fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Kynning

Hoppukastalar og veislutjöld fyrir alls konar sumargleði

Kynning
Þuríður Elín Sigurðardóttir
Föstudaginn 28. júní 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Tilefnin geta verið allt frá barnaafmæli upp í stóra skemmtun hjá sveitarfélagi eða félagasamtökum. Leiguverðið á hoppuköstulum er frá undir 20.000 krónum dagurinn, enda eru þeir til í afar mörgum stærðum. Það sama má segja um veislutjöldin. Þú getur fengið lítið tjald sem þú slærð bara upp á lóðinni þinni á einfaldan hátt en síðan erum við með tjöld sem þekja jafnvel þúsundir fermetra.“

Þetta segir Rikharð Sigurðsson hjá fyrirtækinu Exton, sem sérhæfir sig í tækjaleigu og þjónustu fyrir margs konar viðburði. Exton er ekki bara stærsta og öflugasta hljóðkerfa- og ljósaleiga landsins. Núna er vertíð sumarveislna og margvíslegra hátíða undir berum himni og þá koma hin vinsælu leiktæki hoppukastalar og tjöld mikið við sögu.

Sem fyrr segir er úrval hoppukastala hjá Exton afar mikið. Í köstulunum eru rennibrautir eða þrautabrautir og í boði eru margs konar afbrigði, eins og til dæmis Sjóræningjahellir, Skjaldbökuhús og Höfrungakastali. Svo eru til hoppukastalar fyrir fullorðna, því maður er aldrei of gamall til að bregða á leik í Boxhúsinu, Þrautakastalanum, Wipeoutbrautinni eða einhverjum af ótal hoppuköstulum Exton.

 

Einn hoppukastali getur gjörbreytt viðburðinum og sér til þess að þú slærð í gegn.

Hjá Exton eru í boði um 30 tegundir af hoppuköstulum í hinum ýmsu stærðum. Veislutjöld, borð, stólar, uppblásin húsgögn, hljóðbúnaður, batterí LED lýsing og jafnvel hljóðfæri. Í mörgum tilfellum fer út heildarlausn sem við hjálpum fólki að útfæra fyrir hvern viðburð fyrir sig.

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni exton.is og í síma 575 4600 en fyrirtækið veitir sérhæfða ráðgjöf um þessi tæki og sér um uppsetningu þeirra ef þess er óskað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“