fbpx
Miðvikudagur 15.júlí 2020
Kynning

Opið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn alla verslunarmannahelgina: Forspáar hænur, ný leiktæki og verkalýðsdrottningar

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 2. ágúst 2019 14:00

Geiturnar fengu trampólín til þess að leika sér á í sumar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er opið alla verslunarmannahelgina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum frá kl. 10.00 til 18.00. Hefðbundin dagskrá verður í kringum dýrin og leiktæki, gömul og ný, verða opin. Veðurspáin er góð og því upplagt fyrir borgarbúa og aðra gesti að eyða hluta dags í garðinum. 

Sunnudaginn 4. ágúst kl. 16.00 kemur ungt tónlistarfólk til að skemmta gestum garðsins. Um er að ræða hljómsveitirnar Karma Brigade, Blóðmör og tónlistarkonuna Kristínu Sesselju ásamt félögum. Þau munu koma fram á sviðinu í Fjölskyldugarðinum. Hefðbundinn aðgangseyrir gildir og tónleikunum verður lokið þegar garðinum er lokað kl. 18.00.

Það er ekki að ástæðulausu að Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hefur skipað sér fastan sess í hjörtum borgarbúa. Villt íslensk spendýr, húsdýr, fuglar, skriðdýr, krúttlegar kanínur, hænsn, skemmtilegar uppákomur og fleira.

Selirnir vekja alltaf aðdáun gesta.

„Öll helstu húsdýr Íslendinga skipa að sjálfsögðu heiðurssess í Húsdýragarðinum og er dýrmætt að borgarbúar fái þar tækifæri til að heimsækja þau og kynnast þeim. Villt íslensk landspendýr er einnig að finna í garðinum ef frá eru taldar rottur. Mýsnar eru hér algeng sjón og virðast fylgja hvers kyns dýrahaldi. Landselirnir eru svo að vanda sívinsælir og alls kyns fuglar eru hér, ýmist heimilisfastir eða koma í heimsókn,“ segir Unnur Sigurþórsdóttir, verkefnastjóri fræðsludeildar.

Unnur Sigurþórsdóttir.

Tvær verkalýðsdrottningar fæddust 1. maí

„Sauðburður hófst á verkalýðsdaginn 1. maí þegar ærin Bílda bar tveimur lambadrottningum, sannkölluðum verkalýðsdrottningum. Sauðburður dreifðist svo jafnt og þétt á næstu tvær vikur og alls fylgja nú tíu lömb sjö ám og öll una glöð við sitt. Faðir allra lambanna er hrúturinn Grámann sem vekur mikla athygli í hópnum enda vel hyrndur, stór og stæðilegur.“

Yngsta kynslóðin hrifin af þúsundfætlunum

„Dýrin sem þykja hvað mest framandi tilheyra flokki skrið- og froskdýra, enda finnast þessi dýr ekki í íslenskri náttúru. Einnig erum við með nokkrar tegundir erlendra skordýra. Þessi dýr búa öll í sama húsi, sem í daglegu tali er kallað skriðdýrahúsið. Eitt af vinsælli námskeiðum fræðsludeildar garðsins kallast Hugrakkir krakkar. Leikskólanemendum gefst þá kostur á að heimsækja þessi dýr og handfjatla nokkur af skordýrunum. Þúsundfætlur og förustafir eru vinsælust og gaman að sjá hvað yngsta kynslóðin er viljug að kynnast þeim. Þeir eldri eru ekki alltaf eins viljugir. Mjólkursnákurinn Flækja vekur mikla athygli í skriðdýrahúsinu en hitastigið þar inni er vel yfir 20°C.“

Spádómsfuglar og uppreisnarhænsn

„Haninn Nonni kóngur ræður ríkjum í fuglagarðinum og til að flækja ekki hlutina heita allar hænurnar hans Lotta. Til aðgreiningar eru þó stundum sett hin og þessi forskeyti fyrir framan nafnið. Þegar boltaæðið grípur landann heita þær allar Bolta Lotta og hafa jafnvel verið fengnar í fjölmiðla til að spá fyrir um gengi Íslands í keppnum. Júró Lotta hétu þær allar þegar Söngvakeppnin var í algleymingi. Undanfarin ár hefur Unga Lotta oftar en ekki stolið athyglinni því hún er sú eina í hópnum sem hefur þolinmæði til að liggja á eggjum. Hún fer af bæ, kemur sér fyrir í lundi einum á hreindýrastykkinu, verpir og liggur á í 21 dag. Síðan mætir hún í fuglagarðinn stolt af hópnum sínum sem mest hefur talið sjö unga.“

Nonni og Lotturnar.

Sívinsæll skemmtigarður

Fjölskyldugarðurinn er stútfullur af skemmtilegum leiktækjum fyrir yngstu kynslóðina. „Vinsælasta tækið undanfarin ár er fallturninn. Hann var endurnýjaður 2018 og er yfir 20 metra hár. Hringekjan er að sama skapi sívinsæl en hún var tekin niður í vor og send til Ítalíu í yfirhalningu hjá framleiðendum. Henni hefur verið fundinn nýr staður í garðinum og verður sett þar upp að yfirhalningu lokinni.“

 

Ný skemmtitæki í Fjölskyldugarðinum

„Meðal nýjunga í ár er lítill kastali fyrir yngstu börnin og klessubílar. Svo má alls ekki gleyma skemmtitækinu Mjölni, sem áður nefndist Sleggjan, og var að finna í Smáralind. Af öðrum endurbótum í Fjölskyldugarðinum má helst nefna að kastalasvæðið hefur fengið allsherjar andlitslyftingu. Svo er verið að ljúka við dýpkun bátatjarnarinnar en hún var orðin svo grunn að ströndun var daglegt brauð hjá þeim sem skelltu sér bátsferð.“

Fjölskylduárskort eru án efa hagkvæmasti kosturinn þegar fjölskyldan ætlar að skella sér í garðinn. Með kortinu fær öll fjölskyldan, óháð barnafjölda, aðgang í garðinn eins og oft og hún vill. Þegar tækin í Fjölskyldugarðinum eru opin fá allir fjölskyldumeðlimir dagpassa í þau í hverri heimsókn.

  • Fjölskylduárskort kostar 20.300 kr. og gildir í eitt ár frá útgáfudegi.
  • Einstaklingsárskort kostar 10.300 kr. Þeim fylgir dagpassi í tækin með hverri heimsókn.
  • Dagpassar í tækin eru einnig fáanlegir í garðinum en með þeim fær handhafi ótakmarkaðan aðgang í öll leiktækin og á hestbak.

Frá 1. júní verður opið alla daga frá 10–18 í garðinum og opið í leiktæki Fjölskyldugarðsins alla daga vikunnar.

Nánari upplýsingar má nálgast á vef garðsins mu.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
23.05.2020

Húseining er frumkvöðull í tilbúnum húsum á Íslandi

Húseining er frumkvöðull í tilbúnum húsum á Íslandi
Kynning
23.05.2020

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið
Kynning
06.04.2020

GeoSilica: Styrkir ónæmiskerfið og engin skaðleg aukaefni

GeoSilica: Styrkir ónæmiskerfið og engin skaðleg aukaefni
Kynning
03.04.2020

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu
Kynning
19.03.2020

CoreData Solutions: Íslenskt hugvit og fjarlausnir fyrir fyrirtæki og stofnanir

CoreData Solutions: Íslenskt hugvit og fjarlausnir fyrir fyrirtæki og stofnanir
Kynning
19.03.2020

Einum gesti á dag boðið á hlýða á ljóðalestur af Stóra sviðinu á meðan samkomubanni stendur

Einum gesti á dag boðið á hlýða á ljóðalestur af Stóra sviðinu á meðan samkomubanni stendur