fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Kynning

RAG flytur inn nýjar rútur: „Það er enginn annar með þetta í Evrópu“

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 24. nóvember 2019 20:00

35 tommu rútan á syningunni í Brussel.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er enginn annar með þetta í Evrópu,“ segir Rafn Arnar Guðjónsson, stjórnarformaður RAG, og á þá við glænýjar 21 manns glæsirútur frá Mercedes-Benz sem voru að lenda á Íslandi, nýkomnar og ylvolgar úr ábyggingarverksmiðjunni BUS-pl í Póllandi. Rúturnar hafa selst vel á Íslandi og eru byrjaðar að seljast í Evrópu. „Eftir sýninguna í Brussel Busworld, þar sem við fórum með tvær rútur, sló 4×4 rútan í gegn. Margar fyrirspurnir og pantanir eru komnar frá Evrópu enda eru rúturnar einstakar í sínum stærðarflokki og tilvaldar fyrir ferðamannaiðnaðinn hvort er í Evrópu eða Íslandi.“

 Settum ný viðmið

„Við erum í samstarfi við Bus-pl í Póllandi og köllum okkur Bus-fjölskylduna. Þar breytum við rútum fyrir ferðamannaiðnaðinn. Bílarnir koma frá Mercedes-Benz verksmiðjunni. Við sem ábyggjendur tökum og breytum grunninum í samræmi við þann tilgang sem bíllinn á að þjóna. Við hjá RAG og BUS-pl settum ný viðmið fyrir þessar lúxusrútur á sínum tíma og erum fyrir vikið að ná góðum árangri á markaðnum.“

Fliegl Skítadreifari.

Það má segja að rúturnar séu einstakar í veröldinni

Mercedes Benz 519 Arctic Edition 4×4 eru einu sprinterarnir í heiminum sem eru 21 manns. Þetta eru stórskemmtilegar 4×4 rútur með hátt og lágt drif sem henta sérstaklega vel á Íslandi og í Evrópu. Einnig er hægt að fá þær á 35 tommu dekkjum. „Hið sama á við þessa rútu eins og allar okkar rútur, hún er einkar vel útbúin og hentar sérlega vel fyrir lengri og styttri ferðir með ferðamenn. Rúturnar eru útbúnar öllum nútímaþægindum svo sem usb-tengjum fyrir síma og myndavélar, innbyggðu wifi-kerfi, fullkominni miðstöð, míkrófónum, færanlegum sætum og mörgu fleira. Þá eru öll helstu þægindi fyrir bílstjórann í ökusætinu sem og aðgeðir í stýri. Einnig er búið að vinna að því að létta rúturnar mikið.

35 tommu rúta á leið til Íslands.

Við höfum selt þessar rútur um alla Evrópu og fóru fyrstu 4×4 bílarnir til Sviss og Austurríkis og eru nú að koma pantarnir alls staðar að í Evrópu t.d. frá Svartfjallalandi, Spáni, Ítalíu og fleiri löndum. Til þess að panta bíl er best að hafa samband við mig í síma 565-2727 eða 892-7502 eða senda mér tölvupóst á rafn@rag.is.“

Fliegl vélavagn.

RAG er einnig með umboð fyrir Fliegl sem framleiðir meðal annars gámagrindur, vélavagna, beislisvagna og fleira. Fliegl er með mikið af landbúnaðartækjum og er fyrirhuguð ferð hjá RAG til Triptis að heimsækja verksmiðjurnar í janúar.

Fliegl Skítadreifari.

Nánari upplýsingar má nálgast á rag.is

Fylgstu með okkur á Facebook: RAG Import – Export

Helluhraun 4, 220 Hafnarfjörður.

Sími: 565-2727 og 892-7502

Netpóstur: rafn@rag.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
31.01.2025

Beiersdorf lyftir baráttunni gegn ótímabærri öldrun húðarinnar – Sjáanleg áhrif á 5 mínútum og langtíma meðferð gegn hrukkum

Beiersdorf lyftir baráttunni gegn ótímabærri öldrun húðarinnar – Sjáanleg áhrif á 5 mínútum og langtíma meðferð gegn hrukkum
Kynning
29.01.2025

Fyrirtækjaþjónusta IKEA – fagleg ráðgjöf þér að kostnaðarlausu

Fyrirtækjaþjónusta IKEA – fagleg ráðgjöf þér að kostnaðarlausu
Kynning
08.11.2024

Frumsýna Audi Q6 á morgun – Kaflaskil í hönnun rafbílsins vinsæla

Frumsýna Audi Q6 á morgun – Kaflaskil í hönnun rafbílsins vinsæla
Kynning
06.11.2024

TIME útnefnir ökumannsskilningskerfi Volvo EX90 eina af bestu uppfinningum ársins 2024

TIME útnefnir ökumannsskilningskerfi Volvo EX90 eina af bestu uppfinningum ársins 2024
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu