fbpx
Sunnudagur 20.september 2020
Kynning

Máttur hjartans: Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar

Kynning
Hildur Hlín Jónsdóttir
Laugardaginn 30. nóvember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Máttur hjartans er ný bók eftir Guðna Gunnarsson. Guðni er stofnandi og upphafsmaður Rope Yoga og GlóMotion-hugmyndafræðinnar.

Guðni er einn af frumkvöðlum Íslands á sviði líkams- og heilsuræktar. Hann hefur starfað við fagið í meira en 40 ár og er m.a. fyrsti lífsráðgjafinn og einkaþjálfarinn á Íslandi.

Máttur hjartans er fjórða bók Guðna en áður skrifaði hann Lífsráðgjafann/Heilrækt, Mátt viljans og Mátt athyglinnar.

Þitt eigið ljós segir til um hversu mikið þú getur séð fyrir þér

Máttur hjartans er skrifuð vegna þess að ég vil hvetja fólk til að vera kraftaverk í sínu lífi með því að vilja sig, til að velja sig og til að valda eigin tilvist út frá forsendum hjartans. Það er mikilvægt að þú skiljir að hvernig þú sérð þig og upplifir – hvaða viðhorf þú hefur til þín – mótar sýn sem framkallar það sem þú sérð fyrir þér og einmitt þetta verður sá veruleiki sem þú skapar,“ segir Guðni.

„Ég vil að þú skiljir hvaða lífsins auðlegð opnast þegar þú tekur ábyrgð á eigin tilvist, verður valfær og eykur eigin heimild til hamingju og þakklætis. Ég vil sjá þig auka heimildina og finna þar hugrekki og áræðni til að lifa til fulls, á þínum forsendum; að sjá þig skilja að enginn er eyland og að aðeins með því að þiggja og gefa af þér geturðu þrifist í lífinu og látið þig skína til fulls,“ bætir Guðni við.

„Við komum okkur þangað sem við erum – með miklum tilkostnaði. Við höfum varið allri ævinni í að verða svona, núna, eins og við erum. Hvers vegna erum við þá að hafna því? Við þessu eru mörg svör og þau opinberast í bókinni, en núna, einmitt núna þegar þú lest þessi orð vil ég biðja þig um að meðtaka eftirfarandi orð með hjartanu, með skilningi dýpst úr hjartanu:

Þú getur ekki farið fyrr en þú ert kominn. Vilji er verknaður, ekki löngun, þrá, ætlun eða von. Máttugur er mættur maður sem hefur fyrirgefið sér og vill sig umbúðalaust.

Þetta er fyrsti lykillinn og sá mikilvægasti einmitt núna þegar lestur bókarinnar er fram undan. Þú getur ekki farið fyrr en þú ert kominn og ef þú ert ekki að framkvæma þá ertu ekki að vilja og valda þeim breytingum sem þú segist vilja. Þetta þýðir einfaldlega að þín viðhorf í eigin garð byrja ekki að breytast fyrr en þú viðurkennir og elskar það hver þú ert, hvernig þú ert og hvar þú ert,“ segir Guðni.

Upphafið að hugmyndinni

Sjáðu fyrir þér. Þannig byrjaði þetta allt saman, fyrir mörgum árum, þegar Guðni hélt námskeið með þessari yfirskrift þar sem áhersla var lögð á sjónsköpun í eigin lífi. „Sjáðu fyrir þér,“ sagði Guðni í mikilvægum orðaleik, „því ef þú getur ekki séð fyrir þér þá geturðu ekki séð fyrir þér.“ Um svipað leyti barst honum tölvupóstur frá Þorvaldi heitnum Þorsteinssyni þar sem hann benti honum á að Sjáðu fyrir þér væri vissulega góð yfirskrift á námskeiði en væri þó enn betri bókartitill.

„Frá þeim degi spíraði fræið sem nú er orðið að bók, úr þessum sakleysislega pósti frá kærum vini mínum, og þér að segja tendrast hjarta mitt við minninguna um þessi samskipti, eins og svo margt í tengslum við þennan fallna meistara orðs og hugsunar,“ bætir Guðni við að lokum.

 

Máttur hjartans fæst í öllum helstu bókabúðum. Einnig er hún til sölu á heimasíðu Rope Yoga Setursins www.rys.is

 

  • Ef þú sérð fyrir þér – þá geturðu séð fyrir þér.

 

  • Við búum yfir ljósi sem jafnast á við sólina. Samt kjósum við að skammta okkur ljósmagn og ljóma inn í lífið.

 

  • Þegar við erum í heilindum og lítum út úr einlægu hjarta – í gegnum þriðja augað með innsæi – þá höfum við getu til að skapa á leifturhraða allt sem við erum tilbúin að heimila, þiggja, upplifa.

 

  • Ertu að dreifa ljósinu – eða ertu beina ljósinu í þá átt sem þú vilt?

 

  • Ertu viljandi og valfær skapari – eða óviljandi, óvalfært slys?

 

  • Ertu dimmir – eða ertu birtir?

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Kynning
12.08.2020

Útsalan í Tölvulistanum er í fullum gangi

Útsalan í Tölvulistanum er í fullum gangi
Kynning
11.08.2020

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi
Kynning
14.07.2020

Brot af því besta á útsölu Byggt og búið: Allt að 75% afsláttur

Brot af því besta á útsölu Byggt og búið: Allt að 75% afsláttur
Kynning
10.07.2020

Glæsilegar nýjar útsýnisíbúðir í sölu við Hafnarbraut 13-15 á Kársnesi

Glæsilegar nýjar útsýnisíbúðir í sölu við Hafnarbraut 13-15 á Kársnesi
Kynning
23.05.2020

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið
Kynning
22.05.2020

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn