fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

„Svei ykkur, flökkuhyski!“: Af munaðarlausu stúlkunni

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 2. desember 2019 14:00

Sigurgeir Jónsson og Sunna Einarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Söguna sem hér birtist, Munaðarlausu stúlkuna, heyrði ég lesna í Ríkisútvarpinu fyrir nær fimmtíu árum,“ segir Sigurgeir Jónsson, kennari til margra ára, rithöfundur og golfari. „Ekki man ég lengur hver lesandinn var en hann tók fram, ef ég man rétt, að sér vitandi hefði hún hvergi birst á prenti. Þar sem mér þótti sagan góð, ósvikin íslensk þjóðsaga, ritaði ég hana upp eftir því sem minnið leyfði og kom henni síðan í eftirfarandi búning.

Í gegnum tíðina hafa afadætur mínar beðið mig um að lesa fyrir sig sögu fyrir svefninn. Ég hef ævinlega neitað því en þess í stað sagt þeim þessa sögu og það aftur og aftur. Líklega eru þær búnar að heyra þessar sögur þrjátíu sinnum eða oftar en samt er beðið um þær þegar háttatíminn nálgast og afi stutt frá.

Í sögunni, sem gerist um jól, er fallegur boðskapur og góðvild umbunað í lokin. Sú sem kemur illa fram við fátæka og talar um flökkuhyski í stað þess að veita þeim aðstoð sína fær á hinn bóginn ekki neitt.

Því miður er það svo að í þjóðfélagi okkar veður græðgin uppi á alltof mörgum sviðum og þar af leiðandi er einmitt full ástæða til að vekja athygli á samhjálpinni, en það gerir einmitt þessi saga – Munaðarlausa stúlkan.

Rétt er að geta þess að myndskreytingar bókarinnar eru í höndum 16 ára Eyjasúlku, Sunnu Einarsdóttur, og hafa myndir hennar þegar vakið mikla og jákvæða athygli.

 

Ömmur, afar, mömmur og pabbar! Lesum börnin okkar í svefn með fallegum sögum. Munaðarlausa stúlkan er einmitt slík saga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum