fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Kynning

Byrjaði að drekka Kombucha Iceland og fann ótrúlegan mun!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttakonan Sædís Jónsdóttir er ein af þeim fjölmörgu góðu og heilbrigðu fyrirmyndum sem við eigum hér á Íslandi. Einungis 24 ára gömul hefur hún unnið þrekvirki í ýmsum íþróttakeppnum og meðal annars tekið þátt í Ironman-keppni í Svíþjóð, þar sem hún tók hálfan járnkarl. Hún stefnir nú á að æfa fyrir heilan Ironman. „Ég hef alltaf verið mikið íþróttum frá því ég man eftir mér. Núna er ég aðallega að einbeita mér að sundi, hjólreiðum og hlaupakeppnum. Þá keppi ég oft í hverri íþrótt fyrir sig en myndi þó segja að mín helsta íþrótt sé í rauninni þríþraut. Þá er þessum  þremur greinum blandað saman í eina keppni. Mjög fjölbreytt og skemmtilegt!“ segir Sædís.

Ljósmyndari: Silja Rut Thorlacius.

Sædís heyrði fyrst af kombucha í gegnum vinkonur sínar sem voru að búa þetta til sjálfar. Þær reyndu að segja henni frá því hvað þetta átti að vera hollt og gott, en eins og með svo margt annað þá fór boðskapurinn beint inn um annað eyrað og út um hitt.

 

Ótrúlegt hvað ég fann mikinn mun á stuttum tíma

„Það var ekki fyrr en ég fann áhrifin af kombucha sjálf að ég fór að kynna mér það betur. Ég var stödd á Indlandi með matareitrun, sem ruglaði alla þarmaflóruna mína og sýrustigið í maganum. Ég gat ekkert borðað í marga daga því maginn var í svo miklu ójafnvægi að hann hélt engu niðri. Ég hafði prófað ýmislegt en fann ekkert sem virkaði. Vinkona mín var með mér, einnig með svipuð einkenni, og hún hafði áður sagt mér frá kombucha. Þá lagði hún til að við gæfum því séns. Innan við sólarhringi síðar vorum við byrjaðar að geta borðað á ný. Það var ótrúlegt hvað ég fann mikinn mun og á stuttum tíma.“

Sædís er með mjólkur- og glúteinóþol en hafði lengst af ekki nokkra hugmynd um það. „Ég var aldrei að glíma við nein magavandamál og það var afar lítið sem sagði mér að eitthvað væri að. Líkaminn er svo magnaður. Ef hann upplifir sama verkinn endurtekið, fer hann að loka á taugaboðin sem segja okkur að eitthvað sé að. Hann heldur bara að við ætlum ekkert að gera í vandamálinu. Sem barn hef ég líklega upplifað óþægindi vegna glútein- og mjólkurvara, en verið of mikill óviti til þekkja orsökina og því gerði ég ekkert í málinu. Með tímanum byrjaði líkaminn að loka á taugaboðin og eftir því sem ég eltist, hætti ég að fá verki. Ég hafði ekki hugmynd um að eitthvað væri að. Í raun höfðu myndast þvílíkar magabólgur í maganum á mér. Þarmaflóran versnaði og versnaði og því fylgdu aukaverkanir sem við tengjum sjaldan við óheilbrigðan meltingarveg.“

 

Kynntist loks Kombucha Iceland

„Eftir að ég kom heim frá Indlandi fór ég að prófa mig áfram með þær vörur sem eru seldar hérlendis. Mér fannst erfitt að finna kombucha sem var jafn „tært“ eða sterkt og á Indlandi. Flest fannst mér of sætt og ég fann lítinn mun við að drekka það. Loks kynntist ég Kombucha Iceland-drykkjunum og er búin að vera alveg „húkkt“ á þeim síðan.“

Kombucha lagaði þarmaflóruna

„Þegar ég fór að drekka Kombucha Iceland fóru gerlanir í drykknum að vinna á magabólgunum og gera þarmaflóruna heilbrigða á ný. Smám saman fann ég fyrir gríðarlegum orkumun á mér, sem ég skildi ekkert í. Þegar ég leitaði útskýringa komst ég að því að líkaminn hafði verið að nota gífurlega orku í vinna gegn magabólgunum. Þegar ég var búin að laga magabólgurnar og þarmaflóruna með kombucha gat líkaminn loks notað orkuna í dagleg störf. Núna í dag, þegar meltingarvegurinn er heilbrigðari og Kombucha Iceland er búið að laga magabólgurnar sem voru til staðar, þá finn ég strax mun þegar ég borða eitthvað sem hefur slæm áhrif á meltingarveginn.“

 

Járnkona, eða að minnsta kosti hálf járnkona

Sædís tók þátt í Ironman 70.3 í Svíþjóð í sumar, eða því sem kallað er hálfur járnkall. „Keppnin var samansett af 1,9 kílómetrum af sundi, 90 kílómetrum á hjóli og svo hálfu maraþoni. Ég veit í raun ekki alveg hvar mörkin liggja á því að vera kölluð járnkona en ég ætla að leyfa þeim titli að koma þegar ég klára heilan Ironman.“ Það má fylgjast með afrekum Sædísar á Instagram: @saedis95.

 

Kombucha hjálpar mér að ná markmiðum mínum

„Það skiptir miklu máli hvað ég set ofan í mig upp á að hafa sem bestu orkuna og mesta kraftinn á æfingunum. Allt heilsusamlegt hjálpar mér að ná markmiðunum mínum. Kombucha Iceland hjálpar mér að halda þarmaflórunni góðri og meltingarveginum heilbrigðum. Það er ótrúlegt hvað óheilbrigð þarmaflóra getur haft slæm áhrif bæði á líkamann, þ.e. orkulega séð, en einnig andlegu hliðina. Þarmaflóran hefur mun meiri áhrif en við gerum okkur grein fyrir. Því er mikilvægt að passa upp á hana og halda meltingarveginum heilbrigðum. Sérstaklega í nútímanum þar sem til er svo ótrúlega mikið af unnum vörum og jafnvel erfiðara að komast í hreinar og náttúrulega vörur.

Kombucha Iceland
©Silja Rut Thorlacius

Ég er alltaf frekar til í Kombucha Iceland en eitthvað annað. Það er smá koffín í drykknum og ef klukkan er orðin margt og mig langar ekki í heilan kaffibolla, finnst mér gott að drekka kombucha í staðinn. Kombucha Iceland er líka saðsamt og ef ég er í nammistuði þá drepur kombucha sætuþörfina. Mitt uppáhaldsbragð frá Kombucha Iceland er engifer eða rauðrófubragðið. Einnig er spirulínu- og jarðarberjabragðið í miklu uppáhaldi. Ég er líka mjög spennt að prófa piparmintu.“

Eftirfarandi aðilar í Reykjavík eru meðlimir í Kombucha Iceland-fjölskyldunni

Krónan, Melabúðin, Fjarðarkaup, Hagkaup, Brauð og co, 10-11, Bio Borgari, Luna Flórens, Gló, Kaffi Laugalækur, Háma, Hipster, Lamb Street Food, Happ, Garðurinn, Reykjavík Roasters, Kaktus Expresso, Yndisauki, Tíu Sopar, Café Roma og Fylgifiskar.

Einnig eru nokkrir sölustaðir úti á landi: Hús Handanna á Egilsstöðum, Hjá Höllu í Grindavík, Sjávarpakkhúsið í Stykkishólmi, Kaja Organic á Akranesi, Búðarnes á Bolungarvík og Fisk Company á Akureyri.

Nánari upplýsingar á kubalubra.is og facebooksíðunni Kombucha Iceland

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum