir 1 viku

Eitthvað fyrir alla í Pole Sport Heilsurækt

Eitthvað fyrir alla í Pole Sport Heilsurækt
Kynning
Fyrir 1 viku

Vinnur með þjóðararfinn og íslenska náttúru í fallegri hönnunarlínu Krums

Vinnur með þjóðararfinn og íslenska náttúru í fallegri hönnunarlínu Krums
Kynning
Fyrir 1 viku

Íslendingar velja endurnýttar jólagjafir fyrir umhverfið!

Íslendingar velja endurnýttar jólagjafir fyrir umhverfið!
Kynning
Fyrir 2 vikum

11 þúsund miðar seldir á Kardemommubænum!

11 þúsund miðar seldir á Kardemommubænum!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Raftækjadagar í Byggt og búið: 10-50% AFSLÁTTUR Á ÖLLUM RAFTÆKJUM!

Raftækjadagar í Byggt og búið: 10-50% AFSLÁTTUR Á ÖLLUM RAFTÆKJUM!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Íslenskur hamborgari á lista yfir bestu borgara heims!

Íslenskur hamborgari á lista yfir bestu borgara heims!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Atómstöðin – endurlit, frumsýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins föstudaginn 1. nóvember 

Atómstöðin – endurlit, frumsýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins föstudaginn 1. nóvember