fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Kynning

Knifemaker: Einstakir handgerðir hnífar í jólapakkann

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 1. desember 2019 14:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Palli hnífasmiður hefur smíðað hnífa í um 35 ár og frá upphafi hefur aðalsmerki hans verið að nýta íslenskt hráefni. 

„Þetta byrjaði sem áhugamál en svo fór fólk að sýna hnífunum áhuga, ég fór að selja þá og svona vatt þetta upp á sig. Í dag er ég að búa til ýmiss konar hnífa svo sem veiðihnífa, flökunar- og fláningarhnífa, útivistarhnífa, tálghnífa, sveppatínsluhnífa og margt fleira. Matreiðsluhnífarnir frá Knifemaker eru svo framleiddir af henni Soffíu Alice, samstarfskonu minni til margra ára og fyrrverandi eiginkonu. Hún lærði af mér á sínum tíma og hefur verið að búa til frábæra matreiðsluhnífa núna í um 7–8 ár,“ segir Páll Kristjánsson.

Mynd: Eyþór Árnason. Páll Kristjánsson, hnífasmiður.

Nýtir það sem til fellur

Hnífarnir frá Knifemaker eru einstakir enda er þetta allt saman handaverk. „Stílar okkar Soffíu eru ólíkir að mörgu leyti. Bæði fáum við fyrsta flokks hnífsblöð að utan. Mín blöð koma frá Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Þýskalandi og hennar blöð koma frá Þýskalandi og Japan. Þá notar hún mikið til erlendan harðvið í sköftin en sjálfur hef ég sérstaka unun af því að nýta íslenskt hráefni, og helst eitthvað sem myndi annars fara forgörðum.

Ég nota aldrei tilbúin efni eins og plast og vil frekar nota náttúrulegan efnivið. Það er líka miklu umhverfisvænna. Það að leita uppi gott, náttúrulegt hráefni fyrir sköftin, er að auki hálf skemmtunin við að búa til hnífinn. Ég fer í sláturhúsin og fæ þaðan horn og hófa. Þá vinn ég hráefnið þannig að hægt sé að nýta það. Hrútshorn þarf að byrja á að sjóða í 5–6 tíma, saga þau svo niður og þurrka í eitt og hálft ár. Hófana þarf að sjóða í tíu tíma, hreinsa til og verka og þurrka jafnlengi og hornin. Einnig nýti ég gömul tré sem falla til úr görðum og margt fleira.“

Mynd: Eyþór Árnason

Handgerður hnífur er falleg jólagjöf

Þeir sem kaupa hnífana hans Palla eru mikið til útivistarmenn og veiðimenn. „Ég hef verið að gera sérstaka sveppatínsluhnífa upp á síðkastið, en þeir eru með sérstöku blaði sem hentar vel til verksins og með bursta á endanum. Þá kaupa safnarar mikið hnífa frá mér, en allir hnífarnir eru þó smíðaðir til notkunar. Hnífarnir mínir eru listaverk og ég lít á sjálfan mig sem listamann.“ Fallegur, handgerður hnífur frá Knifemaker er tilvalin jólagjöf handa kokkinum í þínu lífi, safnaranum, sveppatínslumanninum eða veiðimanninum.

Mynd: Eyþór Árnason

Gæðastund fjölskyldunnar á hnífagerðarnámskeiði

Palli er með stórskemmtileg hnífagerðarnámskeið í boði fyrir bæði fullorðna og börn á unglingsaldri. „Ég legg til allt hráefnið, blaðið og efni í skaftið og svo kenni ég gestum að vinna hníf úr þessu. Það er ótrúlega gaman að fá til mín krakka sem hafa kannski aldrei búið til neitt í höndunum og sjá þau allt í einu standa með tilbúinn hníf sem þeir bjuggu til alveg sjálfir. Að sjá svipinn á þeim er ómetanleg upplifun, enda eru þau svo stolt af sjálfum sér. Þetta er líka frábær leið fyrir foreldra til þess að eyða gæðastundum með börnunum sínum. Öll símanotkun er bönnuð og ég banna líka erlendar slettur. Hér tölum við íslensku (nema náttúrulega ef um erlent fólk sé að ræða). Eitt námskeið er tvö skipti, sex tímar í senn.“

Mynd: Eyþór Árnason

Námskeiðin eru haldin í verkstæði Palla og Soffíu að Álafossvegi 29 í Mosfellsbæ, en þar má einnig skoða hnífalagerinn, sem og fylgjast með listamönnunum að störfum.

Þá fást hnífarnir frá Knifemaker einnig í versluninni Brynju á Laugavegi 29.

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni knifemaker.is

Sími: 899-6903

Tölvupóstur: palli@knifemaker.is

Fylgstu með Knifemaker á Facebook.

Mynd: Eyþór Árnason

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum