fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

Indexmedica: 14 ára starfsreynsla og tannkrónur á 48 klukkustundum

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 11. ágúst 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indexmedica er ein stærsta og nútímalegasta tannmeðferðarstofa Póllands og hefur starfað sem einkastofa síðan 2006. Stofan býr yfir þrettán ára reynslu í heilsutúrisma og hefur verið með ISO 9001 vottun síðan árið 2008. Stofan var valin ein af fimm bestu tannlæknastofum Póllands af Global Clinic Rating.

Ferlið hjá Indexmedica er afar einfalt. „Viðskiptavinurinn bókar flugið og við sjáum um restina. Við bókum hótelgistingu, far frá flugvellinum á hótelið sem og tímapantanir hjá tannlæknum Indexmedica. Stofan er staðsett í hinni gullfallegu Kraká í Póllandi og geta viðskiptavinir notið ómetanlegra menningarverðmæta, skemmtilegra skoðunarferða og afar hagstæðs verðlags, allt á meðan þeir öðlast bros drauma sinna með hjálp hinna færu tannlækna Indexmedica,“ segir Jadwiga Szymeczko, framkvæmdastjóri Indexmedica.

14 ára starfsreynsla

„Meðalstarfsreynsla tannlækna Indexmedica er rúmlega fjórtán ár og fara þeir reglulega í endurmenntun og endurþjálfun til þess að geta veitt viðskiptavinum stofunnar bestu þjónustu sem völ er á.“ Tannmeðferðum fylgir í flestum tilfellum eins til fimm ára ábyrgð og í sumum tilfellum er ævilöng ábyrgð.

Snögg afgreiðsla á keramikkrónum

Indexmedica býður upp á afar breitt úrval af tannmeðferðum en þær vinsælustu meðal erlendra viðskiptavina tannmeðferðarstofunnar eru tannplantar, krónur, brýr, postulínsskeljar, fyllingar og tannhvíttun. „Að auki erum við útbúin stafrænum munnhols-skanna sem gerir okkur kleift að fullgera keramikkrónur á tveimur sólarhringum, en þessi snögga afgreiðsla hefur hentað erlendum gestum okkar einkar vel.“

Fyrir og eftir postulínsskeljar.

Indexmedica tannmeðferðarstöðin býður upp á töluvert af þjónustu, viðskiptavinum að kostnaðarlausu

  • Frítt far, með enskumælandi bílstjóra, frá flugvellinum í Kraká á gististað.
  • Við bókum fyrir þig gistingu frítt á hótelum okkar eða samstarfshótelum.
  • Sjúklingar sem eru að koma í fyrsta skipti fá alltaf a.m.k. eina fría gistinótt á hótelunum okkar.
  • Aðstoð enskumælandi þjónustustjóra er í boði allan sólarhringinn án endurgjalds.
  • Tannskoðun og viðtal við einn af okkar hæfileikaríku tannlæknum.
  • Nákvæm meðferðar- og kostnaðaráætlun sem og tímaáætlun án skuldbindingar.
  • Stafrænar Panorama röntgenmyndatökur sem og RVG stafrænar myndatökur af einstaka tönnum gegnum allt meðferðarferlið. Einnig eru stafrænar myndatökur af munnholi og tönnum með munnholsmyndavél fríar.
  • Staðdeyfing og fjarlæging á saumum eftir skurðaðgerðir.
  • Index Medica bókar fyrir þig frítt í skoðunarferðir um Kraká eða í nágrenninu, svo sem saltnámurnar í Wieliczka, Auschwitz, Zakopane og fleira.
  • Allir sjúklingar fá ókeypis pakka sem inniheldur tannkrem, tannbursta, munnskol, tannþráð, kort af Kraká, ICE kort (In Case of Emergency) og bæklinga með upplýsingum um Kraká og Index Medica.
  • Á Indexmedica fá allir viðskiptavinir frítt kaffi, te og kalda drykki. Þar eru tölvur með ókeypis internetaðgangi og prentara, dagblöð, tímarit og starfsfólk sem aðstoðar gesti okkar með bros á vör.

Frí gisting og ódýr fyrsta flokks tannlæknaþjónusta

Indexmedica er eigandi tveggja fjögurra stjarna hótela í miðbæ Kraká, INX Design Hotel og Metropolis Design Hotel, og geta viðskiptavinir þegið að gista þar í fimm nætur frítt fari kostnaður á meðferð upp fyrir 500 evrur. Um er að ræða sérstakt tilboð á gistinóttum út ágúst og verður sama tilboð í boði frá 15. október til 20. mars 2020. Þetta er afar freistandi tilboð sem er erfitt að hafna. „Gestir okkar eru hæstánægðir með að fá bæði ódýra tannlæknaþjónustu og fimm fríar gistinætur mitt í einni fallegustu borg Evrópu. Einnig endurgreiðum við flugmiða upp að 115 evrum ef meðferð sjúklings fer yfir 2.500 evrur. Tilboðið gildir einu sinni á hvern sjúkling.“

Fjöldi íslenskra gesta í hverri viku

Indexmedica fær fjölda gesta frá Íslandi í hverri viku og við vinnum með frábærum túlki sem aðstoðar þá Íslendinga sem tjá sig eingöngu á sínu móðurmáli í gegnum allt ferlið.

„Yfir 2.100 Íslendingar hafa líkað við Indexmedica á Facebook. Það er ekkert skrítið við það hvað Íslendingar eru ánægðir með þjónustuna frá Index Medica því þeir eru að spara allt að 70% á tannlæknakostnaði miðað við það verð sem er í boði á Íslandi. Við höfum einnig reynslu af samskiptum við Sjúkratryggingar Íslands og útbúum ókeypis fyrir sjúklinga okkar skjöl sem gera þeim kleift að fá endurgreiddan hluta kostnaðar við meðferð á stofunni okkar.“ Frá og með 16. september verður enn einfaldara að panta far til Kraká en þá verður boðið upp á beint flug frá Keflavík til Kraká Balice flugvallarins.

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni indexmedica-island.com

Einnig má senda fyrirspurnir á íslensku office@indexmedica.eu eða hringja í síma +48 690 808 840 og fá upplýsingar á ensku.

Facebook: Indexmedica – Tannlæknaþjónusta í Kraków

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum