fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Kynning

Hlátur, hrollvekja og hamingjustund á Vetrarhátíð í Kópavogi

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 15:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Metfjöldi viðburða er í Kópavogi á Vetrarhátíð sem fram fer um helgina. Safnanótt er á föstudeginum 8. febrúar og sundlauganótt laugardaginn 9. febrúar. Nálgastu dagskrána hér.

Þinn eigin ratleikur!

Ævar Þór Benediktsson verður sérstakur gestur á Bókasafni Kópavogs á Safnanótt en hann er höfundur bókaflokksins góðkunna. „Hátíðin dregur að þessu sinni nafn sitt af bókaflokki Ævars en hann leiðir áheyrendur á vit ævintýra með skemmtilegum viðburðum allt kvöldið,“ segir Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála í Kópavogi.

Fyrir utan Bókasafn Kópavogs taka Náttúrufræðistofa Kópavogs, Salurinn, Héraðsskjalsafn Kópavogs, Gerðarsafn og Kópavogskirkja þátt í Safnanótt. „Dagskrá Vetrarhátíðar í Kópavogi hefur aldrei verið glæsilegri en núna. Viðburðir eru fjölmargir og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ bætir Soffía við.

Vídjóverk og raftónlistarupplifun

Af nógu eru að taka þegar fjallað er um Safnanótt í Kópavogi. Kópavogskirkja og Borgarholtið taka á sig óvenjulega mynd með vörpun á vídeóverki Hrundar Atladóttur Inni í kirkjunni verður raftónlistarupplifun undir stjórn Arnljóts Sigurðssonar og Sr. Sigurður Arnarson veitir leiðsögn um nýuppgerða glugga Gerðar Helgadóttur.

Vatnalífverur

Í Náttúrufræðistofu verða lífverur í vötnum, sýnatökur og rannsóknir til umfjöllunar, sérfræðingar sýna aðferðir og svara spurningum forvitinna gesta.

Dansleiðsögn og gestir taka þátt í list

Í Gerðarsafni verður boðið upp á hefðbundna og dansleiðsögn um sýninguna Ó, hve hljótt. Þá leiðir Curver Thoroddsen viðburð þar sem gestir varpa eigin vídeóverki á veggi. Midpunkt gallerí tekur þátt og sýnir einnig brot af verkum frá síðustu sýningum.

Uppistand og tónleikar

Í Salnum verða tvennir tónleikar með Gissuri Páli Gissurarsyni, Andri Ívars uppistandari kitlar hláturtaugarnar í Bókasafninu og þar geta gestir líka sveiflað sér í arabískum dansi svo fátt eitt sé nefnt.

Hamingjustund

Þess má að lokum geta að Safnanótt stendur frá 18.00 til 23.00 en Pure Deli, veitingastaðurinn í Gerðarsafni verður opinn til miðnættis. Þar verður hamingjustund (happy hour) allt kvöldið.

Frítt í sund

Sundlauganótt fer fram 9. febrúar í Salalaug í Kópavogi. Frítt verður í laugina frá klukkan 18.00 og opið til 22.00. Boðið verður upp á skemmtilega dagskrá, aqua zumba, jóga, samflot og þá verður Bjarni töframaður á svæðinu. Rómantísk stemning og tónlist verður við útilaugina, og lýst upp með kyndlum. Ókeypis ís verður á boðstólum fyrir börnin.

Það er greinilega af nógu að taka á Vetrarhátíð Kópavogs!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7