Miðvikudagur 11.desember 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Gleðileg gæludýrajól með Dýrafóður.is

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 22. nóvember 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vefverslunin Dýrafóður.is var opnuð árið 2017, en hún er rekin af heildsölunni Vetis ehf. sem var stofnuð af nokkrum dýralæknum árið 2002. Heildsalan flytur fyrst og fremst inn gæludýrafóður og ýmiss konar gæðavörur fyrir gæludýr. Auk þess flytur Vetis inn sérvörur, tæki og búnað fyrir dýralækna. Eigandi fyrirtækisins er Gísli Sverrir Halldórsson dýralæknir. „Það er mikill styrkur fyrir fyrirtækið að Gísli hafi verið starfandi dýralæknir í tæp 40 ár og viti þar af leiðandi sínu viti þegar kemur að fóðrun dýra,“ segir Sigrún Pálmadóttir, rekstrarstjóri Vetis og Dýrafóður.is.

 

Gæði og þekking í þágu dýra

Einkunnarorð Vetis og Dýrafóður.is er Gæði og þekking í þágu dýra, en markmið fyrirtækisins er að vera framarlega á markaði með gæðafóður og endingargóðar hliðarvörur fyrir gæludýraeigendur. Vetis skiptir við ábyrg framleiðslufyrirtæki sem hafa dýrahagsmuni og náttúruvernd í fyrirrúmi. „Við kappkostum að upplýsa og fræða viðskiptavini okkar og endursöluaðila um vörurnar okkar, um almennar þarfir dýranna og þeirra aðbúnað.“

Skemmtilegar og umhverfisvænar jólagjafir fyrir gæludýrin

Langar þig að gera vel við kisu fyrir jólin? Dýrafóður.is er með til sölu frábærar gjafir sem gleðja gæludýrin yfir jólahátíðina.

Umhverfisvæn leikföng og gæludýravörur frá Beco Pets

„Í takti við umhverfissjónarmið okkar erum við stolt að kynna nýtt merki hjá Dýrafóður.is. Beco Pets framleiðir umhverfisvænar og endurunnar vörur fyrir gæludýrin. Meðal annars erum við með tuskudýr fyrir hunda og ketti, úr endurunnum plastflöskum. Einnig erum við með ýmsar aðrar vörur sem búnar eru til úr endurunnum efnum, leikföng úr náttúrulegu gúmmíi og vörur úr „plast“-efni sem búið er til úr bambus og hrísgrjónahýði og brotnar niður í náttúrunni.“

Nammidagatöl og jólasokkar

Dýrafóður.is selur einnig nammidagatöl frá Nobby fyrir hunda og ketti. „Þessi eru sívinsæl enda er gaman að gera vel við gæludýrin í jólamánuðinum.

Svo erum við með stórskemmtilega jólasokka fyrir kisur og hvutta. Kisusokkurinn er með leikföngum og hundasokkurinn er með bæði leikföngum og nammi.“

Gæðafóður fyrir góðar stelpur og stráka

Rétt fóðrun og umönnun er einn mikilvægasti þáttur í lífsskeiði dýra þar sem hágæða fóður eykur lífsgæði og lengir líf. Vetis og Dýrafóður.is leggja áherslu á að allar vörur til sölu á vefsíðunni séu framleiddar án þess að komi til dýratilrauna, auk þess sem allar fóðurvörur eru fyrsta flokks, úr náttúrulegum afurðum, án allra gervibragð-, rotvarnar- eða litarefna.

 

Belcando, hágæðafóður fyrir hundinn

Belcando er hágæða „super premium“ hundafóður fyrir allar stærðir og gerðir hunda. Það er eingöngu unnið úr ferskum kjötvöðva úr dýrum sem henta til manneldis. Þess má geta að allir leitarhundar Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru á Belcando og segir það sitt um gæðin.

Leonardo, fyrsta flokks matur fyrir kröfuharðar kisur

Leonardo býður upp á breitt úrval af bæði þurr- og blautfóðri fyrir stóra og litla ketti sem gera kröfur. Þá er sérlega mikið vöruúrval af kattafóðri með mismunandi bragðtegundum og áferð því kettir geta verið afar vandlátir þegar kemur að mat. Leonardo-fóðrið má bæði nota sem heildstæða máltíð eða sem bragðbæti og uppbót.

Frír sendingarkostnaður og gjafabréf

Dýrafóður.is býður viðskiptavinum sínum upp á fría heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu og fría sendingu á pósthús út á land ef keyptar eru vörur fyrir 8.000 kr. eða meira. „Við útbúum einnig gjafabréf fyrir þá sem langar að gefa gæludýraeigendum inneign hjá vefversluninni okkar Dýrafóður.is. Hægt er að senda fyrirspurnir á lager@vet.is og við útbúum gjafabréf eftir samkomulagi.“

Nánari upplýsingar má nálgast á vefversluninni www.dyrafodur.is

Facebook: Dýrafóður.is

Sími: 421-8005 og 651-8005

Netpóstur: lager@vet.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Cyber Monday: Viðskiptavinir Hermosa.is breiða út boðskap um gleðileg kynlífstækjajól! 

Cyber Monday: Viðskiptavinir Hermosa.is breiða út boðskap um gleðileg kynlífstækjajól! 
Kynning
Fyrir 1 viku

Ástarsögudrottingin er ennþá með ódýrustu jólabækurnar eftir 35 ár

Ástarsögudrottingin er ennþá með ódýrustu jólabækurnar eftir 35 ár
Kynning
Fyrir 1 viku

ISR Matrix: Gefðu ástvinum þínum styrk og öryggi í jólagjöf

ISR Matrix: Gefðu ástvinum þínum styrk og öryggi í jólagjöf
Kynning
Fyrir 2 vikum

Jói kassi og rammíslenskt jóladagatal: „Þetta er mín Toy Story“

Jói kassi og rammíslenskt jóladagatal: „Þetta er mín Toy Story“
Kynning
Fyrir 2 vikum

Leitin að vorinu: Æsispennandi þríleikur eftir nýjan höfund!

Leitin að vorinu: Æsispennandi þríleikur eftir nýjan höfund!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Jens: Við hjálpum þér að gleðja nákomna

Jens: Við hjálpum þér að gleðja nákomna