fbpx
Miðvikudagur 08.júlí 2020
Kynning

Palli hnífasmiður: Listaverk til notkunar

Kynning
Kynningardeild DV
Föstudaginn 31. maí 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar land var skógi vaxið frá landnámi til 1200–1300 var hægt að búa til kol hér og framleiða stál. En eftir tímabil kulda og afáts á landinu hurfu skógarnir og þá var ekki hægt að vinna kol hér. Þar með var ekki hægt að framleiða stál og því voru allir hnífar innfluttir næstu aldirnar,“ segir Páll Kristjánsson, Palli hnífasmiður, sem býr til hnífa í smiðju sinni að Álafossvegi og eru þeir miklir listagripir.

Þessir gripir eru mjög vinsælir hjá erlendum ferðamönnum og hjá þeim gengur Palli undir nafninu The Knifemaker og kynnir framleiðslu sína á vefsíðu sem er á ensku. „Það er miklu minni hefð fyrir hnífum hjá Íslendingum en meðal annarra þjóða og raunar minni hefð fyrir því að kaupa handverk,“ segir Páll.

Engir tveir hnífar eru eins

„Ég kaupi blöðin að utan en sköftin bý ég til úr innlendum efnivið og með þeim hætti að það eru engir tveir hnífar eins,“ segir Palli en hann notar meðal annars íslenskt tré, hreindýrshorn, hófa og klaufir, hrútshorn, hvaltennur og hvalbein og fleira sem efnivið.

„Ég er annars vegar með veiðihnífa og hins vegar eldhúshnífa. Ég geri veiðihnífana sjálfur en samstarfskona mín, Soffía Alice Sigurðardóttir, gerir eldhúshnífana,“ segir Palli. Þessir fallegu gripir kosta sitt enda er þetta engin fjöldaframleiðsla. Ódýrustu veiðihnífarnir kosta 25.000 kr. og ódýrustu eldhúshnífarnir eru frá 45.000 kr. En fólk er að fá einstakan grip í hendurnar.

„Þetta eru listaverk til notkunar,“ segir Palli og með því á hann við að samhliða því hnífarnir henti til hagnýtrar notkunar séu þeir listagripir.

Sjáðu listamanninn að störfum

Listagripir Palla eru til sýnis og sölu á tveimur stöðum, annars vegar í versluninni Brynju við Laugaveg, en hins vegar í smiðju hans að Álafossvegi 29 í Mosfellsbæ. Þar má sjá listasmiðinn að störfum og spjalla við hann og úrvalið er öllu meira þar en í Brynju. Opið er að Álafossveginum frá kl. 9 til 18 virka daga.

Gjafabréf eru í boði fyrir þá sem vilja gefa ástvini einstakan smíðisgrip og nytjahlut í jólagjöf.

Þess má geta að Palli býður upp á helgarnámskið þar sem fólk smíðar hníf og slíðrar hann. Námskeiðið er einnig tilvalið sem gjöf. Verð er 30.000 kr. Ef næg þátttaka fæst mun Palli halda sams konar námskeið úti á landi.

Nánari upplýsingar í síma 899-6903 og á vefsíðunni knifemaker.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
22.05.2020

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn
Kynning
21.05.2020

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu
Kynning
06.05.2020

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar
Kynning
20.04.2020

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið
Kynning
21.03.2020

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki
Kynning
20.03.2020

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum
Kynning
16.03.2020

GLÆNÝR PEUGEOT 2008 SUV FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG 19.-28. MARS Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI

GLÆNÝR PEUGEOT 2008 SUV FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG 19.-28. MARS Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI
Kynning
16.03.2020

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna