fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Kynning

Hvað er á bak við Messías?

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 11. febrúar 2019 09:26

Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Messías

Fræðslufebrúar Vídalínskirkju heldur áfram. Á öðru kvöldinu sem ber upp á, þriðjudaginn 12. febrúar og stendur frá 19:30 – 21:15 verður fjallað um Messías, bæði út frá trú og einnig út frá tónlist.

Hvað er á bak við hugmyndina um Messías?

Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor í samstæðilegri guðfræði með áherslu á kvennaguðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands fjallar um messíasarhugtakið. Hvað er á bak við hugmyndina um Messías? Hugmyndin hefur skotið niður kolli víða í menningu okkar. Arnfríður mun fjalla um trúfræðina á bak við þetta merkingarþrungna orð.

Georg Friderich Handel

Óratorían Messías eftir Georg Friderich Handel var frumflutt 13. apríl 1742 í Dyflinni og er því frumflutningurinn tengdur páskahátíðinni frekar en jólahátíðinni eins og algengt er í dag. En þetta þekkta tónverk hefur reynst vera mjög slitgott og þolað vel endurtekinn flutning ár eftir ár. Það var góður vinur og stuðningsmaður Handels, Charles Jennens, sem valdi textana sem Handel samdi við. Þar var notast við texta úr Gamla testamentinu sem spáðu um komu Messíasar, frásagnir af Jesú Kristi úr Nýja testamentinu því til staðfestingar að hann væri sá sem koma átti, og lýkur síðan með hugleiðingum um dauða, upprisu og dóm.

Margrét Bóasdóttir

Margrét Bóasdóttir, verkefnisstjóri kirkjutónlistar á Biskupsstofu, fjallar um tónverk Handels. Segir okkur frá sitthverju sem hún telur athyglisvert enda af nægu að taka.

Syngur aríu

Á milli fyrirlsestranna munu Hlín Pétursdóttir Behrens, sópransöngkona og Péter Maté, píanóleikari, flytja tvær aríur úr óratoríunni.

Hlín Pétursdóttir Behrens, sópransöngkona og Péter Maté, píanóleikari,.

Arían Rejoice Greatly, O Daughter of Zion er úr fyrsta hluta Messíasar og vitnar í spádómsbók Sakaría. Þar segir:

Fagna mjög, dóttirin Síon,
lát gleðilátum, dóttirin Jerúsalem.
Sjá, konungur þinn kemur til þín.
Réttlátur er hann og sigursæll,
lítillátur og ríður asna,
ungum ösnufola.

Flutt í annarri takttegund

Hún er flutt í kjölfar þess að englar hafa birst hirðingum og boðað þeim fagnaðarerindið um komu Krists, eins og sagt er frá í jólaguðspjalli Lúkasar. Á fræðslufebrúar verður flutt fyrsta útgáfu Handels sem hann endurskoðaði síðar, en þessi upprunalega útgáfa er í annari takttegund en sú sem við eigum að venjast. Arían hefur því á sér annað yfirbragð en útgáfan sem oftast er flutt.

How beautiful are the feet úr öðrum hluta verksins vitnar í Rómverjabréfið og spádómsbók Jesaja og vitnar í friðarboðskap Krists og nauðsyn þess að breiða hann út meðal annarra þjóða og þjóðarbrota.

Hversu yndislegir eru á fjöllunum fætur fagnaðarboðans
sem friðinn kunngjörir,
gleðitíðindin flytur.

Dagskráin verður flutt í safnaðarheimilinu og því gengið inn norðanmegin. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi
Kynning
Fyrir 1 viku

Narfeyrarstofa: Framúrskarandi matur í fallegu umhverfi

Narfeyrarstofa: Framúrskarandi matur í fallegu umhverfi
Kynning
Fyrir 1 viku

Sundlaug Patreksfjarðar: Stórkostlegt útsýni yfir fjörðinn og bæinn

Sundlaug Patreksfjarðar: Stórkostlegt útsýni yfir fjörðinn og bæinn
Kynning
Fyrir 1 viku

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali
Kynning
Fyrir 2 vikum

Græna tunnan: Endurvinnsla framtíðarinnar

Græna tunnan: Endurvinnsla framtíðarinnar
Kynning
Fyrir 2 vikum

Matreiðslunámskeið Dóru: Grænkeramatreiðsla, vegan-lífsstíll og minni matarsóun

Matreiðslunámskeið Dóru: Grænkeramatreiðsla, vegan-lífsstíll og minni matarsóun
Kynning
Fyrir 3 vikum

Stjörnustríð í Hörpu: Bíótónleikar sem enginn kvikmyndaunnandi má missa af!

Stjörnustríð í Hörpu: Bíótónleikar sem enginn kvikmyndaunnandi má missa af!
Kynning
Fyrir 3 vikum

Black Beach Tours: Ógleymanleg upplifun í Þorlákshöfn

Black Beach Tours: Ógleymanleg upplifun í Þorlákshöfn