fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

ISR Matrix: Gefðu ástvinum þínum styrk og öryggi í jólagjöf

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 20:00

Ljósmynd: Sigurjón Magnússon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Viðar stofnaði upphaflega íþróttafélagið Mjölni en rekur nú ISR Matrix. „ISR stendur fyrir Inngrip (Intercept), Stöðva (Stabilize) og Ráða úr (Resolve). ISR er alhliða sjálfsvörn sem byggir á einföldum grunni úr bardagaíþróttum sem auðvelt er að ná tökum á. ISR má leggja stund á og æfa eins og íþróttirnar sem ISR byggir á, en áherslan er lögð á að verjast ofbeldi eins og það gerist í raunveruleikanum,“ segir Jón.

Í ISR er lögð áhersla á að verjast, koma sér undan og verjast átökum. Við göngum aldrei lengra en nauðsynlegt er til að vinna bug á óréttlætinu sem við, og/eða þriðji aðili, verðum fyrir. Hjá ISR kennum við ekki ofbeldi, við kennum vörn gegn því.

 

Gjafabréf að öryggi

Hjá ISR Matrix fást gjafabréf með upphæð að eigin vali. „Fyrir andvirði gjafabréfsins getur handhafi valið sér námskeið að eigin vali sem hentar hverjum og einum. Við bjóðum upp á tvö  grunnnámskeið, í öryggistökum og sjálfsvörn (ISR 101), sjálfsvörn f. Konur (CAT 101). Bæði námskeiðin auk framhaldstíma er hægt að sækja hjá ISR Matrix í Sporthúsinu. Þetta eru frábærar gjafir, sýna hugulsemi gefandans og veita þeim sem hljóta þær styrk og hugrekki til þess að verjast gegn ofbeldi og öðlast aukið öryggi.“ Upplýsingar um hvenær næstu námskeið byrja má finna á vefsíðu ISR Matrix, isrmatrix.is.

Ljósmynd: Sigurjón Magnússon.

Konur verja sig: „Flestir karlmenn yrðu smeykir við að mæta þeim í átökum“

Jón hefur haldið sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur af og til allt frá árinu 2011 við frábærar undirtektir. Hildur María Sævarsdóttir, 32 ára, einhleyp, tveggja barna móðir, hefur frábæra hluti að segja um ISR CAT sjálfsvarnarnámskeiðið. „Mig langaði alltaf að læra sjálfsvörn en fann bara helgarnámskeið sem er ekki nóg. Maður þarf meiri þjálfun. Ég var að takast á við einstakling sem sendi mér óhugnanleg skilaboð sem mér leið illa með. Þetta var mikið og óþægilegt áreiti. Á þessum tíma sá ég auglýsingu frá Jóni Viðari á Facebook. Á námskeiði hjá ISR Matrix lærði ég að spyrna við fótum og gera þessum einstaklingi ljóst að ég vildi þetta ekki. Sem betur fer hætti hann þessu, en hvað ef ég hefði ekki verið svo heppin eins og margar konur sem verða fyrir áreiti en svo gengur einstaklingurinn lengra?“

Ljósmynd: Sigurjón Magnússon.

„Ég þekki enga konu sem ekki hefur haft ástæðu til að óttast um öryggi sitt. Okkur er kennt að vera stilltar og prúðar sem börn og svo þegar við eru orðnar fullorðnar heyrum við að það sé hættulegt að fara niður í miðbæ. En við heyrum aldrei um mikilvægi þess að konur læri að verja sig. Úti á götu er enginn að fara að spila eftir einhverjum reglum. Veruleikinn getur verið grimmur og villtur og við þurfum að vera undirbúnar fyrir það,“ segir Hildur. Hildur segir að sumar konurnar á námskeiðunum séu komnar með yfir 80 þjálfunartíma og séu orðnar ótrúlega færar. „Ég held flestir karlmenn yrðu smeykir við að mæta þeim í átökum,“ segir hún. ISR Matrix býður upp á grunnnámskeið sem allar konurnar þurfa að fara í gegnum fyrst, en það tekur 8 klukkutíma. Síðan tekur við framhaldsþjálfun fyrir konur sem er mjög vinsæl.

Flutt í glæsilegt húsnæði Sporthússins

ISR Matrix flutti þann 1. september í Sporthúsið, Dalsmára 9–11, 200 Kópavogi, þar sem er sérstakur æfingarsalur fyrir starfsemina. Því fylgir frábær aðstaða og þjónusta við iðkendur og fyrirtæki í þjálfun hjá stöðinni. Fullur aðgangur að lyftinga- og tækjasal fylgir nú áskrift að ISR og að sjálfsögðu afnot af búninga- og sturtuaðstöðu, heitapott og gufu.

Skoðaðu möguleikana á isrmatrix.is

Sími: 862-0808

Netpóstur: isrmatrix@isrmatrix.is

Facebook: ISR Matrix Iceland

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum