fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Kynning

Konukvöld Momo í kvöld!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöld, fimmtudagskvöldið 28. nóvember ætla skvísurnar í Momo að fara á betri skóna og bjóða til veislu! Tilefnið er kynning á vörumerkjunum ICHI og Dranella, en sölustjórar merkjanna heimsækja okkur frá Danmörku til að segja frá merkjunum og fara yfir jólatískuna og hverju við megum búast við á árinu 2020.

Dranella fyrir tímalausar, kvenlegar og sjálfstraustar konur

Dranella snýst um persónuleikann og er fyrir þessa tímalausu, kvenlegu og sjálfstraustu konu sem undirstrikar kvenleika sinn með hráum smáatriðum sem gefur henni þetta „edgy“ lúkk. Grunnurinn hjá Dranella eru fyrst og fremst gallabuxurnar, en Dranella er orðin mjög fræg um alla Evrópu fyrir ekki bara frábær snið heldur ótrúlega þægilegar gallabuxur. Það er mikil teygja í þeim, þær eru vel háar upp með góða ísetu og svo eru þær auðvitað ofboðslega flottar!

ICHI er þekkt fyrir kvenlega tísku fyrir hina veraldarvönu borgarstelpu! ICHI er ófeimin við að blanda saman mismunandi litum, mynstrum og efnum til að skapa nýjan stíl í bland við hefðbundnari línur.

 

Vökvaði konurnar með hvítvíni svo þær féllu ekki í yfirlið

Konukvöld Momo eru orðin þekkt fyrir mikinn glamúr og hafa verið vel sótt undanfarin ár. Við lentum alveg í meiri háttar veseni fyrsta skiptið sem við héldum konukvöld. En það mættu til okkar á milli 600 –  700 konur! Það var ótrúlega fyndin stemningin það árið, það var röð í alla mátunarklefa og við vorum komnar með svona fjöldamátunarklefa inni á lagernum hjá okkur, þar voru 10-15 konur í einu á fullu að máta. Við þurftum að hafa eina manneskju bara í því að ganga á milli með hvítvínsflöskuna til að vökva konurnar svo að þær féllu hreinlega ekki í yfirlið af hitanum og kaósinu.

Lúxus veitingar og dúndur tilboð

Árið í ár verður heldur ekkert slor, við bjóðum upp á veitingar að venju. Í ár verða þær frá LUX veitingum, sem er svona lúxus veisluþjónusta. Kokkarnir hjá LUX eru þeir fremstu á sínu sviði á landinu, hafa unnið til verðlauna bæði með kokkalandsliðinu og allskonar einstaklings keppum um allan heim svo stelpurnar eiga von á góðu. Svo erum við að sjálfsögðu með hvítt í glösum og súkkulaði með kaffinu. Við verðum svo að sjálfsögðu með dúndur tilboð á Dranella og ICHI og einhverja afslætti á öðrum vörum. Svo verðum við með flotta gjafapoka sem við ætlum að gefa.

 

Nóatúnið er staðurinn

Verslunin Momo er staðsett í Nóatúni 17. Við fluttum úr Kringlunni og hingað í Nóatúnið í mars á þessu ári og almennt eru konur mjög ánægðar með breytinguna. Við fundum okkur aldrei í Kringlunni, búðin einhvernveginn tapaði sjarmanum sem við vorum þekktar fyrir á Garðatorginu, þar sem við vorum áður.

Stemningin er aftur orðin svona heimilisleg eins og við viljum hafa hana. Við erum orðnar þekktar fyrir gott úrval af buxum og gallabuxum, en við erum auðvitað með allan fatnað, allt frá buxnadragt yfir í síðkjóla. Við leggjum áherslu á gæðin, þess vegna erum við nær eingöngu með danskan fatnað, þó tókum við nýlega inn eitt hollenskt merki sem heitir Dante 6, það er svona hágæða merki og er aðeins dýrara sem er auðvitað mjög gaman að bjóða uppá í bland við þau sem kosta minna.

 

Verið velkomin á konukvöld í Momo í kvöld, Nóatúni 17.

Fylgsu með nýjum vörum í Momo á Facebook: Momo konur

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7